Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.10.1939, Side 38
228
Þ J Ó Ð I N
aftur um garðinn og töluðu svo hátt
að liver gat lieyrt, sem vildi, að það
væri mjög miklir erfiðleikar á þvi
að þurka upp landið, og létu í ljósi
efa á því að vélarnar myndu reynast
nægilega sterkar til þess.“
Nú þykist eg hafa sýnt fram iá, að
eg hefi ekki hér að framan farið með
neinar ýkjur, að því er hrynvagnana
snertir, en það er aðeins eilt atriði,
sem eg hefi látið ósvarað: Hvernig
vissi Anna um það að reynsluförin
álti að fara fram í Hatfield-garðin-
uni? Eg verð að viðurkenna, að því
gel eg ekki svarað. Það væri án efa
liægl að koma fram með fjölda á-
giskana í því efni, en sá væri galli á
gjöf Njarðar, að ]>ær hefðu ekki við
sannleikann að styðjast. Frásögn Sir
Ernest skýrir það að visu, að ekki
var mikill vandi fyrir njósnara að
komast eftir því að ný vígvél var i
smiðum, og mér er ekki kunnugt
um livaða aðferðum Anna beitti, eft-
ir að hún liafði komist að því, en
Iiitt er mér kunnugt um að hún var
viðstödd þegar sýningin átti að fara
fram og sá brynvagnana sveipaða í
strigaábreiður sínar, en þeir stóðu
rétt framan við áhorfendurna. Anna
liafði að sjálfsögðu fulla heimild til
þess að vera þarna viðstödd. Hún var
skiátaforingi, og skátarnir áttu að
veita þarna aðstoð sína, sumir sem
sendihoðar, en aðrir héldu vörð með-
fram girðingunni til þess að gefa því
gætur, að enginn reyndi að fara þar
inn fyrir.
Anna hafði sýnt og sannað, að hún
var dugandi skátaforingi. Að vísu
hafði drengjunum verið illa við það
í fyrstu að þurfa að hlíta handleiðslu
kvenmanns, en er frá leið kom það
upp í vana, og er fyrsta andúðin var
hjöðnuð, sýndu þeir henni fullan
trúnað, og þá sannfærðust þeir um
að hún gat gert ýmsa hluti, sem jafn-
vel foringi þeirra — Watkins —
hefði ekki getað gert. Þegar þeir voru
á bersvæði urðu þeir að viðurkenna,
að Anna tók þeim öllum fram, og
gat þekkt för eftir öll dýr, sem þar
liöfðu verið á ferli, og eftir þessu
hafði hún tekið löngu áður en dreng-
irnir höfðu orðið nokkurs varir. Þá
var lnin ekki neinn viðvaningur í
því að skriða á maganum eða fjórum
fótum. Leikirnir, sem hún lét þá fara
i, voru líka miklu skemmtilegri en
þeir, sem Watkins hafði kennl þeim,
— hann lét sér nægja að kenna þeim
hnúta, flaggmerki og önnur frum-
alriði úr handbók skátanna, en ung-
frú Darry vissi allt um njósnir. Hún
sagði drengjunum sögur, — sannar
sögur, það hlutu þær að vera, — um
þýzka njósnara í Englandi, sem
gáfu Zei)pelinloftförunum merki frá
reykháfum eða kafhátum við strend-
ur Englands. Það versta var, að eng-
ir njósnarar voru i Woodcut Green.
Þeir voru húnir að spyrja Wilkins,
lögregluþjóninn — að því, og
hann fullvrti að hann hefði útrýmt
þar öllum þýskum njósnurum fyrir
löngu, strax i upphafi stríðsins. Þeir
voru ekki ánægðir með þetta í sjálfu
sér. Þeir vissu að allir lögregluþjón-
ar i smáþorpum voru klaufar, — og
i hókunum, sem lit höfðu verið gefn-
ar fvrir stríðið, voru það alltaf einka-
lögreglumennirnir, sem gengu með
sigur af hólmi, en fasta lögregluliðið
lék ávallt hið óæðra hlutverk flóns-