Byggingarlistin - 01.01.1951, Qupperneq 36

Byggingarlistin - 01.01.1951, Qupperneq 36
Vinnustofaii Hollusundi 6A Sími 5585 □ Húsamálun Skiltagerð . Emaillering □ Ósvaldur Knudsen Daníel Þorkelsson Landssmiðjan annast hvers konar nýsmíði og viðgerðir til lands og sjávar □ SÍMI 1680 Sérstök framlög eru greidd til byggingar íbúðarhúsa fyrir fólk, sem nýtur ellistyrks. Sá árangur, sem náðzt hefur með hinu nýja lánsfyrirkomulagi, er svo stórvægileg- ur, að í fljótu bragði virðist ganga göldrum næst. Sem dæmi má nefna það, að bygging- arkostnaður í Stokkhólmi hefur aukizt um 50% frá því á árinu 1939. Þrátt fyrir þetta er leigan sú sama í húsum, sem byggð voru það ár, og í húsum, sem byggð eru í ár, enda þótt engin vaxta- og afborganalaus framlög — „tillággslán" — séu veitt til bygginga í Stokkhólmi. Árangurinn hefur náðzt eingöngu með því, að opinber f járöfl- un befur komið í stað einkafjáröflunar á því fé, sem liggur á bilinu 70—85% af bygg- ingarkostnaði, og öruggu leigueftirliti hefur jafnframt verið komið á. Sú vaxtalækkun, sem hér um ræðir, er gífurleg. Vextir hinna opinberu lána eru 3%, en raunverulegir vextir á einkafénu voru áður oft um 20%. Eins og er, eru allar umsóknir um lán, sem fullnægja settum skilyrðum, veittar. Takmörkun íbúðarhúsabygginga í heild og skipting þeirra á einstaka staði er verkefni fjárfestingarstjórnarinnar. 5. ASrar lánveitingar til byggingar íbúðarhúsa Eins og minnst er á í kaflanum hér að framan, fela lánveitingar ríkisins til bygg- ingar íbúðarhúsa það í sér, að ríkið hefur tekið að sér veitingu þriðju veðréttarlána (tertiárlán), þ e. lán, sem hafa tryggingu ofan við 70%, eða ef um sjálfseignarhús er að ræða 50%, af verðmæti byggingarinnar. Að slíkar lánveitingar eru nægjanlegar byggist á því, að veiting lána með betri tryggingu er vel fyrirkomið, þau eru veitt með hóflegum vöxtum og engir erfiðleikar eru yfirleitt á því að fá slík lán. Hér mun gerð stuttleg grein fyrir fyrirkomulagi þess- ara lánveitinga. Fyrsta veðréttarlán (primárlán) eru veitt af ýmiskonar stofnunum, fyrst og fremst sparisjóðum, vátryggingarfélögum og sér- stökum veðbanka ríkisins (Konungariket Sveriges stadshypotekskassa), en einnig af venjulegum hönkum og veðbönkum, í einka- eign (inteckningsbelag). Þessi lán eru veitt allt að 60% af verðmæti fasteignarinnar, og vextirnir eru nú um 3%. Að öðru leyti eru lánin af ýmsu tagi, og fer það mikið eftir því, hver lánsstofnunin er. Þannig eru lánin ýmist bundin til ákveðins tíma, 10 eða 20 ára, eða óbundin, ýmist afborgunarlán eða án afborgana. Veðbanki ríkisins, sem fyrr er nefndur, var stofnaður árið 1909 til að koma betra lagi á lánveitingar til fasteigna. Hann veitir eingöngu fyrsta veðréttarlán með 3% vöxt- um og 0.1% afgjaldi. Lánin eru ýmist föst lán til 10 eða 20 ára eða afborgunarlán til 30—47 ára. Bankinn gefur út og selur skuldabréf með hinar veðsettu fasteignir sem tryggingu. Fé afhendir hann síðan und- 34 1951,1 BYGGINGARLISTIN

x

Byggingarlistin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Byggingarlistin
https://timarit.is/publication/1048

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.