Alþýðuhelgin - 27.08.1949, Side 12
236
ALÞÝÐUHELGIN
sinn inn í eldhús til stúartsins og
sýndi honum mélkekkina í grautn-
um, en stúartinn brást reiður við.
Fleygði þá Guðmundur öllu af disk-
inum á gólfið og skundaði síðan út.
Við þetta reiddist nú greifinn svo að
um munaði. Sendi hann þegar
einn af aðstoðarmönnum sínum að
sækja Ellefsen. Og á vettvang kom
Friðþjófur Ellefsen. Skýrði greifinn
honum frá málefninu og sýndi
verksummerkin á gólfinu. Tilkynnti
hann Ellefsen það, að þetta gæti
hann engum þolað, og annað hvort
yrði þessi maður að fara þegar í stað
eða hann færi að öðrum kosti sjálf-
ur. Ellefsen tók þann kostinn að
víkja verkamanninum frá, og kvaðst
hann gjöra það „kun for matens
skyld“. Guðmundur fékk þó að sofa
þarna um nóttina, en næsta morgun
var hann fluttur ásamt dóti sínu út
í Brekkuþorp.
Mér finnst að við íslendingarnir,
sem þá vorum á Asknesi, og létum
þetta afskiptalaust, getum enn í dag
borið kinnroða út af þessu. En þá
voru hér engin samtök til.
Nilsen, er Norðmenn kölluðu
„Material-forvalter“, það mun þýða
efnisvörður, var maður, sem allir
könnuðust við. Hafði hann verið
lengi í þjónustu Ellefsens, og var
víst trúr og dyggur þjónn. Hann
hafði umsjón með öllu, sem útgerð-
inni tilheyrði, bæði á sjó og landi,
og geymdi lykla að öllum hirzlum og
forðabúrum og vissi hvar hver ein-
asti hlutur var geymdur.
Það var eitt af slcylduverkum hans,
að ganga í braggana og athuga
hverjir lágu inni. Fór hann venju-
lega í þessa húsvitjun fyfri hluta
dagsins. Oftast mun hann hafa fyrir-
hitt einhverja sjúklinga, en þcir voru
í færri tilfellum mikið veikir.
Þegar hann kom inn ágólfið, skim-
aði hann upp um allar kojur, og
þegar hann kom auga á koju, sem
einhver lá í, rak hann putana í hapn,
ef hann svaf, eða þóttist sofa, og
sagði: „Er du syg?“ „Já“, sagði hinn
auðvitað, og spurði Nilsen sjaldan
frekar út í það, en sagöi: „Kom rrieð
boka din!“ og rétti sjúklingurinn
honum þá munstrabókina sína, og
var skrifaður í hana innilegudagur.
Þótti mönnum þetta leiðara, því að
skemmtilegast var að bókin sýndi
ekki marga innilegudaga þegar gert
var upp á haustin. Var Nilsen hálf-
UPP Á LÍF OG DAUÐA.
Frh. af bls. 231.
venjulega ekki framin við lágværa
symfóníska músík. Það var einu
sinni maður, sem bjó í næsta húsi
við mig þegar ég var níu eða tíu ára
óvinsæll hjá verkamönnum út af
þessu flakki í braggana. Hann var
svolítill skottulæknir, og gerði að
smámeiðslum á mönnum, þegar svo
bar undir.
Nilsen vigtaði allan hval, sem
seldur var, bæði handa utanstöðvar-
mönnum og eins handa íslendingum
á stöðinni, sem keyptu hval. Reyndu
þá sumir að skjalla hann upp, og
gátu stundum fengið góða vigt í
staðinn. Hann starfaði einnig við
spikbræðsluna, þegar hann var ekki
í öðrum snúningum.
Einu sinni varð Nilsen fyrir slysi
á Asknesi, og gátu þá allir vorkennt
honum. Það var komið að vertíðar-
lokum og var þá venja að ónýta þær
púðurbirgðir, sem eftir voru. Var
púðrið geymt í kofa spölkorn upp
af bryggjunni, og sá Nilsen um það
eins og annað, sem tilheyrði hans
verkahring.
Nú starfaði hann að því að taka
púðrið úr kofanum og hjálpuðu hon-
um við það tveir norskir drengif.
Púðrið var borið niður í flæðatmál
og dyngt þar í f jöruna. Þegar því var
lokið, kom Nilsen með skóflu og tók
að moka því í sjóinn, en drengirnir
fóru heim.
Allt í einu kvað við voðaleg
sprenging þarna í fjörunni og kol-
svartur mökkur huldi allt þar um-
hverfis, og datt engum í hug, sem
hcyrði þetta og sá, að maðurinn, sem
var þarna að starfi, kæmist lifandi
frá þessu. En þcgar púðurreykurinn
tók að þynnast, sáu menn hvarNilsen
kom skríðandi heim eftir fjörunni,
svartur eins og negri, og allur skað-
brenndur. En hann var harður og
bar sig vel, og sagði fyrir um alla
meðhöndlun á sér.
Það var þegar í stað sendur hval-
bátur með manninn til Seyðisfjarð-
ar, lá hann þar á sjúkrahúsi um tíma,
og var svo fluttur til Noregs, þegar
Norðmennirnir fóru heim í vertíðar-
lokin. Næsta voru kom Nilsen eins og
áður. En þá hafði hann gula flekki og
ör á andliti eftir brunann, og þau
verksummerki mun hann hafa borðið
æ síðan.
drengur. Dag nokkurn framdi harin
sjálfsmorð, en það tók hann heila
klukkustund. Hann skaut kúlu i
brjóst sér, en hæfði ekki hjartað, og
síðan skaut hann sig í magann. Ég
heyrði báða skothvellina. Það liðu a
að gizka fjörutíu sekúndur á milb
þeirra. Seinna datt mér í hug að
hann hefði að líkindum velt því fyr-
ir sér þessar sekúndur hvort hann
ætti að halda fast við þá ákvörðun
sína að deyja, eða hvort hann ætti
að reyna að spjara sig.
Síðan byrjaði hann að öskra. Það
varð hræðilegt uppnám, bæði and-
legt og líkamlegt: maðurinn öskraði
og fólk hljóp út á strætið og æpti og
vildi gera eitthvað og vissi ekki hvað
það átti að gera. Hann öskraði svo
hátt, að hálfur bærinn kom á vett-
vang.
Annað veit ég ekki um raunveru-
leg sjálfsmorð. Ég lief aldrei séð
kvenmann fleygja sér fyrir spor-
vagn, svo um það get ég ekki dæmt.
Þetta er eina sjálfsmorðið, sem eg
hef verið vitni að. Þessi maður öskr-
aði svoleiðis, að það hefði ekki verið
viðeigandi í kvikmynd. Enginn
myndi hafa grátið af meðaumkun
með honum.
Ég held að niðurstaðan verði þessu
Við ættum að hætta að fremja sjálfs*
morð í kvikmyndum.
Churchill baðar sig.