Byggingarlistin - 01.01.1951, Qupperneq 32

Byggingarlistin - 01.01.1951, Qupperneq 32
Trygging er nauðsyn fyrir efnalegu sjálfstæði ein- staklinganna og þjóðarinnar í heild. Tryggið þar sem kjörin eru bezt, í yðar eigin tryggingarfélögum. Með því njótið þér ávaxtanna í lækkuðum iðgjöldum. Líftryggingar hjá Andvöku. Aðrar trygging'ar hjá Samvinnutryggingnm ÍVAR JÓrVSSON Laugavegi 39 . Simi 5009 Ýmiss konar málmsmiði viðvíkjandi alls konar innréttingum Byggingar- og skipulagsmál í Svíþjóð Framh. af 8. bls. tíma, sem lánveitandinn tiltekur, og farið sé eftir þeim reglum að öðru leyti, er hann kann að setja. 4) Að sé íbúð í liúsinu leigð út sé leigan ekki hærri né ákveðin á annan hátt en lánveitandinn samþykkir á meðan lánið er enn ekki að fullu goldið. 5) AS sé húsið eða íbúð í því seld, verði lánveitandi að samþykkja söluverðið. Upphæð lánsins er yfirleitt 25% af þeim byggingar- og lóðakostnaði, sem iánveitandi samþykkir. Er því gert ráð fyrir, að hægt sé að fá á markaðinum, í banka eða veðbanka, fyrsta veðréttarlán, er nemi allt að 50% byggingarkostnaðar með vöxtum, er ekki séu meira en 3%. Þó eru möguleikar á því að fá lán, er nemi allt að 35% og jafnvel 75% byggingarkostnaðar, ef örðugleikar eru á því að fá fyrsta veðréttarlán með þeim kjörum, sem hér að framan eru nefnd. Eig- ið framlag lántaka verður þá a. m. k. 25% byggingarkostnaðar. Sem trygging fyrir lán- inu kemur veðréttur, er liggur á milli 50 og 75% byggingarkostnaðar, eða 40 og 75% og 0 og 75%, sé lánið veitt samkvæmt undan- tekningarákvæðunum. Lánið er annuitetslán, lánstíminn 25 ár og vextir 3%, dráttarvextir 5%. Til þess að sú hækkun byggingarkostnað- ar, sem orðið hefur síðan fyrir strið, leiði ekki til þess, að dýrara verði að búa í nýj- um búsum en eldri, eru sérstök viðbótarlán (kapitalsubvention) veitt. Þessi lán eru hliðstæð þeim viÖbótarlánum (tillaggslán), sem veitt eru til byggingar fjölbýlishúsa, og síðar verður minnzt á. Þessi viðbótarlán eru vaxta- og afborganalaus. Ef ástandið á hús- næðismarkaðinum síðar meir verður þann- ig, að fært þyki að krefjast vaxta og afborg- ana af þessum lánum, á að gera það, að öðr- um kosti á að afskrifa þau að öllu eða ein- hverju leyti. Viðbótarlán má ekki vera meir en 4.000 kr. á einbýlishús og 6.000 kr. á tvíbýlishús. Sé slíkt lán veitt bækkar há- marksupphæð alls lánsins úr 25% í 40%, og 50% og 90% samkvæmt undantekningará- kvæðunum. Eigið framlag lækkar þá ofan í 10%. Auk þeirra skilyrða fyrir lánveiting- unni, sem áður eru nefnd, verða þau skilyrði að vera uppfyllt til þess að fá slík vaxtalaus lán, að grunnflötur byggingarinnar, að út- veggjum frátöldum, sé ekki yfir 100 ferm., sé húsið ein hæð, 80 ferm., sé húsið ein og hálf hæð, og 60 ferm., sé það tvær hæðir. Samsvarandi íbúðarstærðir gilda fyrir tví- býlishús. Kjallari og ris er þá ekki talið með hæðum. Yfirgnæfandi hluti þeirra húsa, sem „egnabemslán" eru veitt til, fá nú einnig þetta vaxtalausa viðbótarlán. Ætlunin er, að veitingu þessara viðbótarlána verði hætt, þegar byggingarkostnaður lækkar. „Egnahemslán" er veitt hverjum sem er, 30 1951,1 BYGGINGARLISTIN

x

Byggingarlistin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Byggingarlistin
https://timarit.is/publication/1048

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.