Byggingarlistin - 01.01.1951, Blaðsíða 7

Byggingarlistin - 01.01.1951, Blaðsíða 7
fjárhagsgeta þeirra hins vegar oft lítil og þau hafa haft takmarkaða getu og áhuga fyr- ir því aff ná bættum afköstum meff nýjum og hentugum aðferðum, ekki sízt vegna þess, aff slíkar aðferðir hefðu krafizt framleiðslu í stærri stfl og meff betri skipulagningu. Þetta ástand er ekki hvað sízt afleiðing þess, hve gróðavænleg þessi iðngrein hefur verið. Einstaklingsframtakið hefur því á þessu sviði alls ekki náð þeim árangri í bættri tækni og afköstum, sem því hefur tekizt á flestum öðrum sviðum. Afnám árstíðasveiflanna er enn ein veiga- mikil ástæða fyrir afskiptum þess opinbera af byggingariðnaðinum. Fyrir því máli hef- ur verið gerð nokkur grein í skýrslu um fjárfestingarmálin, og mun þaff ekki nánar rætt hér. Þau sjónarmið, er hér hefur verið lýst, mynda grundvöll þeirrar stefnu í bygging- armálum, er verið hefur að ryðja sér til rúms s.l. 15 ár og endanlega hefur verið mörkuð í umfangsmikilli löggjöf á árunum eftir styrjöldina. 2. Hin nýja stefna f byggingarmálum Hin nýja stefna í byggingarmálum er í stuttu máli fólgin í því, að ákveffnar kröfur hafa verið viðurkenndar, er íbúðimar í landinu sem heild þurfa að uppfylla, áætl- anir hafa verið gerðar um það, hve mikið þurfi að byggja af íbúðum, endurbæta og rífa, til þess að þessu setta markmiði verði náð á tilteknum tíma, og rannsakað hefur veriff, hvaffa ráðstafanir af hálfu þess opin- bera verði að gera til þess að ná þessu mark- miði, og lög sett í samræmi við þær niður- stöður. Það markmið, sem ætlunin er að ná í byggingarmálunum, er í aðalatriðum, að þröngbýli, skilgreint sem meir en 2 íbúar í herbergi, verði afnumið, og að í öllum íbúð- um séu þau þægindi, sem nú teljast nauð- synleg. Ætlunin er að ná þessu markmiði á tímabilinu 1945—1960. Gert er ráð fyrir, að byggingarstarfsemin verði að mestu jöfn frá ári til árs, og að á hverju ári verði byggð- ar um 60.000 íbúðir, þar af um 45.000 í bæj- um og kauptúnum. Þessi tala íbúða, er sú sama og tala þeirra íbúða, sem byggðar voru árið 1939, en það ár náði byggingarstarf- semin því hámarki, sem síðan hefur ekki verið farið fram úr. Á undanförnum þremur árum hefur framleiðslan verið nokkuð minni en hið setta árlega markmið, en munurinn hefur verið tiltölulega lítill, um 10%. Reynsla sú, sem fengizt hefur á þeim fjór- um árum, sem liðin eru, síðan að áætlun þessi var gerff, hefur leitt í ljós, að hún hafi verið of lág með tilliti til þarfanna og út- rýming húsnæðisskortsins á tilætluðum tíma, en hins vegar of há með tilliti til fram- kvæmanleika. Dauðatíðni hefur lækkað meira, frjósemi og fjölskyldumyndun aukizt meira en búist var við, innflutningur fólks BYGGINGARLISTIN 1951,1 NYJA BLIKKSMIÐJAN Höfðatúni 6 . Reykjavik . Símar 4672 og 4804 □ Hraðfrystitækt Hjólbörar með gúmmíhjóli Lofthitunar- og loftræstingarlagnir með tilheyrandi Alúminíumvcggpípur á hús Alls konar blikksmíði □ Stærsta blikksmiðja landsins SÖGIN H.F. Höfðatún 2 . Reykjavík . Símar 5652 og 6486 □ Vér tökum að oss smiði flestra tréhluta húsa og höfum góð skilyrði til þess að gera góða framleiðslu við sanngjörnu verði. Ástæðurnar til þessa eru, að vér höfum: Góða iðnaðarmenn Góðan húsakost Góðar vélar Góða timburþurrkun Góð hráefni AO jafrmði höfum vér fyrirliggjandi Hurðarstærðir Opstærðir miðað við karmtré úr Innihurðir ........... 2,02x0,80 2,10x0,87 1)4" - 2,02x0,70 2,10X0,77 - - 2,02x0,60 2,10x0,67 - Útihurðir ............ 2,02x0,80 2,15x0,90 2" - .......... 2,02x0,90 2,15x1,00 - □ Ennfremur höfum vér fyrirliggjandi eldhússkápa við flestra hæfi. Gjörið svo vel og reynið viðskiptin. 5

x

Byggingarlistin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Byggingarlistin
https://timarit.is/publication/1048

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.