Alþýðuhelgin - 26.11.1949, Blaðsíða 13

Alþýðuhelgin - 26.11.1949, Blaðsíða 13
ALÞÝÐUHELGIN 333 Þjóðhátíðarkvæði frá 1874. Alþýðuhelginni hefur borizt eftir- farandi kvæði, sem ort er af íslenzk- um alþýðumanni í tilefni af þjóðhá- tíðinni 1874. Höfundurinn er Jónas Gíslason hagyrðingur og fræðimaður á Ytra-Leiti á Skógarströnd. Minning og minni íslands, flutt á þjóðhátíðinni 2. ágúst 1874. Hér er glaðværðar setzt í sæti sveitar góðvina félagið, öllum veitist það eftirlæti, eindrægni með og sönnum frið, hátíð nú heldur múgur manns í minningu vors föðurlands. Síðan fyrst byggðist svæðið ísa saman er reiknað þúsund ár. Vér skulum drottins dásemd prísa, dýrðin er hans og kraftur hár, sem hefur verndað land og lýð, h'knað og gefið kjörin blíð. Skrýdd er nú sumarskarti grænu skrautleg vor móðir, ísaland. Blika við sólu blómin vænu, bætir nú flest vort nægta-stand. Huganum angur hverfur frá, hver síns í friði njóta má. Fagurt er yfir land að líta, laufgræna skóga blikar á. Hjarðirnar góða hagann bíta hópum saman með gleðibrá. Grænar hlíðar und bjargabrún, bleikir akrar og slegin tún. Mönnum veitist hér margt til nytja, mikil og stór er drottins gjöf. Til vor nauðsynjar farmenn flytja, fallboða gegnum reginhöf. Lands af gróða vér gjöldum þeim, góss er margra í höndum tveim. Forfeður vorir, fyrri daga, framúrskarandi voru menn, sem vildu allt í landi laga, líkjast þeim sumir máske enn, vesaldar baslsins vörðust gnauð, veizlu hver öðrum jafnan bauð. Var þá gullöld í voru landi, vitringar mestu stýrðu þjóð, þá var Alþing — og það í standi, þar lögin sett og ráðin góð. Þar var lögtekin trúin hrein, tryggðum heitið á ýmsa grein. Svo kom siðleysis ofsinn óði, óhultur varla nokkur svaf, litað var nærri landið blóði lastafullum þess sonum af. Sögurnar greina svo gekk til sextíu ára tímabil. Einnig tilféll þá önnur mæða, eldsvoðum spúðu fjöllin há, þá fannst á landi fátt til gæða., fénaður manna dauður lá. Sveitirnar þöktu bráðin björg, byggðahéruðin eyddust mörg. Fimmtándu aldar fyrstu árin féllu tveir hlutar lands af þjóð, þjáðu hræðileg þrautasárin þriðjunginn lýðs, sem eftir stóð. Svoddan stórplága, sem að bar, svartidauði þá nefndur var. En níu'tíu árum síðar önnur drepsóttin gekk um land, vildu þá hverfa vonir blíðar við það tvöfalda neyðarstand. Mörg héruð gjöreydd mátti sjá, menntun og kjarkur féll í dá. Seinni aldanna hér um hauður harðindabálkur mikill var, landsins barna þá eyddist auður, almúgann þyngsta hörmung skar. Lurkur, Píningur, Eymdarár útdró hjá mengi nægtir fjár. Já, þá var harla hart í landi, hungur og sóttir felldu menn. Voru menn snauðir, vergangandi, vesöldin bar að höndum tvenn, svo að margur á svölum sjó svangur og freðinn út af dó. Náð guðs, sem tekur aldrei enda, áleit vort snauða föðurland, hann vann þá bót með böli senda, sem bætti neyð og hefti grand, og þar á meðal árin góð, þá arður lands í blóma stóð. Nú þurfum vér ei neitt að kvarta, nítjándu aldar börnin lands, vér skulum prísa af hug og hjarta háleita mildi skaparans. Oss við landplágum hlífði hann, hagsæld og nægtir gefa vann. Afborið hefur þrautir þungar þjóðin, með kjark og fjörið nýtt. Hafa nú landsins hetjur ungar harðrétti við og kúgun strítt. Sigur og frið úr býtum ber, sá berst og sig með kjarki ver. Vor er almúgi vel gáfaður, vandað framferði temur sér, einnig hálærður margur maður, menntanna sem að ávöxt ber, þeir grundvöll lista lögðu hér, lyst til fróðleiksins vakin er. Þróast samtaka þjóðarandi, þróttur framkvæmda dafnar enn, og menntun vex í voru landi, vel styðja hana blaðamenn, að minni skoðun einkum tveir, öðrum fremur vel rita þeir. Nú er ég, aldinn, næsta glaður, nú drekk ég, fóstra, minnið þitt, á þínum brjóstum uppfóstraður er ég, og líka fólkið mitt, hef glaður af þér þýðust þáð þúsund mörg fyrir drottins náð. Fátæk þó sért, vor fræga móðir, farsæl má reikna börnin þín. Oft þegar stríða aðrar þjóðir á þér friðsæla Ijósið skín. Mér ertu kær á marga grein, minna feðra þú geymir bein. Ég bið, að guð, vor allra faðir, annist og blessi vora þjóð, svo um ókomnar aldaraðir ævi landsmanná verði góð. Viðhaldist trú og kristni klár kynstafur íslands meðan stár. Já, höldum glaðir hátíð þessa, hjörtun samtengi friðarband. Drottinn, vorn herra, biðjum blessa byggðir vorar og föðurland. Drekkum nú allir íslands skál! og síðan ræðum vinamál. ❖ * ÓSAMRÆMI. Af stórum kominn, en manna minnstur, að mælgi dýpstur, en hugsun grynnstur. í stöðu fremstur, í framsókn hinztur. Og fátt hann vissi, en lærðí kynstur. (Indriði Þorkelsson.) L

x

Alþýðuhelgin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.