Alþýðuhelgin - 27.08.1949, Side 2
226
ALÞÝÐUHELGÍN
skjölum og handritum, frá því er
klaustrið var þar, og er ekki að efa,
að Björn hefur liagnýtt sér allt slíkt.
Eitthvað mun Björn hafa byrjað
latínunám, og sstlaði Sigurður fóstri
hans að koma honum í Hólaskcla,
en úr því varð ekki, að öllum lík-
indum sakir óviriáttu Guðbrands
biskups við þá bi'æður frá Sval-
bai'ðj Jón lögmann og Sigurð sýslu-
mann. Þó eru einnig um það sagn-
ir, að Björn hafi á ungum aklri cign-
azt barn í lausaleik, en það þóttu
slík mannorðsspjöll, að þess konar
piltum var skóli lokaður.
Snemma mun Björn hafa verið
vaninn við ýmis konar erfiðisvinnu,
bæði á sjó og landi. Eimmtán vetra
gamall er hann t. d. við sjóróðra á
Hrauni á Skaga, þar sem hann seg-
ist hafa talað við gamla konu. er
margt gat sagt honum frá fyrri hluta
16. aldar. Er því Iiætt við, að lítið
hafi orðið úr bóklegri menntun í
uppvextinum, fram yfir það, sem
greindur piltur úr alþýðustctt gat
aflað sér siálfur mcð lestri í strjál-
um tómstundum.
Eftir lát Sigurðar sýslumanns er
talið, að Björn hafi um hríð gerzt
handritari Jóns sonar hans, er sýsl-
una fékk eftir föður sinn og bjó á
Reynistað. Þó mun það hafa verið
skamma stund, því á þessum árum
mun Björn hafa kvænzt og farið að
búa.
KYRRLÁTUR BÓNDI.
Fátt eitt er nú með sannindum
vitað um Björn Jónsson, t. d. er eigi
ljóst hver var kona lians. Hann hef-
ur auðsjáanlega lifað mjög kyrrlátu
og erjulausu bændalífi, og eigi ver-
ið íhlutunarsamur um mál manna.
Árið 1605 er Björn orðinn bóndi á
Skarðsá í Sæmundarhlíð, og þar
bjó hann síðan í 50 ár. Hann varð
lögréttumaður um 1616, og er alloft
getið í alþingisdómum. Síðast virð-
ist hann hafa riðið til alþingis árið
1646. Aðrar heimildir geta hans að
litlu, enda má telja fullvíst, að hann
hafi ekkert fremur kosið en að helga
sig sem mest bókum sínum og rit-
störfum. Árið 1634 getur liann þess
þó sjálfur í annál sínum, að komio
hafi upp eldur í heyjum hjá sér:
„Brunnu hey á Skarðsá í Sæmund-
arhlíð; nokkru varð bjargað; þar
köfnuðu 5 kýr og' ein kvíga, þessir
eldar komu úr sjálfum heyjunum.“
Ef til vill gefur það nokkra hug-
myncj um skaplyndi Björns og lífs-
skoðun, hvernig hann tók aístöðu í
máli „þeirrar fáráðu manneskju",
Ingunnar Kolbeinsdóttur. Ingunn
þessi hafoi verið ákærð íyrir að bera
út barn sitt, en ýmsar líkur bentu
tíi þess, að sá framburður hennar
væri réttur, að barnið befði verið
fætt andvana. Haföi hún og eigi
reynt að leyna kvjðarþykkt sinni.
Urn mál þetta varð ágreiningur í lög-
réttu. Vildi helmingur dómsmanna
dæma Ingunni frá lífi, en hinn
helmingurinn taldi „hart sú mann-
eskja lífiö missi“, þar sem hvorki
lægju fyrir vitnisburðir, sem rnark
væri á takandi, né játning hinnar á-
kærðu. Var Ðjörn í hópi hinna síð-
artöldu lögréttumanna, sem hægara
vildu fara í sakirnar. En á næsta al-
þingi var Ingunn dæmd lil dauða.
Þá var Björn ekki mcðal dóms-
manna.
Síða.;t er Björn nefndur í al-
þingisbókum 1646, en þá telst hann
meðal dómsmanna í máli nokkru. Er
líklegt, að hann hafi eftir það látið
af þingreiðum, enda orðinn gamall
maður, kominn yfir sjötugt. Björn
gerðist á síðustu árum sjóndapur, og
sagnir eru um það, að hann hafi að
loltum orðið alblindur. Þó mun það
naumast liafa verið fyrr en síðasta
árið, sem hann lifði, því órið áður cn
hann dó, ritaði hann um eyðijarðir
Reynistaðaklausturs í Víðidal. Hefði
hann naumast gert það alblindur,
þótt verið geti, að hann hafi liaft
skrifara.
Björn á Skarðsá andaðist að heim-
ili sínu 28. júní 1655, 81 árs að aldri;
hafði hann þá lengi verið þjáður af
steinsótt. Var hann greftraður fyrir
kirkjudyrum í Glaumbæ, og söng yf-
ir honum séra Gunnlaugur Þor-
steinsson í Vallholti, sá er ritaö hef-
ur Vallholtsannál. Getur hann þessa
í annál sínum, og þaðan vita menn
dánardag Björns.
FRÆÐASJÓR.
Eins og nokkuð var að vikið áður,
hefur Björn haft góða aðstöðu á
Reynistað til að leggja grundvöll
hinnar miklu og víðfeðmu þekking-
ar, sem rit hans bcra ljósan vott
um. Svo segir Páll E. Ólason: „Er
óhætt að telja Björn einhvern hinn
fróðasta mann sinnar tíðar í öllum
greinum íslenzkra fræða, og auð-
sætt, að undirstaðan hefur snemma
verið Iögð“. Er því og við brugðið,
hve lögfróður Björn hafi verið, svo
að nálega stóð honum þar enginn á
sporði, enda kemur lögfræðiþekk-
ingin glögglega fram í ritum hans.
Snemma mun Björn hafa tekið að
íást við ritstörf. Segir hann svo
sjálfur frá, að hann hafi í æsku
samið annál upp úr Sturlungu. Þá
hefur hann einnig afritað margt á
yngri árum, cnda ágætur skrifari.
Eru enn til í eftirritum Björns ýms-
ar íornsögur og skjalabækur, allar
með hinum bezta frágangi. Flest hin
meiri háttar rit Björns. frumsamin,
ei’u þó frá síðari árum hans, enda
má telja líklegt, að hann liafi litla
uppörvun fengið til ritstarfanna
framan af ævi. Guðbrandur biskup
Þoi'láksson . á Ilólum lét sér jafnan
fátt. um finnast íslcnzkan fróðleik,
nema þá helzt Jxann, sem að gagni
mátti koma útlcndingum, til aö leið-
rétta rangar hugmyndir þeiri'a um
þjóðina. Gaf hann sig og mest að
guðsorðaritum, svo sem alkuunugt
er. Þá er og líklegt, að Björn haf:
goldið Sigui'ðar fóstra síns, en milh
hans og Guðbrands biskups hafði
vei'ið fullur fjandskapur. Er því vafa-
laust, að Björn hefur einskis stuðn-
ings notið frá Guðbrandi, t. d. í
bóka- og handritakosti, sem mikill
var og góður á Hólastað. Ber og mjóg
lítið á ritstörfum Björns meðan Guð-
brandur sat að stóli á Hólum, og
hefur hann þá unnið mest í kyrr-
þey.
Þegar Guðbrandur biskup andað-
ist, árið 1627, skipti um fvi'ir P-irni.
Þá settist á Hólastól Þoi'lákur bisk-
up Skúlason, lærisveinn Worms og
einn helzti brauti’yðjandi forn-
menntastefnunnar hér á landi. Var
Þorlákur, eins og áður er nokkuð
í'akið hér í ritinu, hinn mesti vinur
íslenzkra fi'æöa, vann ötullega að
handritasöfnun, stóð fyrir uppskrift-
um forni'ita og hlynnti mjög að
fræðimönnum. Hann var og hið
mesta ljúfmenni í umgengm alln og
kynningu, enda vinsæll mjög. Björn
á Skarðsá og Þoiiákur biskup
ui'ðu fljótlega gagnkunnugir og alúð-
arvinir. Tókst með þeim merkileg
samvinna, og má í'aunar svo að orði
kveða, að Björn hafi verið sagnritari
Þoiiáks biskups. Léði hann Birni
ekki aðeins öll þau handrit, senx
hann vildi nota og biskup eða Hóla-
stóll átti, heldur galt hann honuni
beinlínis laun til ritstarfa eða gaf