Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.10.1939, Page 33
i> J O Ð í M
og vopnaburði. Þeir vildu láta
vopna „alþýðuna“, þ. e. a. s. sjáll’a
sig, til þess að berja niður væntan-
lega uppreist „ilialdsins“ og koma
á öflugri njósnarstarfsemi um
vopnainnflutning þess.
Kommúnistar vita það auðvitað
eins og aðrir, að Sjálfstæðisflokk-
urinn er lýðræðis-, en ekki bylting-
arflokkur, að hann er óvopnaður
með öllu og liefir engin vopn flutt
eða látið flytja til landsins.
Hér er þvi ekki um að villast.
Kommúnistar liafa því ætlað sér að
fá Alþfl. og Framsóknarflokkinn i
lið með sér, til þess að ná vopnum
til landsins. Ríkissjóður útti að sjálf-
sögðu að greiða vopnin. En komm-
únistar áttu síðan að fá þau í liend-
ur, til þess að geta hafið blóðuga
bgltingu í tandinu.
íslendingar liafa alið eiturnöðrur
. við brjóst sér, þar sem kommún-
istarnir eru. Hvenær vaknar þjóð-
in? Hvenær rekur hún þessi viti
firrtu fíl'l af höndum sér?
III.
Bjarni Snæbjörnsson alþm. hefir
borið fram frv. á Alþingi um breyt-
ingar á vinnudómslögunum. Aðal-
breytingarnar eru í því fólgnar, að
allir flokkar njóti jafnréttis i verka-
mannafélögunum. Frumvarp þetta
fór svo í taugarnar á forsprökk-
um Alþfl., að þeir ætluðu alveg að
ærast. Þcir virðast ekki mega til
þess hugsa, að verkamenn fái sjálf-
ir að ráða málum sínum og að með-
limir verkalýðsfélaganna séu jafn-
réttháir. Þeir vilja viðhalda rang-
lætinu, livað sem það kostar
223
En burgeisunum er óhætt að trúa
því, að sjálfstæðismenn sælta sig
aldrei við það, að sjálfstæðir verka-
menn verði beittir sama ranglæti i
þessuni málúm og þeir hafa orðið
að búa við.
Réttlætið skal sigra.
IV.
Margl liefir verið rætt og ritað
um liina svokölluðu höfðatölureglu,
sem mun hafa fæðst í lieilabúi Skúla
Guðmundssonar.
í öllum lönduiri, þar sem innflutn-
ingsliöftum hefir verið beitt, hafa
innflytjendur fengið innflutning i
í'éttu hlutfalli við það, sem þeir
fluttu inn áður. Undantekningin er
aðeins ein, og hún er á íslandi.
Höfðatölureglan gerir ráð fyrir
því, að innflutningnum sé þannig
skipt:
Fyrst sé áætlað, hve mikill inn-
flutningur sé á hvert nef. Og þegar
það hefir verið gert, þá skuli kaup-
félögin fá innflutning, er miðast við
félagatölu þeirra. Kaupmennirnir
eiga svo að fá það, sem gengur al'.
Kaupfélögin verzla nærri ein-
göngu við sveitafólk. En eins og
kunnugt er, þarf það miklu minna
að kaupa úr kaupstöðum en það
fólk, sem býr á mölinni. Það staf-
ar auðvitað af því, að sveitafólk
lifir að allmiklu leyti á eig'in fram-
leiðslu.
Þegar af þessum ástæðum er
höfðatölureglan hin argasta fjar-
slæða.
En þó tekur út yfir allan þjófa-
bálk, þegar til framkvæmdarinnar
kemur. Það er nefnilega gerl ráð