Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.10.1939, Qupperneq 37

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.10.1939, Qupperneq 37
Þ J Ó Ð I N 227 lá þannig í því að Woodcut-Green liggur í nánd við Hatfield, en þar átti að reyna þetta nýja tæki og hvers það væri megnugt Nú munu margir af lesendum mínum risa upp með andfælum, og mótmæla harð- lega. Menn rengja ekki frásagnirnar frá Rússlandi, því að þar getur margt ólíklegt skeð, en að ætla að lialda því fram að Þjóðverjum liafi verið kunnugt uin bryndrekana haustið 1915, er þeir komu öllum á óvænt 15. sept. 1910, það er fjarri lagi. Þeir voru reyndir með svo mikilli leynd og yfirleitt farið svo varlega í einu og öllu að óhugsandi var að nokkuð hefði um þá vitnast. En var þetta nú svo? Er yfirleitl hægt að halda nokkrum lilut leynd- um. Meðan verið var að vinna að uppfinningunni, var lítil leynd ríkj- andi, og ef þið trúið mér ekki, þá skuluð þið slá upp í bókinni „Sjónar- vottur“ eftir Sir Ernest Swinton yf- irhershöfðingja, hls. 171, og lesa t. d. þetta: „Um miðjan september var þessi vél svo vel á veg komin að hægt var að reyna hana, og sunnu- daginn 19. sept. fór eg samkvæmt boði, til þess að sjá hana starfa. Reynsluförin fór fram í Lincoln, ekki langt frá verksiniðjunni W. Foster & Sons. Eg varð dauðskelfd- ur er eg sá að meðfram allri girðing- unni stóð fólk, verkamennirnir, sem unnið höfðu að smíðinni og konur þeirra, og höfðu að því er virtist komist að því livað þarna skyldi fram fara, og höfðu auk þess fengið leyfi til að vera viðstödd. Eg mótmælti því að slíkt fjölmenni vrði viðstatt, en það var of seint, þannig að unnt yrði að breyta undir- búninginum. Til allrar hamingju, þá brást nú vélin og stóðst ekki þær þrautir, sem henni var ætlað að vinna, og til þess að þetta spyrðist ekki nánar létum við það berast út meðal manna, að vélin hefði reynzt með öllu óhæf og af henni væri einsk- is að vænta.“ Þar segir ennfremur: „Þegar rejmsluförin átti að fara fram, hafði verið ákveðið að hún skyldi farin i Hatfield-garðinum. Engir verka- menn né hermenn voru til taks, til þess að grafa skotgrafir og ganga frá girðingum eins og á vígvelli, og þess- vegna voru fengnir sjálfhoðaliðar úr Hertfordshireherdeildinni til þess að vinna verkið, en þeir voru flestir rosknir fjölskyldufeður, — sem eyddu öllum- frístundum sínuin í það að lcoma verki þessu í fram- kvæmd. Og í vikulokin fór svo for- ingjaráðið til þess að atliuga hvað verkinu liði. Því hafði miðað vel á veg, enda var þarna upp kominn vígvöllur með gröfum og allskonar girðingum. Hjúkrunarsveit var við hendina til þess að veita fyrstu hjálp. Og hljómsveit lék hcrgöngulög, en meðfram girðingunni voru bifreiðar, sem konur og vinkonur verkamann- anna sátu í og hlustuðu á ldjóðfæra- leikinn. Alll fór þetta fram i tvö hundruð stiku fjarlægð frá áhorfend- unuin, þannig að þeim gafst ágætasla tækifæri á að fvlgjast með. Foringja- ráðið sá strax að hér var í óefni kom- ið og stórhætta gat jafnvel verið á ferðum, en þá hjörguðu tveir foringj- arnir öllu við, með því að þeir tóku það til hragðs að þramma fram og

x

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna
https://timarit.is/publication/1014

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.