Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2007, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2007, Blaðsíða 32
„Ég veit eiginlega ekkert hvert ég á að snúa mér í málinu og er gráti næst yfir því hversu slæm viðbrögð ég fékk hjá sendiráðinu. Þar var mér einfaldlega kastað á dyr og tjáð að þar fengi ég enga aðstoð. Sendiráð- ið lokaði bara á mig. Núna er staðan þannig að ég fæ varla að heimsækja son minn og fæ enga hjálp,“ segir Bryndís B.G. Hrafnar, móðir 21 árs gamals manns sem á við geðfötlun að stríða. Bryndís hefur búið síðastliðin ár í Danmörku ásamt syni sínum sem hefur í sex ár glímt við geðræn vandamál. Um síðustu mánaða- mót hugðist hún fara með hann til Íslands til að fá hjálp sérfræðinga. Að hennar sögn kom til vandræða á Kastrup-flugvelli er sonurinn fékk ekki að fara í gegnum öryggiseft- irlitið með tálgað prik. Hann brást ókvæða við og var í kjölfarið hand- tekinn af dönsku lögreglunni. Þaðan var ekið með hann á geðsjúkrahús þar sem hann hefur verið vistaður síðan. Bryndís kvartar sáran undan samskiptum sínum við starfsmenn sendiráðs Íslands í Kaupmanna- höfn og segist ráðalaus í stöðunni þar sem hún megi varla svo mikið sem heimsækja son sinn á sjúkra- húsið. Þær upplýsingar fengust hjá ut- anríkisþjónustunni að bein inn- grip í mál séu afar takmörkuð en á þeim bænum sé fylgst með mál- inu án þess að aðhafst verði frekar að svo stöddu sökum þess að mæð- ginin séu með skráð lögheimili í Danmörku og falli fyrir vikið undir dönsk lög. trausti@dv.is Öllum nýnemum Háskólans í Reykja- vík er boðið á bjórhátíð í Þrastaskógi um næstu helgi. Hátíðin er auglýst í nafni Símans og Kaupþings sem eru styrktaraðilar nemendafélaga skól- ans. Hátíðin ber heitið Tuborg-úti- legan og það er því í raun Ölgerð- in Egill Skallagrímsson sem styrkir bjórveitinguna. Í Þrastaskógi verður slegið upp risaveislutjaldi þar sem Stúdentaráð Háskólans í Reykjavík býður til grill- veislu og öllum verður boðið upp á Tuborg-bjór. Í auglýsingu hátíðar- innar eru veislugestir hvattir til að teyga kaldan bjór í gígalítratali, þar er sagt að gleðinni verði haldið eins lengi fram eftir nóttu og þeir hörð- ustu hafi orku til. Hans Róbert Hlynsson, formað- ur Pragma, félags verkfræðinema við Háskólann í Reykjavík, segir markmið hátíðarinnar að fagna öll- um nýnemum skólans. Hann segir það undir hverjum og einum gesti komið hvort hann neyti áfengis eður ei. „Nafn hátíðarinnar er til komið vegna þess að Tuborg gefur bjórinn og borgar tjaldið. Það er rétt skilið að þátttakendum hátíðarinnar er boðið upp á bjór en fólk kýs það sjálft hvort það neytir áfengis eða ekki.“ Styrkjum ekki bjórdrykkju Ásgeir Ingason, sérfræðingur á markaðssviði Kaupþings, segir skýrt að bankinn styðji ekki bjórhátíð- ir sem þessa. Hann er ekki ánægð- ur með að fyrirtækið sé bendlað við þetta. „Það er alrangt að við séum að styrkja bjórhátíðir. Við erum með samninga við nemendafélögin og styrkjum þeirra starfsemi almennt. Hvað varðar þessa útilegu, þá höf- um við ekkert komið nálægt henni á nokkurn hátt og fyrst og fremst virð- ist það vera Tuborg sem er að setja bjór þarna inn,“ segir Ásgeir. „Að þarna sé veittur bjór er alls ekki með okkar samþykki og ekki fyrir okkar tilstilli. Það er af og frá. Það samræm- ist einfaldlega ekki okkar stefnu og við erum ekkert hrifin af því að vera bendluð við þetta.“ Alveg á grensunni Rafn M. Jónsson, verkefnisstjóri áfengis- og vímuvarna Lýðheilsu- stöðvar, er undrandi yfir því að leggja þurfi svo mikla áherslu á bjórdrykkj- una. „Ég myndi halda að þarna sé hætta á því að einstaklingar undir lögaldri leynist inni á milli og sam- kvæmt dagskrá hátíðarinnar eiga all- ir rétt á bjórnum. Lögum samkvæmt verða því hugsanlega lögbrot framin og því um lögreglumál að ræða,“ seg- ir Rafn. „Hátíðin er drykkjuhvetjandi og verið að skapa drykkjuumhverfi fyrir einstaklinga sem flestir eru ný- skriðnir inn á aldur til að mega neyta áfengis. Gagnvart sinni stefnu sem ábyrg fyrirtæki verða þau að huga vel að því hvað þau eru að styrkja því að mínu viti er þetta ekki eitthvað sem virt fyrirtæki eiga að leitast eftir. Þessi hátíð finnst mér alveg á grensunni og skilyrði að fólk verði spurt um skilríki til að koma í veg fyrir lögbrot. Það verður örugglega ekki frítt gos fyrir þá sem vilja.“ þriðjudagur 14. ágúst 2007 n Dagblaðið vísir stofnað 1910 FréttASkot 5 1 2 7 0 7 0 DV borgar 2.500 krónur fyrir fréttaskot sem leiðir til frétta. Fyrir besta fréttaskot vikunnar greiðast 5.000 krónur. Að auki eru greiddar 10.000 krónur fyrir besta fréttaskot hvers mánaðar. Þannig er hægt að fá 15.000 krónur fyrir besta fréttaskot mánaðarins. Ó, hve góðglöð er vor æska? BJÓÐA NEMENDUM Á FYLLERÍ Styrktaraðilar nemendafélaga HR tengjast Tuborg-bjórhátíð nýnema: Hún á afmæli Kringlan fagnaði tuttugu ára afmæli í gær. Í tilefni dagsins var haldin vegleg fjölskyldudagskrá í verslunarmiðstöð- inni. Meðal þess sem boðið var upp á var andlitsmálun fyrir börnin, Barna- og unglingaleikhúsið setti upp leikritið um Öskubusku, Skoppa og Skrítla tróðu upp og sirkustrúðurinn Wally sýndi kúnstir sínar. Móðir gráti nær eftir að sonur hennar var handtekinn á Kastrup: Sendiráðið kastaði mér á dyr Sameining í Skagafirði „Það má segja að hér hafi yfirtaka verið samþykkt,“ segir Gísli Árnason, einn stofnfjáreig- enda í Sparisjóði Skagafjarðar. Í gær var tillaga um sameiningu Sparisjóðs Skagafjarðar og Spari- sjóðs Siglufjarðar samþykkt á aðalfundi stofnfjáreigenda þess fyrrnefnda. Sextíu greiddu atkvæði gegn sameiningunni en 33 voru fylgj- andi. Vægi þeirra síðarnefndu var þó meira vegna meiri eignar þeirra. „Þarna er það mismundi styrkleiki stofnfjárhluta sem ræð- ur niðurstöðunni,“ segir Gísli. Hann segir að miðað við þessa niðurstöðu sé greinilegt að meiri- hluti venjulegra stofnfjáreigenda í Skagafirði séu andvígir þessum ráðahag. Nokkrar deilur hafa verið um sameininguna og hefur hóp- ur stofnfjáreigenda í Skagafirði sakað stjórn sjóðsins um að hafa ekki haft hagsmuni sjóðsins að leiðarljósi. Boðaðir í viðtöl Drengir sem vistaðir voru á Breiðuvíkurheimilinu á árunum 1952 til 1975 hafa verið boðaðir til viðtals í húsakynnum forsætis- ráðuneytisins. Sérstök nefnd til þess að rannsaka upptökuheimili sem störfuðu hér á landi var skip- uð af ríkisstjórninni í vor. Áætlað er að viðtölin muni taka um einn mánuð. DV greindi fyrr á þessu ári ít- arlega frá því sem drengirnir á Breiðuvík máttu þola og í kjölfar- ið stofnuðu fyrrverandi vistmenn regnhlífarsamtök fyrir fórnarlömb illrar meðferðar á uppeldisheim- ilum. trAuSti HAFSteinSSon blaðamaður skrifar: trausti@dv.is Verðbólgan minnkar enn Verðbólga minnkar enn og sam- kvæmt spá greiningardeildar Lands- bankans er talið að hún verði ekki lægri að sinni. Verðbólgan hefur minnkað lítil- lega en sumar- útsölur hafa þar mest áhrif. Verð á fötum og skóm lækkaði um 6,8 prósent í mánuðinum. Áhrif af út- sölum fjara út í september og er talið að þá muni verðbólgan aftur hækka. Verðbólgan mælist nú 3,4 prósent en fór mest í 8,6 prósent fyrir ári. Grein- ingardeild Kaupþings telur að sú hætta sé fyrir hendi að gengislækkun krónunnar að undanförnu geti leitt til verðbólguþrýstings í hagkerfinu, líkt og átti sér stað í fyrra. Háskólinn í reykjavík Nýnemum er boðið að þjóra bjór í gígalítratali, eins og segir í auglýsingu. Allt er þetta í boði stórfyrirtækja. Banaslys Karlmaður lést þegar bifreið hans fór út af Þorlákshafnarvegi í Ölfusi til móts við Grímslæk laust eftir klukkan sex í gærkvöld. Í tilkynningu frá lögreglunni á Selfossi kemur fram að ökumað- ur hafi verið úrskurðaður látinn á slysstað. Þyrla Landhelgisgæsl- unnar var kölluð á slysstað. 45 milljóna króna heræfing Íslendingar borga 45 milljónir króna vegna kostnaðar við heræf- inguna Norðurvíking sem hefst í dag. Þetta er matarreikningurinn fyrir þá sem taka þátt í æfingunni. Um 300 hermenn frá fjórum ríkjum hefja í dag heræfingar. Hermennirnir eru frá Bandaríkj- unum, Danmörku, Lettlandi og Noregi, auk þeirra taka íslensk- ir lögreglumenn og starfsmenn Landhelgisgæslunnar þátt í æf- ingunni. Æfingin sem hefst í dag er sú fyrsta sem haldin er hérlendis samkvæmt varnarsamkomulagi Íslands við Bandaríkin sem geng- ið var frá í fyrra. Brotlenti svifdreka og vankaðist Svifdrekamaður brotlenti dreka sínum og vankaðist um sexleytið í gærkvöldi. Þegar lögregla og sjúkra- flutningamenn komu að manninum var hann við meðvitund en nokkuð vankaður. Varðstjóri hjá lögreglu segir að illa hafi gengið að komast að mannin- um, þar sem hann hafi brotlent úti í móa. Hann var fluttur á slysadeild til rannsókna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.