Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2007, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2007, Blaðsíða 7
DV Fréttir miðvikudagur 29. ágúst 2007 7 Allar fangageymslur lögreglunnar við Hverfisgötu fylltust í fyrrinótt en þar eru fjór- tán klefar. Þetta þykir heldur óvenjulegt á mánudagskvöldi og segir Gunnar Hilmars- son, varðstjóri hjá lögreglunni, að lögreglan hafi haft í nógu að snúast. Margir voru handteknir fyrir þjófnaði og innbrot og tveir sátu inni vegna ölvunar á almannafæri. „Það voru nokkuð margir handteknir í tengslum við þjófnaði og innbrot í fyrrinótt. Þetta er harla óvenjulegt á mánudagskvöldi og kemur sem betur fer sjaldan fyrir,“ segir Gunnar Hilmarsson, varðstjóri hjá lögregl- unni í Reykjavík. Allt fullt Allar fangageymslur lögreglunn- ar í Reykjavík voru fullar í fyrrinótt. Töluvert var um ölvun í miðbænum og hafði lögreglan í nógu að snúast. Tveir karlmenn voru handteknir fyr- ir ölvun á almannafæri en þrír voru handteknir og gistu fangaklefa vegna þjófnaðarmála. Fjórir voru hand- teknir vegna innbrota eða tengdra mála. Samtals gerir þetta níu manns en í lögreglustöðinni við Hverfisgötu eru fjórtán fangaklefar. Auk þess gistu fimm einstaklingar fangageymslur sem afplána þar vegna vangoldinna sekta eða annarra brota. Þeir koma yfirleitt til afplánunar í nokkra daga áður en þeim er sleppt. „Það er ekki venjan að allar geymslur fyllist aðfara- nótt þriðjudags. Það hefur svo sem gerst áður að fangageymslur fyllist í miðri viku. Það er samt algengara að þær fyllist þegar nær dregur helgi en á mánudagskvöldum,“ segir Gunnar. Í þarsíðustu viku voru allar fanga- geymslur lögreglunnar fullar á mið- vikudagskvöldi og þótti mönnum það heldur óvenjulegt. Þá sátu flestir inni vegna ölvunar á almannafæri og hafði lögreglan í nógu að snúast með að stilla til friðar í heimahúsum þar sem mikið var kvartað undan hávaða í miðborginni. Venjulegt sumar Í gær var fullt tungl og er það göm- ul speki að hegðun manna breyt- ist á fullu tungli. Aðspurður hvort það kunni að hafa einhver áhrif seg- ir Gunnar að hann vilji ekki útiloka það. Föstudagsnóttin hafi hins veg- ar verið mjög róleg þrátt fyrir stöðu tunglsins og það kunni að geta fellt þá kenningu. „Það var fullt tungl um helgina og það getur skýrt ýmislegt. Föstudagsnóttin var reyndar mjög róleg en það var öllu meiri erill á laugardagskvöldið. Menn geta fund- ið skýringar á öllu mögulegu.“ Gunnar segir að fangageymslur lögreglunnar séu iðulega fullar um helgar og það sé nokkuð sjaldgæft að nokkuð pláss sé eftir að morgni. Aðspurður hvort sumarið sem er að líða hafi verið erilsamara heldur en undanfarin sumur segir Gunn- ar að svo sé ekki. „Þetta er búið að vera nokkuð venjulegt sumar og í raun ekkert frábrugðið því sem við höfum séð. Það hefur allavega ekki skapast neitt vandræðaástand í sumar.“ ALLIR KLEFAR FULLIR EinAr Þór SiGurðSSon blaðamaður skrifar einar@dv.is innbrot tveir menn handteknir á mánudeginum og vistaðir í fanga- geymslum í tengslum við innbrot í bensínstöð á kjalarnesi. 2 Þjófnaður Par frá rúmeníu var handtekið á mánudeginum vegna gruns um sölu á stolnum skartgripum. Þau höfðu dvalið hér á landi í skamman tíma og voru með ung börn með sér, strák og stelpu. 2 innbrot Lögreglan stöðvaði karl og konu í bíl aðfaranótt þriðjudagsins. við leit í bílnum fundust hlutir sem hægt var að tengja við innbrot frá því í byrjun ágúst. Í bílnum fundust meðal annars tölvur og önnur tæki. að sögn lögreglu hafa þau komið við sögu lögreglu oft áður. 2 Ölvun á almanna- færi tveir karlmenn gistu fangageymslur vegna ölvunar á almannafæri. að sögn lögreglu kunnu þeir ekki fótum sínum forráð. Því var ákveðið að leyfa þeim að sofa úr sér ölvímuna. 2 Þjófnaður karlmaður handtekinn vegna þjófnaðar í 10-11 við Barónsstíg á mánu- dagskvöldið. Hann hrifsaði peninga úr afgreiðslukassa verslunarinnar og var handtekinn skömmu síðar á Laugaveginum. 1 Afplánun sitja af sér fallinn dóm eða vangoldnar sektir.5 NÝR HPI SAVAGE X 4,6 Öflugasta útgáfan til þessa. Væntanlegur aftur, tekið er við fyrirfram pöntunum. Nethyl 2. Sími 587-0600. www.tomstundahusid.is Sama verðið Lögmaður dala-rafns segir umbjóðanda sinn hafa gengið á milli olíufélaga en alls staðar fengið sama tilboðið. Krefjast frávísunar Olíufélögin krefjast frávísunar bótakröfu og segja málið vanreifað.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.