Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2007, Page 23
Neytendur fá hann sveran í hala-
stæðið. Ég var ekki gamall þegar ég
áttaði mig á því. Hinn hómó erótíski
og aríski He Man datt úr leikfanga-
búðum seinni part níunda áratugar-
ins. Þegar hann átti sína endurkomu
nokkrum árum seinna var búið að
breyta honum, hann passaði hvorki
í gömlu tækin né Gráskallakastala og
samskipti hans við gömlu kynslóð
He Man-kalla voru vandræðaleg. Svo
foreldrar voru sendir í enn einn leið-
angur í leikfangabúðina Liverpool
til að byggja He Man-veröldina frá
grunni. Ég kímdi að þessu enda var
ég Legókall og hélt áfram að bæta við
safnið sem eldri systkini mín höfðu
byggt upp áratugi á undan. Ég fékk
mjög fínt úr seinna sem var í ábyrgð
enda bilaði það aldrei. Það gerði hins
vegar ólin reglulega og hún var ekki í
ábyrgð. Einu sinni reyndi vinur minn
að selja mér Rainbow-ryksugu fyr-
ir upphæð í ætt við mánaðarlaun
kennara. Hann kom heim og bauð
upp á sýnikennslu. Hluti hennar var
að juða eitthvað með vélinni ofan í
baðkarinu. Ég á þessa senu á mynd-
bandi en hann hefur farið fram á að
ég haldi henni fyrir mig.
Meira hahaha
Við félagarnir vorum með sítt hár
á sínum tíma og þeir keyptu sér svaka
fínt sjampó til að hárið yrði ekki feitt
og svo þurftu þeir í kjölfarið að kaupa
sér hárnæringu til að setja fituna aft-
ur í hárið til að það yrði ekki þurrt. Ég
hins vegar hætti að sápa á mér hárið.
Mæður vina minna spurðu mig sí-
fellt í kjölfarið hvað ég setti í hárið til
að fá þennan „ótrúlega gljáa“. Vissu-
lega tók það meira en mánuð fyrir
hárið að ná þessum status. Á meðan
var engin blómalykt af því en ég var
í sveit á þeim tíma og ekki kvörtuðu
svínin. Mín kynslóð byrjaði fyrir al-
vöru að úða í sig pitsum. Fólk át pits-
urnar en ekki skorpuna. Ekki fyrr en
þær voru settar í sérsekk, kryddað-
ar, skírðar brauðstangir, sósa fylgdi
með og maður borgaði aukalega fyr-
ir þær. Fyrsti gsm-síminn minn var
hinn sögufrægi Nokia 5110. Hann
entist endalaust þar til fyrir stuttu að
hann varð undir bíl og dó endanlega
ári eftir það. Ég hef átt ótal síma síð-
an en þeir eiga það allir sammerkt
að bila ef maður talar í þá. Nokia átt-
aði sig greinilega á „mistökunum“ að
5110 var of góður og fólk þyrfti þar
af leiðandi ekki að kaupa sér nýjan.
Svo í dag á ég mun dýrari síma með
myndavél sem ég hef notað fjórum
sinnum með slökum árangri. Sami
sími er að slitna í sundur þrátt fyrir
að vera sérstakur iðnaðar- og íþrótta-
mannasími.
Ekki alveg jafnmikið hahaha
Ef maður gekk samfellt í Nike-
körfuboltaskónum sínum entust þeir
aldrei út árið. Það átti einnig við um
önnur föt. Ekki samt um hermanna-
föt sem maður gekk iðulega í enda
ekki háð sömu markaðslögmálum.
En auðvitað er auglýsingamennsk-
an sterk í þeim geira líka. Borgarinn
hrynur í gæðum á leiðinni frá mat-
seðlinum yfir á diskinn þinn og það
á líka við um vopnasölugeirann.
Vopnasalar hafa logið ríkisstjórnir
fullar um gæði söluvörunnar. Sum-
ir íslenskir og undarlegir fréttamenn
hafa reglulega birt fréttir af ótrúlega
fullkomnum vopnum sem Banda-
ríkjastjórn var að tryggja sér. Hver
man ekki eftir Patriot-flugskeytun-
um sem áttu að geta hitt nálarauga
í margra kílómetra fjarlægð? Í fram-
kvæmd hittu þau saklaust fólk og í
Persaflóastríðinu sprengdu þau m.a.
upp hótel með vestrænum blaða-
mönnum. Ekki alveg nálaraugað
sem átt var við. Sama með Stealth-
þotuna bandarísku sem vopnasal-
ar höfðu logið að heiminum að ekki
væri hægt að skjóta niður. Og þeg-
ar hún var skotin niður í Júgóslavíu
þverneituðu kanarnir því allt þar til
flugmennirnir birtust slakir í sjón-
varpi sem fangar óvinarins. Það er
sama hvaða þjóðir tapa eða vinna í
stríði, vopnaframleiðendur græða
alltaf. Eins og þegar Bandaríkjastjórn
seldi báðum aðilum vopn í Íran/Írak
stríðinu. Vopnaframleiðendur græða
á stríði svo að sjálfsögðu borga þeir
digurt í kosningasjóði stríðsgraðra
geðsjúklinga á borð við Dick Cheney
og félaga. Ef fólk væri ekki að deyja
væri þetta jafnfyndið og uppáhalds-
sjónvarpsþátturinn minn. Sjónvarps-
markaðurinn Vörutorg á SkjáEinum.
Ég meina, hver getur lifað án súkkul-
aðigosbrunns, bumbubeltis, candy
floss-vélarinnar og þáttastjórnand-
asnillingsins sem reynir að selja þér
vínylplötuspilara árið 2007 og koma
með fótanuddtæki aftur á markað?
Þetta er æðislegt en það fyndnasta af
öllu er að einhvers staðar þarna úti
er einhver hálfviti sem féll fyrir grín-
inu. Sem er ótrúlega gott grín, á hans
kostnað í öllum merkingum þess
orðs. Hádegisverðurinn er oft ókeyp-
is en Clean Maxx-gufumoppan kost-
ar fjórfalt og það er hahaha.
Sleðarnir hættulegir
Gay Pride Það var fjölmenni í miðborg Rekjavíkur á laugardag þegar hommar og lesbíur héldu sína árlegu gleðigöngu. Maðurinn lengst til hægri á
myndinni mátti vara sig á leðursvipum þátttakenda í skrúðgöngunni. myndin
P
lús
eð
a m
ínu
s
Plúsinn í dag fær Maríanna
Garðarsdóttir sérfræðingur í
myndgreiningu við
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri.
Maríanna talaði hispurslaust í DV í
gær um ástand tækjabúnaðarins á
sjúkrahúsinu. Það er öllum til góðs að
vekja athygli á slíkum málum.
Spurningin
„Það er algjörlega
fráleitt að velta öllu
slíku fyrir sér,
blaðamenn sem
misskildu dómsmála-
ráðherra eru einu
mennirnir sem hafa
velt þessu upp, það
ætti frekar að spyrja
þá,“ segir Stefán Eiríksson, lögreglu-
stjóri á höfuðborgarsvæðinu, um
vanda miðborgarinnar.
Á Ekki að banna alla Á aldrinuM
18–23 Ára í MiðborGinni uM hElGar?
Sandkassinn
Ég er orðinn ruglaður á öllum
þessum bönkum. Þeir eru alltaf
að skipta um nafn eða samein-
ast hver öðrum. Hagræðing segja
þeir. Ruglumbull segi ég. Ég man
til dæmis ekkert undir hvaða nafni
gamli Búnaðarbankinn gengur
nú. Er það Glitnir? Eða kannski KB
banki sem heitir stundum Kaup-
þing? Æ, ég skil þetta ekki. Ég skil
bara að Landsbankinn er, verður
og hefur alltaf verið Landsbank-
inn. Ég fíla það. Landsbankinn
er eini bankinn sem ég vil skulda
pening. Hvað er annars málið með
alla þessa sparisjóði? Vinkona mín
á reikning í einum svona sjóði en
getur samt ekki farið í annan sjóð
og tekið út pening. Samt eru þeir
alltaf að sameinast eða að spá í
það. Hver er annars munurinn á
sjóði og banka?
Meira uM bleSSaða bankana.
Ég veit ekki alveg hverjum þeirra
ég get treyst. Pottþétt ekki öllum.
Ég treysti allavega alls ekki KB
banka. Klisjulegu gaurarnir sem
éta mann hvar sem maður kem-
ur eru alveg búnir að gera út um
orðspor KB banka. „Má ég spyrja
þig einnar spurningar?“ Ávísun
á vesen. Þeir hafa stoppað mig í
Smáralind, í Kringlunni, á Glerár-
torgi á Akureyri og meira að segja
á írskum dögum á Akranesi. Þar
var ég króaður
af í hvítu tjaldi
með kandífloss í
annarri og Sprite
í hinni og spurð-
ur spjörunum
úr. Áður en dá-
leiðslan hófst
fyrir alvöru náði
ég að segja að ég
væri með lífeyrissparnaðarsamn-
ing í öðrum banka, henda frá mér
kandíflossinu og hlaupa eins og
fætur toguðu út úr tjaldinu og upp
í bíl, þar sem ég fullvissaði mig um
að ég hefði ekki skrifað undir neitt.
enSki boltinn byrjaði um helgina.
Því fylgdu blendnar tilfinningar.
Það er ekki ungum manni bjóð-
andi að kaupa
áskrift að Sýn 2.
Ég hef einfald-
lega ekki efni á
því. Finnst hálf-
kjánaleg tilhugs-
un að biðja um
launahækkun til
að geta horft á
enska boltann.
Frekar sleppi ég því. Af hverju get-
ur enski boltinn ekki verið í boði
Kaupþings eða Glitnis eins og allt
annað nú til dags? Þá myndi ég
kannski fást til að skrifa nafnið
mitt á blað hjá þeim. Það væri alla-
vega skref í rétta átt.
annarS Skil Ég ekki hvernig Brynj-
ar Björn og Ívar Ingimars geta
spilað heilan leik á Old Trafford án
þess að fá á sig eitt einasta mark.
Þeir spila oft heilu mánuðina með
Reading án þess að andstæðing-
arnir fái svo
mikið sem færi
fyrir framan
markið þeirra.
Af hverju fá þeir
svo alltaf þrjú
eða fimm mörk
á sig þegar þeir
spila með lands-
liðinu? Eru hinir
í landsliðinu svona lélegir? Grétar
Rafn er samt fínn og Hermann.
Árni Gautur líka. Það er margt sem
ég skil ekki.
baldur botnar ekkert í bönkunum
Hahaha
DV Umræða ÞRiðjudaguR 14. ágúSt 2007 23
Útvatnaður saltfiskur án beina til að sjóða
Sérútvatn. saltfiskur án beina til að steikja
Saltfisksteikur (Lomos) fyrir veitingahús
ErPur
Eyvindarson.
tónlistarmaður skrifar
Vopnasalar hafa logið ríkisstjórnir
fullar um gæði söluvörunnar. Sumir
íslenskir og undarlegir fréttamenn
hafa reglulega birt fréttir af ótrúlega
fullkomnum vopnum sem Banda-
ríkjastjórn var að tryggja
sér. Hver man ekki eftir
Patriot-flugskeytunum
sem áttu að geta hitt
nálarauga í margra
kílómetra fjarlægð?