Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2007, Síða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2007, Síða 17
DV Sport miðvikudagur 29. ágúst 2007 17 í dag 18:30 Premier League WorLd Heimur úrvalsdeildarinnar Nýr þáttur þar sem enska úrvalsdeildin er skoðuð frá ýmsum óvæntum hliðum. 19:00 CoCa CoLa mörkin 2007- 2008 Farið yfir öll mörkin og helstu atvikin í leikjum síðustu umferðar í Coca Cola deildinni. 19:30 engLish Premier League 2007/08 Ensku mörkin 2007/2008 Ný og hraðari útgáfa af þessum vinsæla þætti þar sem öll mörkin og helstu atvik umferðarinnar eru sýnd frá öllum mögulegum sjónarhornum. 20:25 4 4 2 Þáttur sem er ekkert minna en bylting í umfjöllun um enska boltann á Íslandi. 21:45 Leikur vikunar 23:25 Premier League 2007/2008 sunderland - Liverpool útsending frá leik sunderland og Liverpool. antonio Puerta, leikmaður Sevilla, lést á sjúkrahúsi í gær, 22 ára gamall. Hann fékk hjartaáfall í leik Sevilla og Getafe um síðustu helgi og aftur í búningsklefanum skömmu síðar. 26.11.84 – 28.08.07 Spænski knattspyrnumaðurinn Antonio Puerta lést á sjúkrahúsi í gær, 22 ára gamall. Puerta var miðjumaður Sevilla og lék einn landsleik fyrir Spánverja. Hann skilur eftir sig eiginkonu sem er komin sjö mánuði á leið með þeirra fyrsta barn. Puerta hneig í völlinn í leik Sevilla og Getafe í fyrstu umferð spænsku deildarinnar á laugar- daginn. Ástæðan var hjartaáfall. Læknar náðu að lífga hann við, Pu- erta stóð á fætur og gekk af velli. Nokkrum mínútum síðar fékk Puerta annað hjartaáfall inni í bún- ingsklefa og var honum þá ekið í flýti á sjúkrahús, þar sem hann var í gjörgæslu. Læknar á Virgen del Roc- io sjúkrahúsinu í Sevilla höfðu áhyggjur af því hve langan tíma það tók hann að jafna sig og þau áhrif sem hjartaáfallið hefði á innri líffæri. Í ljós kom að hann hafði hlotið heilaskaða í kjölfar hjarta- áfallsins. Fregnir bárust af því á sunnu- dag og mánudag að ástand Puerta væri stöðugt en í gærmorgun hrak- aði honum mikið. Það var svo til- kynnt um miðjan dag í gær að Pu- erta væri látinn. Puerta var giftur og þau hjónin áttu von á barni eftir tvo mánuði. Sevilla hefur ákveðið að far- ið verði með líkkistu leikmanns- ins á Sanchez Pizjuan, heimavöll Sevilla, þar sem stuðningsmenn félagsins geta vottað honum virð- ingu sína. Hann verður jarðaður á morgun. einn landsleikur að baki Puerta fæddist 26. nóvember 1984. Hann lék 66 leiki með Sevilla og lék einn landsleik fyrir Spán. Hann lék einnig fimm landsleiki með ungmennalandsliði Spán- verja. Puerta var fæddur og uppal- inn í Sevilla og hafði verið hjá félag- inu í fjórtán ár. Hann hóf að leika með B-liði félagsins árið 2002. Puerta lék stórt hlutverk í liði Sevilla sem hefur unnið Evrópu- keppni félagsliða tvö síðustu tíma- bil og frammistaða hans vakti athygli liða á borð við Arsenal, Manchester United og Real Madr- id. Sevilla átti að leika gegn AEK Aþena í undankeppni Meistara- deildar Evrópu í gær. Leiknum var frestað í kjölfar þessa hræðilega at- burðar og fer fram mánudaginn 3. september. Leik Sevilla og Osas- una sem fram átti að fara á mánu- daginn hefur verið frestað af þeim sökum. Sevilla á að spila við AC Milan í Ofur-bikarnum evrópska á föstu- daginn. AC Milan vottaði samúð sína í gær og sagði að félagið væri tilbúið til að fresta þeim leik, ef far- ið yrði fram á það. „AC Milan er harmi slegið yfir dauða Puerta og vottar Sevilla og fjölskyldu leikmannsins samúð sína. Milan mun virða þá ákvörð- un sem UEFA tekur varðandi leik- inn,“ segir í yfirlýsingu sem AC Mil- an sendi frá sér í gær. stóð á fætur Puerta gat staðið á fætur og gengið af velli eftir atvikið óhugnanlega í leik sevilla og getafe. dagur sveinn dagbjartsson blaðamaður skrifar: dagur@dv.is ÍÞRÓTTAMOLAR gunnar tiL noregs gunnar Heiðar Þorvaldsson, landsliðs- maður í knattspyrnu, flaug í gær til Óslóar í Noregi þar sem hann gekkst undir læknisskoðun. Þar mun hann að öllum líkindum skrifa undir tíu mánaða lánssamning, hjá úrvalsdeildarliði vålerenga. gunnar Heiðar hefur verið leikmaður þýska 1. deildar liðsins Hannover síðan í mars í fyrra, og er samningsbundinn liðinu til vormánaða 2009. Fleiri lið voru á höttunum eftir gunnari Heiðari, þar á meðal agF frá danmörku auk fleiri norskra liða og liða úr næstefstu deild í Þýskalandi. árni gautur arason landsliðsmarkvörður er á mála hjá vålerenga en liðið er í 9. sæti norsku deildarinnar. vålerenga hefur skorað fæst mörk allra liða í deildinni í ár og er ljóst að gunnari Heiðari er ætlað að bæta úr því. ronaLdinho tiL CheLsea daily mail segir frá því að eigandi Chelsea roman abramovich sé tilbúinn að borga hvað sem er fyrir ronaldinho hjá Barce- lona. Blaðið þykir ekki vera með því trú- verðugasta í heimi og er þekkt fyrir að skálda fréttir. Blaðið hins vegar gróf upp viðtal við ronaldin- ho frá 2004 þar sem hann segir. „Bróðir minn sem er einnig umboðsmaður minn hefur oft og mörgum sinnum talað við mig um Chelsea. Ég virði þá mik- ið og kannski verð ég í London einhvern daginn,“ á ronaldinho að hafa sagt. Hann fékk ekki alls fyrir tvöfaldan ríkisborgara rétt og er því auðveldara fyrir hann að komast að hjá Chelsea. Það sem ronald- inho vissi hins vegar ekki var að hann þarf nú að borga skatta til spánar og er hann víst ósáttur við það. kefLvíkingar fáLiðaðir keflvíkingar eru í slæmum málum fyrir leik sinn gegn Fram á fimmtudaginn. Þrír leikmenn liðsins meiddust í leiknum gegn val á sunnudaginn og í gær voru þeir Baldur sigurðsson og símún samuelsson dæmdir í eins leiks bann af aganefnd ksÍ. Ómar Jóhannsson markvörður meiddist á hné og leikur að öllum líkindum ekki með gegn Fram og sömu sögu er að segja af bakverðinum Bran- islav milisevic, sem meiddist á ökkla. Þá þurfti guð- mundur steinars- son að yfirgefa völl- inn gegn val með heilahristing en hann verður líklega í leikmannahópn- um gegn Fram. Þá var liðið sektað um tíu þúsund krónur vegna brottvísunar Jóns Örvars arasonar forráðarmanns liðsins. Þá voru þeir guð- mann Þórisson, Hólmar Örn Eyjólfsson og Birkir már sævarsson allir dæmdir í eins leiks bann í gær. Clive Clarke varnarmaður Leicester hneig niður í deildarbikarleik í gær: FÓTBOLTAHEIMURINN Í UPPNÁMI Fótboltaheimurinn var varla búinn að jafna sig eftir ótímabært andlát Antonios Puerta leikmanns Sevilla þegar fréttir bárust frá Eng- landi um að leik Leicester og Nott- ingham Forest hefði verið hætt eftir að einn leikmaður Leicester, Clive Clarke, hneig niður í búningsher- bergi liðsins í hálfleik. Leiknum var frestað, þegar staðan var 1-0 fyrir Nottingham, enda leikmenn í engu ástandi til að spila fótbolta. „Clive var mjög alvarlega veik- ur,“ sagði Tim Davies stjórnarmað- ur Leicester. „Hann var fluttur með sjúkrabíl á sjúkrahús þar sem hann gat aðeins tjáð sig sem er góðs viti. Okkar hugsanir og bænir eru hjá fjölskyldu leikmannsins. Ég verð að hósa Nottingham Forest því hér voru málin leyst og það mjög hratt.“ Clive Clarke er á láni frá Sunder- land en margir Íslendingar kannast við hann þegar hann var hjá Stoke og lék undir stjórn Guðjóns Þórðar- sonar. Hann kom til Leicester fyrir 10 dögum . Þegar leikmenn birtust ekki aft- ur úti á velli fór mannskapurinn á heimavelli Nottingham að ókyrrast og þegar stjórarnir komu úr göng- unum var ljóst að eitthvað hafði gerst. Colin Calderwood stjóri For- est tilkynnti svo áhorfendum hvað hafði gerst. „Því miður, vegna al- varlegra veikinda eins leikmanna Leicester, hafa bæði félögin kom- ist að þeirri niðurstöðu að fresta leiknum.“ Stjórnar formaður For- est bætti við að fótboltinn skipti litlu máli, hann væri í aukahlut- verki. „Um leið og við fundum út að leikmaðurinn væri svona alvarlega veikur fórum við strax til dómarans og sögðum við hann að við sem fé- lag værum tilbúnir að gera það sem Leicester vildi gera. Þeir eru auðvit- að að ganga í gegnum erfitt tímabil og það sást að leikurinn gat ekki haldið áfram.“ benni@dv.is Clive Clarke kom til Leicester á láni frá sunderland.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.