Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2007, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2007, Síða 10
Ferðamönnum sem koma til lands- ins hefur fjölgað mjög á undanförn- um árum. Með auknum fjölda ferða- manna hafa skemmdir á landinu einnig aukist mikið. Skemmdirnar sjást helst á göngustígum og mynd- ast stórir skurðir á vinsælum göngu- leiðum víða um land. Sigurður Sigurðarson, starfsmað- ur hjá Íslenskum almannatenglum, hefur farið í fjölda gönguferða um landið þar sem hann hefur myndað þær skemmdir sem orðið hafa á nátt- úrunni. Mikil breyting Sigurður segir að breytingin sem orðið hefur á landinu undanfarin tíu ár sé mjög mikil. Hann kennir þó ekki eingöngu fjölgun ferðamanna um því hann segir að vatn renni ofan í troðna stíga sem rofna svo. Þannig verði þeir fljótt ófærir fyrir göngufólk sem færa sig og ganga til hliðar við stíginn. Þannig myndast aðrir skurð- ir sem endar með því að viðkvæm náttúran verður ljótari ásýndum. Sigurður segir að miklar skemmdir séu á vinsælum gönguleiðum eins og á milli Landmannalauga og Þórs- merkur. Auk þess séu skemmdir á gönguleiðinni yfir Fimmvörðuháls og í Goðalandi. Þarf að breyta hugsunarhætti „Gönguleiðir á Esjunni hafa einn- ig orðið illa úti og maður horfir í hryllingi á Þverfellshornið sem er orðið úttroðið. Auk þess eru margar aðrar gönguleiðir í nágrenni Reykja- víkur sem líta illa út. Má þar nefna leiðina á Vífilsfell og gönguleiðir á Hengil.“ Sigurður segir að hafa þurfi sömu hugsun að leiðarljósi og höfð er þeg- ar vegum er viðhaldið. Hann segir að undirbyggja þurfi göngustíga sem standa í halla. Hann segir að hættan á skemmdum sé gríðarlega mikil á slíkum svæðum og bendir í því sam- hengi á myndina hér fyrir ofan sem tekin er á milli Landmannalauga og Þórsmerkur. Ákveðin mótsögn „Við höfum vakið athygli á þessu lengi, að fjölfarnir ferðamannastaðir á hálendinu þola ekki nema ákveðna umferð,“ segir Freysteinn Sigurðs- son, jarðfræðingur og varaformað- ur Landverndar. Hann segir að það sé ákveðin mótsögn fólgin í þessu máli því að besta leiðin til að draga úr þessu skemmdum sé að leggja vel gerða og afmarkaða göngustíga. Það sé um leið meiri breyting á landslag- inu. Taka tillit til aðstæðna Freysteinn segir að stefna Land- verndar hafi verið sú að á meðan raskið er lítið séu minniháttar lag- færingar látnar duga. Hann segir að þetta sé vandamál á gönguleið- um við Öskju þar sem göngustígar hafa verið niðurtroðnir. „Þar er hátt í hundrað metra breið göngubraut frá bílastæðunum og út að vatninu. Það væri hægt að gera fimm metra breiðan veg fyrir bíla sem myndi leysa göngubrautina af hólmi. Það væri einnig röskun á landslaginu og því er þetta mál ekki einfalt.“ Freysteinn segir að þetta sé vandamál sem verði að leysa með tilliti til aðstæðna á hverjum stað fyr- ir sig. Hann segir að það skipti máli að sveitarstjórnir og ferðamálaaðilar komi nógu snemma að þessu og fari að velta því fyrir sér hvernig best sé að leysa þetta. Aðspurður hvort unnt sé að laga gönguslóðir sem hafa troðist nið- ur segir Freysteinn að það geti ver- ið erfitt. „Það er hægt að fylla upp í þetta en þetta er fljótt að troðast niður aftur. Ég veit til þess að Ferða- félag Íslands hefur unnið að þess- um málum og fylgist vel með gangi mála á sínum gönguleiðum. Sumar sveitarstjórnir eru einnig mjög dug- legar við þetta. Þetta er samt hlutur sem þarf að huga miklu betur að en gert er.“ þriðjudagur 14. ágúst 200710 Fréttir DV „Gönguleiðir á Esjunni hafa einnig orðið illa úti og maður horfir í hryllingi á Þverfells- hornið sem er orðið úttroðið.“ Einar Þór sigurðsson blaðamaður skrifar: einar@dv.is Með auknum fjölda ferðamanna hafa skemmdir á náttúrunni orðið sífellt meiri. Göngumaðurinn sigurður sigurðarson hefur farið ófáar ferðir um hálendið og hefur hann myndað skemmdirnar. Hann segir breyting- una mikla á undanförnum tíu árum. Freysteinn sigurðsson, varaformaður Landverndar, segir að huga þurfi miklu betur að skemmdum á gönguleiðum. GönGufólk skemmir landið Miklar skemmdir Hér má glögglega sjá þær skemmdir sem orðið hafa á náttúrunni. Myndina tók sigurður sigurðarson á gönguleið- inni á milli Landmannalauga og þórsmerkur. sigurður sigurðarson Hefur gengið víða. Hann hefur áhyggjur af gangi mála. sveinn a. Morthens segir hægt að sjá í leikskóla hverjir lenda í vandræðum síðar: Með lykil að undirheimunum „Ég hef upplifað það að unglingar fara héðan með lykil að undirheimun- um,“ segir Sveinn Allan Morthens, for- stöðumaður meðferðarheimilisins að Háholti. Hann segir að snemma megi sjá hverjir eigi eftir að lenda í vand- ræðum seinna á ævinni. Tilkynning- um til barnaverndar hefur fjölgað um 50 prósent á tveimur til þremur árum en fjöldi fagfólks í geiranum stendur í stað. Í helgarblaði DV var fjallað ítarlega um málefni afbrotaunglinga. Baldvin Nielssen, faðir 19 ára drengs sem ný- lega var dæmdur í 21 mánaðar fang- elsi fyrir fjölda brota, gagnrýndi þar félagslega kerfið. Hann sagði að sonur sinn hefði sex ára gamall verið greind- ur með ADHD og að hann hafi ekki fengið nauðsynlegan stuðning. Háholt er meðferðarheimili í Skagafirðinum fyrir ungt fólk í vanda. Flestir sem þar dvelja eiga við fíkni- efnavanda að stríða eða hafa framið afbrot. Allan gagnrýnir að ekki sé hald- ið betur utan um unglingana þegar meðferð lýkur. „Þau eru yfirleitt hjá okkur í sex mánuði. Eftir það sinn- um við eftirmeðferð í þrjá mánuði því sveitarfélögin gera það ekki.“ „Reynslan sýnir okkur að starfs- menn skóla og leikskóla sjá fljótt hverjir eru líklegir til að lenda í vand- ræðum seinna á lífsleiðinni,“ segir All- an. Hann bendir einnig á að strax um fimmtán ára aldur sé greinilegt hvort unglingur sem brýtur af sér sé að gera það í fyrsta og eina skiptið eða hvort hann mun leggja glæpi fyrir sig. „Það á að vera hægt að grípa fljótt inn í.“ Hann bendir á að inni á meðferð- arstofnunum kynnist unglingar oft öðrum sem eru í enn meiri vanda en þeir sjálfir og síðan haldi þeir sam- skiptunum áfram þegar út er komið. „Þessir krakkar eru oft stjórnlausir. Þeir eiga erfitt með að skynja sig sem hluta af einhverju samfélagi. Í besta falli eru þeir hluti af einhverjum fé- lagahópi sem er í neyslu og afbrot- um. Fyrir þeim er það raunveruleik- inn. Við hin erum í allt öðrum heimi.“ erla@dv.is Vilja friða Héðinsfjörð Norðlenskir áhugamenn um náttúruvernd vilja að Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfis- ráðherra og bæjarstjórn Fjalla- byggðar beiti sér fyrir því að Héðinsfjörður verði friðlýstur. Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi vilja að fjörðurinn verði að friðlandi eða fólkvangi ekki síðar en Héðinsfjarðargöng milli Siglufjarðar og Ólafsfjarð- ar verða opnuð. Til að svo megi verða segja forsvarsmenn sam- takanna að hefja verði undir- búning friðlýsingar, merkingu gönguleiða og brúun lækja og mýrlendis sem fyrst. Forsvarsmenn samtakanna telja að friðlýsing Héðinsfjarðar hefði góð áhrif á ímynd svæðis- ins og stuðli vafalítið að auknum ferðamannastraumi. Helgin 10.–12. ágúst 2007 dagblaðið vísir 120. tbl. – 97. árg. – verð kr. 365 F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð allir eiga sinn paul tapað milljörðum hvaða lið vinnur ensku deildina, hver falla? byggðastofnun hE LG AR BL AÐ trúir að allt gangi upp faðir afbrotaunglings: Glæpir ungmenna verða algengari og þeir sem komast í kast við lögin verða sífellt yngri. Yfirvöld ráða ekki við vandann. Úrræðin eru fá, þeim ekki beitt nógu vel og of lítill peningur lagður í að takast á við vandann. Yngsti fanginn á Litla- hrauni fimmtán ára. glæpaskóli sonurinn í eigin víti paul mccartney elÍza Fæddist með áhuga á jóga kristbJÖrg kristmundsdÓttir Þau hurFu aF alÞingi í vor tuttugu og fjögur hurfu af alþingi í vor. sum vinna nú að nýjum verk- efnum. Önnur leita að nýrri vinnu. Þau hafa þó nægan tíma til að ákveða sig enda á biðlaunum í minnst fjóra mánuði eftir að þingsetu lauk. CESC FABREGAS Kom til Arsenal ungur að árum frá Barcelona og hefur heldur betur slegið í gegn í ensku deildinni með hárnákvæmum sendingum og hraða. Ótrúlega öruggur á boltanum og naskur að búa til marktækifæri fyrir samherja sína. Hann verður að eiga frábært tímabil ef Arsenal á að eiga möguleika í efstu liðin. GABRIEL AGBONLAHOR Strákur sem kom úr unglingaliði Aston Villa og sló rækilega í gegn á síðustu leiktíð. Agbonlahor er mjög hraður leikmaður sem skapar mikla hættu í hröðum upphlaupum. Hann skorar reglulega og er duglegur að leggja upp færi fyrir samherja sína. STJARNAN SPÁ DV Aston Villa er miðjulið, verður um miðja deild og á litla möguleika á Evrópusæti á þessari leiktíð að mati DV Sport. Leikmannahópur liðsins er lítill og liðið má illa við meiðslum. Martin O‘Neill er þó ansi naskur knattspyrnustjóri og gæti töfrað eitthvað fram úr erminni. 12 ARSENAL Arsenal spilar einn skemmtilegasta fótbolta Evrópu en hann er því miður ekki nógu árangursríkur. Liðið er uppfullt af ungum og efnilegum fótboltamönnum sem virðast hafa gaman af því sem þeir eru að gera. Liðið missti sinn besta mann og fyrirliða þegar Thierry Henry fór en Arsene Wenger gæti átt einhvern ás upp í erminni, sanniði til. SPÁ DV Arsenal missti leiðtogann Thierry Henry og hefur ekki fyllt hans skarð. Því má þó ekki gleyma að Robin van Persie átti við slæm meiðsli að stríða á síðustu leiktíð og ef til vill er hans tími kominn. KOMNIR: Eduardo da Silva, Lukasz Fabianski, Havard Nordtveit. FARNIR: Thierry Henry, Jeremie Aliadiere, Fabrice Muamba, Arturo Lupoli, Mart Poom. HEIMAVÖLLURINN Emirates Stadium var tekinn í notkun fyrir síðasta tímabil og er rómaður fyrir fallega hönnum og frábært útsýni hvaðan sem fólk situr. Tekur um 60 þúsund manns í sæti og lýkt og á Higbury er undantekningar- laust uppselt. 5 Eduardo da Silva er fæddur 25 febrúar 1983 í Rio de Janeiro í Brasilíu. Hann er engu að síður Króatískur ríkisborgari og spilar með landsliði Króatíu. Hann flutti 15 ára til Króatíu og lék með Dinamo Zagreb. Er óskrifað blað en Wenger er þekktur fyrir að ná því besta úr mannskapnum sem hann hefur hverju sinni. FYLGIST MEÐ STJARNAN STJÓRINN ARSENE WENGER: Franski prófessor- inn gæti þurft að taka á öllu sínu til að halda Arsenal í toppbaráttunni. Hefur haft þolinmæði stjórnar og stuðningsmanna til að þróa lið sitt áfram en sú þolinmæði gæti verið á þrotum. Arsenal vill að minsta kosti kröfu um einn titil í vetur. ASTON VILLA Aston Villa hefur látið lítið fyrir sér fara á leikmannamarkaðinum í sumar. Töluvert að uppöldum Villa-leikmönnum hafa verið að koma upp í aðalliðið á síðustu árum með ágætum árangri. Ef leikmenn eins og Martin Laursen og Wilfred Bouma sleppa við meiðsli í vetur ætti Aston Villa að ná meiri stöðugleika í sinn leik. HEIMAVÖLLURINN Aston Villa leikur heimaleiki sína á hinum víðfræga Villa Park í Birmingham. Völlurinn var byggður árið 1897 og tekur 42,573 áhorfendur. Þar fer venjulega fram annar undan- úrslitaleikurinn í ensku bikar- keppninni ár hvert. FYLGIST MEÐ STJÓRINN MARTIN O’NEILL: O’Neill náði góðum árangri með Leicester. Hann færði sig um set árið 2000 og tók við skoska liðinu Celtic. O’Neill ákvað að hætta þjálfun liðsins árið 2005 til að sinna veikri eiginkonu sinni. Ári síðar snéri hann aftur í boltann og tók við Aston Villa. O’Neill er mjög ástríðufullur og klókur stjóri. Nigel Reo-Coker. Talið er að Aston Villa hafi gert góð kaup í Nigel Reo- Coker sem kom til liðsins frá West Ham, þar sem hann hafði meðal annars gegnt stöðu fyrirliða. Hann er 23 ára og hefur verið orðaður við bæði Arsenal og Manchester United í gegnum tíðina. Gengi Aston Villa veltur að miklu leiti á því hvort Reo- Coker nær sér á strik. OLIVIER KAPO Keyptur frá Juventus fyrir þetta tímabil fyrir 385 milljónir króna. Kapo var í gekk í raðir Juventus árið 2004 og náði sér aldrei á strik. Hann var lánaður til Monaco ári síðar og svo til Levante í fyrra þar sem hann þótti spila mjög vel. Fljótur og teknískur leikmaður. SPÁ DV Blackburn er með gott ellefu manna byrjunarlið en skortir breidd í leikmannahóp sinn. Þetta kom í ljós á síðustu leiktíð en þrátt fyrir það hefur Blackburn látið lítið fyrir sér fara á 9 BIRMINGHAM Birmingham er nýliði í ensku úrvalsdeildinni í vetur og ljóst er að erfitt tímabil bíður liðsins. Liðið endaði í öðru sæti í næst efstu deild Englands á síðustu leiktíð. Birmingham hefur keypt marga leikmenn fyrir þetta tímabil, marga hverja frá erlendum liðum og því er enn óljóst hvernig þeir plumma sig á Englandi. SPÁ DV Erfitt fyrir nýliða að festa sig í sessi í deild þeirra bestu. Birmingham er ekki líklegt til afreka á þessari leiktíð að mati DV Sport og blaðið spáir þeim falli. Enska úrvalsdeildin er firnasterk og Birmingham er því miður skrefi á eftir flestum öðrum liðum. HEIMAVÖLLURINN St. Andrews völlurinn í Birmingham var byggður árið 1905 og tekur 30,009 áhorfendur, alla í sæti. 19 Cameron Jerome er tvítugur piltur sem sló í gegn hjá Cardiff City. Þar skoraði hann 20 mörk tímabilið 2005-2006 áður en Birmingham festi kaup á kauða í fyrra fyrir 450 milljónir króna. Efnilegur strákur sem gaman verður að fylgjast með í vetur. FYLGIST MEÐ STJARNAN STJÓRINN STEVE BRUCE: Bruce lék með Manchester United á árum áður við góðan orðstír. Bruce tók við Birmingham árið 2001 og hefur tvisvar farið með liðið upp í úrvalsdeildina á þeim sex árum sem hann hefur verið við stjórnvölinn og einu sinni fallið. Ólíklegt er að stjórn liðsins sætti sig við annað fall með Bruce í brúnni. BLACKBURN Blackburn mætir með lítið sem ekkert breytt lið til leiks á þessari leiktíð. Blackburn endaði í tíunda sæti á síðustu leiktíð eftir að hafa gert sig líklegt til að ná Evrópusæti. Blackburn þykir ekki spila skemmtilegasta bolta í heimi og eru leikmenn liðsins harðir í horn að taka. KOMNIR: Nigel Reo-Coker, Marlon Harewood, Eric Lichaj. JOHN TERRY Einn áreiðanlegasti miðvörðurinn í boltanum í dag. Býr yfir miklum leikskilningi og gefur sig allan fram í leikinn. Stjórnar vörn Chelsea eins og hershöfðingi og er auk þess fyrirliði enska landsliðsins. Það kom í ljós á síðustu leiktíð að þegar Terry er meiddur er stórt skarð í vörn Chelsea. STEVEN HOWARD Howard hefur verið lengi að og ávallt spilað í neðri deildum á Englandi. Hann var keyptur til Derby í fyrra sumar og skoraði sextán mörk á síðustu leiktíð, þar af tvö mörk í undanúrslitaleik umspilsins gegn Southamp- ton. Howard er mikill Newcastle aðdáandi og fagnar venjulega líkt og Alan Shearer STJARNAN SPÁ DV DV Sport telur að neðasta sætið sé frátekið og í eigu Derby County. Góður líkur eru á nýju meti, hvað slakann árangur varðar. 20 CHELSEA Stund sannleikans. Ljóst er að Roman Abramovich sættir sig ekki við neitt annað en sigur í ensku úrvalsdeildinni á komandi leiktíð. Orðrómur var uppi um að Jose Mourinho yrði rekinn og nú kemur í ljós hvort stjórnin gerði rétt með að halda honum í starfi. SPÁ DV Hinir djúpu vasar Abramovich virðast vera farnir að grynnka. Aðeins einn dýr leikmaður kom til félagsins í vetur, þrátt fyrir að hafa misst af meistaratitlinum á síðustu leiktíð. Ef að leikmenn sem náðu sér ekki á strik á síðustu leiktíð finna sitt gamla form í vetur, verður liðið illviðráðanlegt. KOMNIR: Florent Malouda, Tal Ben-Haim, Claudio Pizarro, Steven Sidwell. HEIMAVÖLLURINN Chelsea leikur heimaleiki sína á Stamford Bridge sem staðsettur er í Fulham-hverfinu í London. Völlurinn tekur 42,055 áhorfendur og var byggður árið 1876. 2 Andriy Shevchenko var með ólíkindum slakur á síðustu leiktíð og er langt frá því að borga upp það fé sem Chelsea borgaði AC Milan fyrir hann. Það verður fróðlegt að sjá hvort hann nær að snúa við blaðinu á sínu öðru tímabili. Ef hann nær sér á strik verður Shevchenko illviðráðanlegur. FYLGIST MEÐ STJARNAN STJÓRINN JOSE MOURINHO: Enginn efast um hæfileika Mourinho sem knattspyrnu- stjóra. Hann hefur unnið allt sem hægt er að vinna með félagsliði og hefur einstaka hæfileika á að beina athyglinni frá sínum leikmönnum og létta þar með ákveðinni pressu af þeim. Mikil pressa er á Mourinho á þessari leiktíð því Abramovich vill titla. FARNIR: Richard Jackson, Steven Cann, Paul Boertien, Lee Camp, Lewin Nyatanga, Ryan Smith, Morten Bisgaard, Lee Grant, Paul Peschisolido, Seth Johnson. DERBY Derby á gríðarlega erfitt tímabil fyrir höndum og flestir spá liðinu rakleitt niður í næst efstu deild á nýjan leik. Derby kom öllum á óvart með því að vinna sér sæti í úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Breytingarnar á liðinu eru miklar. HEIMAVÖLLURINN Pride Park var byggður 1996 og tekur 33,597 áhorfendur. Fyrr í sumar voru kynntar áætlanir um að stækka völlinn fyrir tímabilið 2008- 2009. Eftir það mun Pride Park taka 44 þúsund áhorfendur. FYLGIST MEÐ STJÓRINN BILLY DAVIES: Skotinn Billy Davies tók við Derby County fyrir ári síðan og árangurinn hefur ekki látið á sér standa. Eftir að hafa komið Derby upp í úr- valsdeildina voru sögusagnir um að Davies vildi yfirgefa félagið. Hann sló hins vegar á þær sögusagnir með því að framlengja samning sinn við Derby um eitt ár. Robert Earnshaw er fæddur 6. apríl 1981 í Mufulira í Zambíu. Hann er eini leikmaðurinn sem skorað hefur þrennu í úrvalsdeildinni, 1. deildinni, 2. deildinni, 3. deildinni, ensku bikarkeppninni, enska deildarbikarnum og í landsleik. MIKEL ARTETA Átti frábært tímabil síðasta vetur. Þá lék hann yfirleitt í stöðu kantmanns og leysti þá stöðu einstaklega vel af hólmi. Lesendur skysports. com kusu Arteta miðju- mann ársins, meðal annars fram yfir Cristiano Ronaldo. SPÁ DV Lawrie Sanchez er í óðaönn að byggja upp sitt eigið Fulham lið. Þrátt fyrir ótrúlegan árangur í undankeppni EM, þá eru þeir norður-írsku leikmenn sem Sanchez hefur verið að fá til sín ekki til þess fallnir að lyfta félaginu upp deildina. Fulham verður í vandræðum í vetur og sleppa naumlega við fall. 17 EVERTON Everton hefur náð að festa sig í sessi sem eitt af topp tíu liðum á Englandi undanfarin ár eftir frekar dapurt gengi á tíunda áratug síðustu aldar. Everton endaði í sjötta sæti á síðustu leiktíð, ekki síst fyrir öflugan varnarleik. SPÁ DV Everton virðist alltaf koma á óvart. Með færan þjálfara og lið sem gefst aldrei upp. Moyes er naskur á að finna leikmenn sem henta liðinu vel og nú er að sjá hvort kaup hans í sumar reynist heillavænleg. Evrópusæti hjá Everton. KOMNIR: Leighton Baines, Steven Pienaar, Phil Jagielka. HEIMAVÖLLURINN Goodison Park er einn sá sögufrægasti í enska boltanum. Byggingum lauk árið 1892 og í dag tekur hann 40,569 áhorfendur, alla í sæti. Félagið er með áætlanir um að byggja nýjan völl og stuðningsmenn félagsins fá að kjósa um staðsetningu hans. 7 Victor Anichebe. 19 ára nígerískur sóknarmaður sem kom upp úr unglingaliði Everton. Hann er fljótur og kraftmikill leikmaður sem fæddist í Lagos, höfuðborg Nígeríu, 23. apríl 1988. Sparkspekingar á Englandi spá Anichebe bjartri framtíð. FYLGIST MEÐ STJARNAN STJÓRINN DAVID MOYES: Íslandsvinurinn David Moyes hefur staðið sig vel sem knattspyrnustjóri Everton og komið stöðugleika á gengi liðsins. Moyes er ekki vanur að leita út fyrir Bretlandseyjar eftir nýjum leikmönnum og þykir klókur í kaupum sínum. Moyes er talinn vera einn besti ungi knattspyrnustjór- inn í bransanum, en hann er 44 ára. FULHAM Miklar hræringar hafa verið í herbúðum Fulham í sumar. Lawrie Sanchez tók við liðinu undir lok síðustu leiktíðar og ljóst er að hann ætlar sér að byggja liðið nánast upp frá grunni. Liðið hefur misst nokkra máttarstólpa úr liðinu frá síðustu leiktíð. FYLGIST KOMNIR: Andy Griffin, Lewis Price, Claude Davis, Andy Todd, Tyrone Mears, Robert Earnshaw. FARNIR: James Beattie, Gary Naysmith, Richard Wright, Alessandro Pistone. FARNIR: Ben Sahar, Michael Mancienne, Jimmy Smith, Khalid Boulahrouz, Yves Makaba-Makalamby, Nuno Morias. KOMNIR: Liam Ridgewell, Franck Queu- drue, Rafael Schmitz, Daniel De Ridder, Richard Kingson, Olivier Kapo, Garry O’Connor, Stuart Parnaby, Fabrice Muamba. FARNIR: Neil Kilkenny, DJ Campbell, Stephen Clemence, Bruno N’Gotty, Julian Gray. FARNIR: Liam Ridgewell, Jlloyd Samuel, Lee Hendrie, Steven Davis, Chris Sutton, Aaron Hughes, Gavin McCann, Robert Olejnik. FösTudaginn 10. ÁgúsT.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.