Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2007, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2007, Qupperneq 18
Markvörður: Stefán Logi Magnússon - KR Þrátt fyrir að hafa fengið þrjú mörk á sig kom Stefán Logi í veg fyrir að mörk Valsmanna yrðu fleiri. Hann var besti maður KR í leiknum, stóð vaktina vel á milli stanganna og greip vel inn í þegar á reyndi. varnarMenn: Kristján Valdimarsson - Fylki Kristján náði að halda aftur af Sinisa Kekic sem hefur verið heitur að und- anförnu. Hann var upphafsmaður- inn að mörgum sóknum Fylkis, spil- aði knettinum vel frá sér. Kristján var leiðtoginn í vörn Fylkis sem gaf á sér fá færi gegn Víkingum. Arnór Sveinn Aðalsteinsson - Breiðabliki Var hluti af vörn Breiðabliks sem hélt sóknarmönnum Keflavíkur niðri. Arnór vann varnarvinnu sína vel, auk þess að vera duglegur að sækja eins og venjulega. Arnór hefur stimplað sig rækilega inn í deildina í sumar og sýndi það og sannaði gegn Keflavík að mikið býr í stráknum. Atli Sveinn Þórarinsson - Val Atli Sveinn spilar yfirleitt vel. Þar varð engin breyting á gegn KR. KR-ingar reyndu margar háar sendingar inn á vítateig Vals og þar var Atli Sveinn sem kóngur í ríki sínu og vann ófá skallaeinvígin. Gunnar Einarsson - Val Gunnar átti sinn besta leik í sumar þegar Valur heimsótti KR. Gunnar lék við hlið Atla Sveins þar sem Barry Smith glímir við meiðsli. Gunnar hef- ur leikið í bakverðinum í sumar en það sást greinilega gegn KR að Gunn- ar á heima í miðverðinum. Barry og Atli hafa myndað gott miðvarðar- par í sumar en Gunnar leysti Barry af hólmi með miklum sóma. MiðjuMenn: Arnar Grétarsson - Breiðabliki Arnar átti enn einn skínandi leik- inn þegar Breiðablik lagði Keflavík að velli. Völlurinn var erfiður yfir- ferðar vegna bleytu en það aftraði Arnari ekki frá að spila góða knatt- spyrnu. Hann mataði samherja sína á góðum sendingum og stýrði leik Breiðabliks eins og honum er ein- um lagið. Baldur Aðalsteinsson - Val Besti leikmaður 12. umferðar. Baldur átti sinn langbesta leik í sumar gegn KR. Hann var mikið með boltann og var óragur að leika á andstæðing sinn og oft með góðum árangri. Auk þess skoraði hann tvö mörk, hans fyrstu mörk í sumar. Bjarni Guðjónsson - ÍA Var fremstur í flokki Skagamanna sem unnu upp 2-0 forystu Framara og unnu 2-4. Skagamenn voru slak- ir fyrsta klukkutímann í leiknum. Það var svo Bjarni sem braut ísinn og leiddi sína menn til sigurs. Algjör lykilmaður í liði ÍA. Ef hann á góðan leik spila Skagamenn vel og öfugt. SóknarMenn: Prince Mathilda - Breiðabliki Teknískur sóknarmaður sem hrein- lega elskar að vera með boltann. Prince stríddi varnarmönnum Kefla- víkur með hraða sínum og leikni og skoraði annað mark Blika áður en hann reif sig úr að ofan og söng Purple Rain í rigningunni í Keflavík. Kristinn Steindórsson - Breiða- bliki Kristinn og Prince ná vel saman í sókn Breiðabliks. Kristinn hefur haldið Magnúsi Páli Gunnarssyni úr liðinu og ekki að ástæðulausu. Þrátt fyrir ungan aldur sýndi Kristinn það svo um munaði í leiknum gegn Keflavík að hann á heima í byrjun- arliðiðBlika. Lunkinn markaskor- ari sem hefur einnig gott auga fyrir spili. Haukur Ingi Guðnason - Fylki Spilaði vel í liði Fylkis og var mað- urinn á bak við flestar sóknarlot- ur Fylkis sem einhver hætta stafaði af. Stöðugleika hefur vantað í leik Hauks Inga í sumar en þegar hann á góðan leik eiga varnarmenn and- stæðinganna ekki von á góðu. lið 12. umferðar þriðjudagur 14. ágúst 200718 Sport DV Sir Alex Ferguson, stjóri Manch- ester United, ætlar ekki að kaupa framherja þrátt fyrir að skortur sé á þeim eftir að Wayne Rooney meidd- ist. Rooney brákaði bein í vinstri rist- inni gegn Reading og verður frá í allt að sex vikur. Luis Saha og Ole Gunn- ar Solskjær eru að snúa aftur eftir meiðsli og þá er Carlos Tevez í tak- mörkuðu formi eftir Copa America. „Tevez er orðinn okkar leikmaður og lítur bara nokkuð vel út á æfing- um. Þá eru Ole Gunnar og Saha byrj- aðir að æfa þannig að þegar allir eru heilir er ég með fjóra framherjaog ég ætla ekki að bæta við þá tölu,“ sagði Ferguson sposkur og bætti við. „Það myndaðist strax bólga í kringum meiðslin og það var engin ástæða til að halda áfram með hann inni á því það er langt og strangt tímabil framundan.“ Nemanja Vidic, varn- armaðurinn sterki, sagði að meiðsli Rooneys væru mikið áfall fyrir liðið. „Hann hefur sýnt það á undirbún- ingstímabilinu hversu mikilvægur hann er fyrir okkur. Hann var bú- inn að vera úti um allan völl og það var mikill missir þegar hann fór útaf gegn Reading. Við erum hins vegar með stóran og sterkan leikmannahóp sem á að geta staðið sig á löngu tímabili. Við erum með nýja leikmenn sem geta skorað mörk og einnig voru hér fyrir leikmenn sem geta skorað þannig að kannski er þetta ekki jafnmikið áfall og fólk segir.“ Spurður um úrslitin á sunnudag þegar Man. Utd gerði jafntefli gegn Reading sagði varnartröllið að sá leikur sé gleymdur og tröllum gefinn. Hann væri þegar farinn að einbeita sér að leiknum gegn Portsmouth sem er í næstu viku. „Við viljum ekki dvelja of lengi við leikinn á sunnu- dag. Við töpuðum tveimur stig- um þar en tímabilið er langt og það er erfiður leikur á miðvikudag. Við þurfum að nýta færin okkar í næsta leik því það verður erfiður leikur á útvelli en við förum í hann, eins og alltaf, til að vinna.“ benni@dv.is Manchester United ætlar ekki að fá annan sóknarmann til liðsins: Kaupir eKKi Skömmu fyrir Wayne rooney brákaði bein eftir að hafa þrumað undir takkana hjá Michael duberry. Breiðablik 4, Valur 3, Fykir 2, ÍA 1 og KR 1 Haukur ingi Guðnason prince Mathilda Kristinn Steindórsson atli Sveinn Þórarinsson Kristján ValdimarssonGunnar einarsson Stefán Logi Magnússon arnór Sveinn aðalsteinsson Baldur aðalsteinsson arnar Grétarsson Bjarni Guðjónsson landsbankad. kvenna ÍR - Keflavík 0-3 KR - Fylkir 10-0 Stjarnan - Breiðablik 1-2 Staðan Lið L u j t M st 1 Kr 11 10 1 0 49:12 31 2 Valur 10 9 1 0 45:5 28 3 Keflavík 11 7 0 4 28:17 21 4 Breiðabl. 11 6 1 4 21:23 19 5 Fjölnir 10 3 3 4 11:14 12 6 stjarnan 11 3 3 5 18:23 12 7 þór/Ka 11 1 1 9 8:34 4 8 Ír 10 1 1 8 12:44 4 9 Fylkir 9 0 3 6 9:29 3 danska úrvalsdeildin Viborg - Bröndby 1-1 - rúrik gíslason kom inn á sem vara- maður á 78. mínútu í lið Viborg. - stefán gíslason lék allan leikinn í liði Bröndby. Staðan Lið L u j t M st 1 randers 5 4 1 0 13:1 13 2 Midtjyl. 5 3 1 1 10:4 10 3 Köbenh. 5 3 1 1 10:5 10 4 OB 5 2 3 0 9:4 9 5 Horsens 5 2 3 0 8:6 9 6 Esbjerg 5 2 1 2 11:10 7 7 Nordsj. 5 1 2 2 4:7 5 8 aaB 5 1 2 2 5:9 5 9 Bröndb. 5 1 2 2 6:9 5 10 Lyngby 5 1 2 2 2:7 5 11 agF 5 0 1 4 3:9 1 12 Viborg 5 0 1 4 2:12 1 sænska úrvalsdeildin Djurgarden - Hammarby 1-0 - sölvi geir Ottesen kom inn á sem varamaður á 77. mínútu í lið djur- garden. - gunnar þór gunnarsson var skipt af velli á 77. mínútu í liði Hammarby. Heiðar geir júlíusson kom ekkert við sögu. Halmstadt - Malmö 1-3 Staðan Lið L u j t M st 1 djurgard. 17 9 4 4 23:14 31 2 Halmst. 17 8 5 4 26:20 29 3 Elfsborg 17 8 5 4 25:18 29 4 gautab. 17 8 4 5 30:19 28 5 Kalmar 17 8 2 7 23:21 26 6 aiK 17 7 4 6 18:18 25 7 Malmö 17 6 6 5 21:16 24 8 Hammar. 17 7 3 7 22:18 24 9 Helsingb. 17 6 5 6 27:23 23 10 gais 17 5 6 6 16:20 21 11 gefle 17 5 5 7 15:19 20 12 Bromm.17 4 4 9 15:32 16 13 Örebro 17 3 6 8 16:27 15 14 trelleb. 17 4 3 10 18:30 15 norska úrvalsdeildin Stabæk - Start 1-1 - Veigar Páll gunnarsson var ekki í leikmannahópi stabæk. - jóhannes Harðarson sat á varaman- nabekk start allan leikinn. Staða efstu liða Lið L u j t M st 1 Brann 17 11 2 4 35:29 35 2 Lillestr. 17 9 5 3 29:13 32 3 stabæk 17 8 6 3 25:22 30 4 Viking 17 8 4 5 30:27 28 5 rosenb. 17 7 4 6 34:26 25 6 tromsö 17 7 3 7 27:27 24 7 Fredriks. 17 5 8 4 25:24 23 8 Lyn 17 6 4 7 27:28 22 Úrslit í gær Landsbankaldeild karla Átti frábæran leik Baldur ingimar aðalsteinsson átti frábæran leik gegn Kr og lék vörn Vesturbæjarliðsins grátt, auk þess sem hann skoraði tvö mörk. í kvöld 18:35 ToTTenhaM - everTon Bein útsending frá leik tottenham Hotspur og Everton í 2. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. þétt er leikið í upphafi móts og þá ríður á að halda vel á spöðunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.