Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2007, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2007, Síða 14
þriðjudagur 14. ágúst 200714 Mannanöfn DV Ef þú hétir ekki þínu nafni, hvað vildir þú heita? „Mér hefur alltaf þótt karlmanns- nafnið Klettur mjög fallegt. Það er eitthvað svo traustvekjandi við nafn- ið en ég efast um að einhver beri þetta nafn á landinu. Þetta orð hef- ur stundum komið upp í huga mér þegar ég velti fyrir mér mannanöfn- um. Framsóknarmenn tóku nafn- ið og „sjanghæjuðu“ sem ímynd Framsóknarflokksins á þann hátt að flokkurinn væri kletturinn í hafinu. Annars er ég auðvitað svo traustur að ég myndi bera nafnið vel. Nei, nei, að öllu gamni slepptu þykir mér Klettur mjög fallegt nafn þótt enginn sona minna heiti nafninu. Ég útiloka nafnið þó ekki ef ég myndi eignast annan son. Það er oft stormasamt við kletta svo að það myndi passa vel við okkur feðga. Klettar eru oftast þeir sem standa af sér stórviðrin. Ég er dúndurhrifinn af þessu orði og lýsi eftir einhverjum til að taka af skarið og skíra drenginn sinn Klett.“ Hvernig fannst þér nafnið þitt í æsku? „Ég var alltaf kallaður Siggi og það var vinsælt að bæta ýmsum uppnefnum aftan við nafnið mitt. Ég var oft kallaður Siggi sæti eða Siggi súri. Mér líkaði það nú ekkert allt of vel þótt ég hafi nú ekki þurft að leita mér hjálpar vegna þessa. Þegar ég var sex eða sjö ára þótti mér ómögu- legt að vera kallaður Siggi sæti. Það batnaði hins vegar með aldrinum og þegar ég var á unglingsárunum fannst mér bara ágætt að vera kall- aður Siggi sæti. Það gerðist bara svo sjaldan þannig að ég þurfti ekki að hafa miklar áhyggjur af því. Í seinni tíð hef ég verið kallaður Siggi storm- ur, eins og margir vita. Mér er farið að þykja nokkuð vænt um viðurnefnið mitt en ég tek þó eftir að sumir verða vandræðalegir þegar þeir vita ekki hvort ég gengst við nafninu. Ég get þó upplýst að mér finnst það bara ágætt og kippi mér ekkert upp við að vera kallaður Siggi stormur, enda lít ég fyrst og fremst á það sem vinnu- heiti.“ Hvaða nafn fannst þér flottast í æsku? „Ég hafði líklega ekki nógu frjótt ímyndunarafl til að velta svoleiðis hlutum fyrir mér. Ég var ekki sú týpa sem horfði sérstaklega mikið upp til annarra heldur fór frekar eigin leið- ir. Ég hafði því engar sérstakar fyrir- myndir og var bara nokkuð ánægður með nafnið mitt þótt síðara nafnið mitt, Þórður, væri yfirleitt ekki notað nema þegar ég var skammaður.“ Er eitthvert nafn sem þér finnst ekki fallegt? „Almennt séð finnst mér ættar- nöfn ljót. Ekki nema þau hafi beina skírskotun til merkra forfeðra sem ég þekki eða eitthvað slíkt. Mér finnst hálfgert snobb í kringum mörg þess- ara ættarnafna. Sú var tíðin að eng- inn var maður með mönnum nema bera ættarnafn en ég hef aldrei ver- ið mikið fyrir þau. Annars er ég ekk- ert sérstaklega hrifinn af þessum er- lendu nöfnum sem sum hafa komist í tísku hér á landi. Ég er svo jarð- bundinn, enda bæði lærður í jarð- og veðurfræði, að mér finnst sérís- lensku nöfnin alltaf virðulegust og flottust. Ég ber virðingu fyrir öllum nöfnum en mér finnst að nafnið eigi að endurspegla þjóðernið, án þess að ég sé haldinn einhverjum þjóðar- rembingi. Mér finnst flest nöfn falleg en líkar best við þau gömlu góðu ís- lensku.“ Sigurður Þórður Ragnarsson jarð- og veðurfræðingur Myndi vilja heita Klettur „Mér er farið að þykja nokkuð vænt um viður- nefnið mitt en tek þó eftir að sumir verða vand- ræðalegir þegar þeir vita ekki hvort ég gengst við nafninu.“ Ef þú hétir ekki þínu nafni, hvað vildirðu heita? „Ég myndi ekki vilja heita neitt annað. Ég er rosalega stolt af nafn- inu mínu. En mér finnst samt mörg önnur nöfn falleg, til dæmis nöfn- in á börnunum mínum sem heita Helena Ósk, Arnþór Ingi, Halldór og Þórdís. Eins finnst mér nafnið Birg- itta rosalega flott.“ Hvernig fannst þér nafnið þitt í æsku? „Ég man að ég var óánægð með það sem unglingur, ekki síst vegna þess hvað það er langt. Mér var þó ekki strítt út af nafninu.“ Hefðir þú viljað heita eitthvað annað í æsku? „Á tímabili tók ég upp milli- nafnið mitt, Guðrún. Annars hef ég alla tíð verið kölluð Ína.“ Er eitthvert nafn sem þér finnst ekki fallegt? „Mér dettur ekkert í hug í fljótu bragði. Mér finnst líka eiginlega ljótt að segja að einhver heiti ljótu nafni.“ Þorsteinsína Guðrún Gestsdóttir húsmóðir og fiskvinnslukona Óþægilegt nafn á unglingsárunum Steinn Ármann Magnússon leikari Stríðnin herti mig Ef þú hétir ekki þínu nafni, hvað vildir þú heita? „Ég er nú eiginlega orðinn vanur nafninu mínu. Ég var lengi ósáttur við Ármanns-nafnið en svo tók ég það líka í sátt. Ég gæti alveg hugsað mér að heita Drengur. Ég sá það nafn þegar ég var að velja nöfn á syni mína en annars er ég bara ánægður með nafn- ið mitt í dag.“ Hvernig fannst þér nafnið þitt í æsku? „Mér var strítt töluvert á nafninu mínu. Það var alltaf þetta Steini grjót-grín; Steini seini, steini kleina og fleira í þeim dúr. Ég er viss um að það hafi bara hert mig. Fyrir fólk með ríkt hugmyndaflug má finna ýmislegt sniðugt sem rímar við nafnið mitt eða tengir það við eitthvað annað.“ Hefðir þú viljað heita eitthvað annað í æsku? „Nei, svo sem ekki. Ég hafði aldrei smekk fyr- ir nöfnunum sem allir hétu, eins og Óli, Gunni, Mummi og þessum sem allir hinir hétu.“ Er eitthvert nafn sem þér finnst ljótt? „Hildur. Nei, ég veit það ekki. Ég myndi alla- vega alls ekki vilja heita Ljótur. Það býður upp á alveg óendanlegt einelti. Svo hef ég líka séð furðu- leg nöfn eins og Karfi, en það nafn bar maður á Snæfellsnesi sem uppi var á 18. öld.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.