Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2007, Síða 30
þriðjudagur 14. ágúst 200730 Síðast en ekki síst DV
Sandkorn
n Athygli vakti þegar XXX Rott-
weilerhundar opnuðu bloggsíðu
vegna skuldar Óskars Axels Ósk-
arssonar, eiganda útvarpsstöðv-
arinnar Flass, við þá. Innheimtu-
aðgerðir hundanna hafa ekki
borið árangur
en fleiri hafa
bæst í hóp-
inn. Sá nýjasti
er Steindi jr.,
fyrrverandi
útvarpsmað-
ur Flass. Sá
setti mynd af
lógói stöðv-
arinnar á Myspace-síðu sína með
skilaboðunum: „Skuldið mér
pening! rotturnar ykkar...“ Þá vek-
ur athygli að meðlimir Rottweil-
er hafa kvittað undir myndina:
„Hringdu í Óskar Axel, maður,
aldrei að vita nema hann skveri
skuldina við þig með tveimur
un iceland skóm á sama fótinn
en í sitt hvorri stærð og hver veit
nema trýnið negli á þig kippu af
Sinalco sem er búið að standa út í
glugga í sól.“ Það er naumast.
n Liverpool-menn fá ekki nóg af
því að kvarta sáran yfir verðlagn-
ingu Sýnar 2 á enska boltanum.
Liverpool-
bloggið er
uppfullt af
spjallþráð-
um þar sem
verðið, lýs-
ingarnar og
allt sem þeim
dettur í hug er
gagnrýnt. Sé
skoðað undir yfirborðið sést að
flestir netverjar þar eru forstjórar,
eigendur fyrirtækja eða háttsettir
innan stórfyrirtækja. Halda mætti
að fyrirtækin borguðu Liver-
pool-mönnunum ákaflega illa
þrátt fyrir góðærið hér á landi.
Því vaknar spurningin hvort
Liverpool-menn séu lítils metnir
hér á landi. Eru Liverpool-menn
kannski Pólverjar á Íslandi?
n Markaðsmaður Íslands og besti
vinur íslenska lambsins, Baldvin
Jónsson, hélt upp á sextugsaf-
mæli á Hótel Sögu á sunnudag.
Margt var um manninn, enda
Baldvin eignast marga og góða
vini í gegnum tíðina. Veislustjór-
arnir Björgvin Halldórsson, Siggi
Hall og Þorgeir Ástvalds kynntu
ræðumenn á svið. Þeirra á meðal
voru Jón Baldvin Hannibalsson,
Ómar Ragn-
arsson sem
söng að sjálf-
sögðu frum-
samið lag í
tilefni dags-
ins, Laddi
í hlut-verki
kjötiðnaðar-
mannsins og
enginn annar en Guðni Ágústs-
son batt enda á ræðuhöldin af
sinni alkunnu snilld.
Hver er maðurinn?
„Gunnar Már Másson, fæddur 15.
mars 1971 og uppalinn í Reykjavík.
Ég er fjölskyldumaður, fjögurra barna
faðir, flugmaður hjá Icelandair og bý
í Lúxemborg.“
Hvað drífur þig áfram?
„Fjölskyldan mín og málefni
blindra er það sem drífur mig áfram.“
Í hvað fer tími þinn?
„Tími minn fer í fjöslylduna mína
og að skila starfi mínu sem flugmað-
ur vel.“
Hver eru áhugamál þín?
„Fjölskyldan mín, börnin og Lína
Rut, konan mín. Ég hef áhuga á mál-
efnum blindra og almennri útiveru.“
Ertu alveg hættur að spila
fótbolta?
„Já, þeim kafla í lífi mínu er lokið.
Ég hef ekkert spilað fótbolta eftir að
ég fótbrotnaði í leik með Keflavík fyr-
ir tíu árum. Ég var orðinn hægur og
seinn og þá er óþarfi að bjóða hætt-
unni heim.“
Hverjar eru fyrirmyndir þínar?
„Afi minn Gunnar Helgason og
pabbi minn Már Gunnarsson.“
Eru þið fjölskyldan ánægð með
lífið í Lúxemborg?
„Já, okkur líður rosalega vel í hér.
Við fjölskyldan náum góðum gæða-
tíma saman. En það er pínulítið
erfitt að vera hluti af samfélagi þar
sem þú skilur ekki málið fjarri fjöl-
skyldu og vinum. Okkur líður alltaf
best heima á Íslandi og við mund-
um flytja aftur heim á morgun ef að-
stæður blindra væru betri. Við sjá-
um ekki fram á að geta flutt heim í
bráð en viljinn er svo sannarlega
fyrir hendi. Már talar nú lúxem-
borgísku, skilur þýsku og stendur
sig almennt mjög vel í náminu. Ég
er mjög stoltur af honum.“
Hvað þarf að gera til að mennt-
un blindra og sjónskertra verði
ásættanleg?
„Í fyrsta lagi þarf að vera til þekk-
ingarmiðstöð blindra og sjónskertra
á Íslandi. Í öðru lagi þurfa að vera
menntaðir kennarar í blindraletri
og blindrakennslu. Í þriðja lagi þarf
að halda umræðunni um málefni
blindra og sjónskertra lifandi til að
árangur náist.“
Telur þú að opinber umræða þín
hafi fengið ríkisstjórnina til að
grípa til aðgerða?
„Ég tel að umfjöllun DV síðast-
liðið ár hafi kveikt ákveðinn neista í
þjóðfélaginu og hjá ríkisstjórninni.
Ef mitt innlegg hefur eitthvað hjálp-
að til í þessari baráttu er það auðvitað
gleðiefni.“
Hefur þú trú á bráðabirgða-
aðgerðum ríkisstjórnarinnar?
„Já, ég hef trú á þeim og ríkis-
stjórnin á hrós skilið fyrir viðbrögð
sín. Það er þó mikilvægt í þessu öllu
saman að sofna ekki á verðinum því
þrátt fyrir allt eigum við enn langt eft-
ir í land. Ég skora því á þá sem taka
við þeim fjörutíu milljónum sem nú
á að leggja í málaflokkinn að verja
þessum peningum með skipulögð-
um og markvissum hætti.“
Hvað er fram undan?
„Það er fram undan hjá okkur fjöl-
skyldunni að nýtt skólaár er að hefjast
hjá honum Má í haust þar sem hann
mun stíga enn stærri skref til að auka
þekkingu sína á blindraletrinu. Ég
flýg mín flug hjá Icelandair og síðan
bíð ég spenntur eftir stórri myndlist-
arsýningu hjá Línu Rut þann 8. mars
í Lúxemborg. Annars ætlum við að
nýta þennan vetur til að hafa gaman
og skemmtilegt í lífinu.“
Eitthvað að lokum?
„Í gær hófst námskeið á vegum
Blindrafélagsins í samstarfi við Kenn-
araháskóla Íslands. Á þessu nám-
skeiði sitja nú kennarar og leiðbein-
endur í sumarfríinu sínu til þess að
auka menntun sína. Þessir einstakl-
ingar eru svo sannarlega menn dags-
ins í mínum augum í dag.“
MAÐUR
DAGSINS
veltingur
Sigurjón M.
egilsson skrifar.
Pú
Það er mikið á suma lagt. Ég er einn af þeim, hér heima styð ég KR og í Englandi West Ham. Ekki er hægt að
segja að fótboltalífið leiki við mig
þessa dagana. KR getur ekkert og
það er sama hvað
er reynt, allt mis-
tekst. Ekki ætlar
það að verða
skárra hjá West
Ham, eftir mörg
stór orð og mikl-
ar væntingar sýndi
liðið í sínum fyrsta leik að það getur
ekkert. Það var púað á leikmennina,
þjálfarana og Eggert á fyrsta leik.
Frammistaðan var með þeim hætti að minnti helst á Ísland í Júróvisjon. Búið var að blása út ágæti alls
og væntingarnar voru ótakmark-
aðar og vonir allar eftir því. Svo
kom í ljós að önnur lið höfðu líka
undirbúið sig og það jafnvel meira
og betur en vonarprinsar okkar Ís-
lendinganna. Enda var bara púað.
Í enskum fótbolta tíðkast að segja
hug sinn, jafnvel með púi.
Á Íslandi er bannað að púa, eða allavega illa séð. Hjá KR gengur hvorki né rek-ur. Einn sigur það sem af
er sumri og allt í steik. Það er búið
að skipta um þjálfara. Áður en það
var gert hafði KR ekki tapað í fimm
leikjum, reyndar bara unnið einn af
þeim, en ekki tapað
hinum. Framfar-
ir. Svo var skipt
um þjálfara sem
gerði breyting-
ar. Tók marga af
ungu mönnunum
út úr liðinu og setti
þá elstu inn í staðinn. Síðan hefur
allt tapast. Á Íslandi má ekki púa.
Hvergi í heiminum er spilaður fótbolti eins og á Englandi. Þar hlaupa leikmenn meira en í
öðrum löndum og berjast meira en
þekkist annars staðar. Í stúkunum
eru stuðningsmenn sem krefjast
þess. Þeir láta til sín heyra, hafa ekki
skilning á leti eða kjarkleysi. Krefj-
ast baráttu og árangurs. Það sást
á Upton Park á laugardag. Ég ætla
ekki á næsta leik KR. Ég
ætla að púa í fjarlægð.
Mótmæla í hljóði.
Hitt er víst dóna-
skapur – á Íslandi.
NÚ GETUR ÞÚ LESIÐ
DV Á DV.IS DV er
aðgengilegt
á dv.is og
kostar
netáskriftin
1.490 kr. á
mánuði
Fjölskyldan og máleFni
blindra dríFa mig áFram
Gunnar Már Másson
flugmaður, fyrrverandi fótbolta-
kappi og ötull baráttumaður í
málefnum blindra og sjónskertra
fluttist fyrir rúmu ári til Lúxem-
borgar til að Már gunnarsson,
blindur sonur hans, fengi viðun-
andi menntun.
Í DAG Á MORGUN
HINN DAGINN
Veðrið
+6
7
+15
1
+7
2+104
+12
3
+11
2
+8
7
+8
2
+10
3
+8 3
+11
2
+8
7
+8
3
+9
4
+7
4