Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2007, Page 20
þriðjudagur 14. ágúst 200720 Mannanöfn DV
„Ég hef ekki lent í deilu vegna nafn-
giftar,“ segir Íris Kristjánsdóttir, prestur í
Hjallaprestakalli. „Ég hef hins vegar ver-
ið beðin um að skíra nöfnum sem ekki
hafa verið leyfð á þeim tíma. Þegar sú
staða kemur upp er venjan sú að prestar
vísi fólki til mannanafnanefndar. Ég hef
ekki lent í því að nafni sem sótt hefur ver-
ið um hafi verið hafnað. Ég hef hins veg-
ar lent í því að vera ekki örugg um hvort
það mætti skíra því nafni og hef þurft að
fresta skírn út af því.“
Hafa þessi nöfn verið þannig að
þau stingi í stúf?
„Samkvæmt minni reynslu hafa þetta
oft verið nöfn sem eru notuð erlendis og
íslenskir foreldrar vilja skíra börnin sín.
Oft er þetta bara spurning um einhvern
einn staf í nafni, hvernig nafnið er ritað.
Stundum er það svo að nafnið væri leyft
ef það væri ritað upp á íslenskan máta.
Oft snýst þetta um einhver svona smáat-
riði.“
Hefur þú lent í því að skíra barn
nafni sem þér er í nöp við?
„Ég hef lent í því að fá skrýtnar beiðn-
ir um nöfn sem eru samt leyfileg. Annars
myndi ég aldrei segja að mér þætti eitt-
hvert eitt nafn ljótt, nema ef vera skyldi
nafnið Satanía, ef það væri leyft! En það
er önnur saga. Hins vegar eru sum nöfn
mjög sérstök og vissulega eru sum þeirra
þannig að mér myndi ekki detta í hug að
skíra eða nefna barnið mitt þannig nafni.
Hins vegar er ekkert þannig að maður
geti ekki vanist því.“
„Ég hef alltaf verið óskaplega
hrifin af nafninu Brynja. Mér
finnst hljóðið og hljómurinn í því
mjög fallegur,“ segir Anna Ólafs-
dóttir Björnsson, sagnfræðingur
og áhugamanneskja um íslenska
tungu, en það vakti nokkra at-
hygli nýverið þegar Anna stóð
fyrir kosningu á fallegasta orði
íslenskrar tungu á bloggsíðu
sinni.
Hrifin af írskættuðum
nöfnum
„Mér finnst líka írskættuð ís-
lensk nöfn óskaplega falleg, eins
og Melkorka og Kormákur. Svo
er ég mjög ánægð með nafnið
á eiginmanninum og merkingu
þess, Ari, sem merkir „örn“. Það
virðist vera r í ýmsum nöfnum
sem ég er hrifin af. Krakkarn-
ir mínir fengu nöfn úr fjölskyld-
unni, Jóhanna og Ólafur. Af þeim
nöfnum sem ég gat valið á þau
er ég afskaplega sátt við þau. Ég
skíri einu nafni í báðum tilfell-
um sem er alltaf ákveðin áhætta
því ef fólk er með tvö nöfn getur
það alltaf valið það nafn sem því
þykir fallegra. Og við foreldrarn-
ir heitum líka bara einu nafni en
þetta lukkaðist í öllum þessum
tilfellum og við erum öll sátt við
okkar nöfn.“
Varðandi eigið nafn segist
Anna vera mjög sátt við það. „Ég
heiti eftir föðursystur minni sem
ég kynntist nú aldrei. Mér finnst
þetta mjög þægilegt nafn og hef
líka gaman af því að foreldr-
ar mínir, eða alla vega mamma,
höfðu það í huga að þetta væri
alþjóðlegt nafn. Mér finnst það
ágætis hugsun. Þó mér finn-
ist mörg kjarnyrt íslensk nöfn
mjög falleg líka þá geta þau ver-
ið svolítill tungubrjótur, og fyr-
ir útlendinga sérstaklega. Hins
vegar er svolítið íronískt að ég
heiti mjög löngu nafni ef ég tek
föðurnafn og ættarnafn með.
Svo komst ég reyndar að því fyr-
ir nokkrum árum að í þjóðskrá
heiti ég ekki Ólafsdóttir heldur
bara Anna Björnsson. Sjálfsagt
mun ég einhvern tímann kippa
þessu í liðinn.“
Óttast ekki nöfn af
erlendum uppruna
Aðspurð hvað henni finnist
um nöfn af erlendum uppruna,
eins og Ísabella, Jasmín og Trist-
an, svo einhver séu nefnd, seg-
ist Anna svolítið líta á þau sem
tískubólur. „Þau eru misfalleg
eins og hver önnur nöfn. Sum
eru hljómfalleg, önnur kannski
síður. En þetta getur verið prakt-
ískt, maður getur vitað nokkurn
veginn hvað fólk er gamalt eftir
því hvað það heitir. Það eru sjálf-
sagt níutíu prósent líkur á því að
maður giski á réttan áratug eftir
því hvort nöfnin eru úr þessari
tískubylgju eða annarri þannig
að ég er ekkert á móti því að það
komi svona sveiflur. Það er bara
eðilegt og skemmtilegt.“
Anna kveðst ekki óttast að
íslenskri tungu eða nafnaflóru
stafi einhver hætta af erlend-
um áhrifum í nafngiftum. „Síð-
ur en svo. Ég er samt sammála
því að það er óþarfi að sætta sig
við hvaða nöfn sem er, aðallega
út af beygingum. Þetta er lín-
an frá því sem einhvern tímann
hét mannanafnanefnd, sem get-
ur verið að heiti eitthvað annað
núna. En mér finnst allt í lagi að
auðga tungumálið á meðan það
er ekki farið út í einhverjar öfg-
ar sem hafa merkingu í erlendu
tungumáli sem er augljós og því
farið að vera meiri slettur. Svo er
líka mjög skemmtilegt hvað Ís-
lendingar hafa mikinn áhuga á
að smíða og finna til orð þannig
að ég hef bara ekkert óskap-
lega miklar áhyggjur af íslenskri
tungu.“
Praktískar tísku-
sveiflur í
nafngiftum
Karlanöfn:
Vagn
Ljótur
Eldar
Skæringur
Bæringur
Sandur
Tandri
Sófus
Blær
Rósmann
Kristall
Meyvant
Lúther
Narfi
Eilífur
Friður
Karkur
Stirnir
Rómeó
Dvalinn
Engill
Sigur
Kvennanöfn:
Agata
Anastasía
Snekkja
Lísandra
Týra
Oddfríður
Yrja
Frúgit
Marísa
Efemía
Eldey
Folda
Flóra
Ketilríður
Gríma
Eir
Ísey
Gíslný
Röskva
Hneta
Dögun
Hlökk
Dæmi um sérkennileg
mannanöfn á Íslandi
Íris Kristjánsdóttir, prestur í Hjallapresta-
kalli, hefur verið beðin um að skíra börn
skrýtnum nöfnum.
Ekkert nafn ljótt
DV mynd Ásgeir