Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2007, Side 20

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2007, Side 20
miðvikudagur 29. ágúst 200720 Áhugamál DV Guðfinna Björk Helgadóttir, verslun-arstjóri og annar eigenda Virku, ver miklum tíma í vinnuherberginu sínu. Sonurinn smíðaði saumaborðið Guðfinna Björk Helgadóttir, verslunarstjóri og annar eigenda Virku, hefur verið virk í bútasaumi frá árinu 1978. „Okkur hjónunum fannst kominn tími til að innleiða eitt- hvað nýtt til landsins,“ segir Guðfinna en hún lærði búta- saum í Bandaríkjunum. Bútasaumur hefur frá þeim tíma verið aðaláhugamál Guðfinnu. „Það er hægt að gera svo ótal margt. Teppi, dúka, veggteppi, gardínur og diskamott- ur svo eitthvað sé nefnt. Það er hægt að hafa heimilið svo huggulegt og allt í stíl.“ Guðfinna sem hefur kennt búta- saum í ein þrjátíu ár segir að þó svo að konur séu í mikl- um meirihluta sé alltaf einn og einn karlmaður sem sýni iðjunni áhuga. „Þeir mættu nú samt vera fleiri,“ segir Guð- finna. Það kemst nú ekki mikið annað að hjá Guðfinnu en bútasaumur og fyrirtækjarekstur en hún segist þó hafa mikinn áhuga á golfi. „Það gefst hreinlega ekki nægur tími. Þá sjaldan sem ég spila geri ég það erlendis.“ Guðfinna seg- ist eyða miklum tíma í vinnuherberginu heima hjá sér. Þá spilar hún notalega tónlist og gleymir stund og stað yfir handavinnunni. „Saumaborðið mitt er í sérstöku uppá- haldi hjá mér enda var það hann sonur minn sem smíðaði það handa mér.“ „Við þjónustum handverksfólk, smíðastofur í skól- um og vinnustofur um allt land, hvort sem um ræðir handverk með steina, málma, tré eða silfurleir,“ segir Þorsteinn Eyfjörð Jónsson, eigandi Handverkshússins sem er nýflutt í Bolholt 4 í Reykjavík eftir 10 ára veru í Hafnarfirði. „Við sérhæfum okkur í sköpun með stein- um, hvort sem það er steinaborun, slípun eða sögun. Hingað kemur fólk á öllum aldri sem vinnur með hand- verk í heimahúsum. Við stílum aðallega inn á almenn- ing og bjóðum upp á heildarlausnir fyrir fólk sem vill koma sér upp vinnuaðstöðu heima hjá sér,“ segir Þor- steinn. Vaxandi áhugi á handverki Aðspurður segir hann eftirspurnina fara sífellt vax- andi. „Það virðist vera vaxandi áhugi fyrir handverki. Konurnar eru í auknum mæli farnar að hanna og búa til sína eigin skartgripi en karlarnir eru meira í því að vinna með timbur. Þeir dunda sér oft við að skera út klukkur eða loftvogir, búa til hnífa, renna eða skera út. Þetta virð- ist vera orðin mjög vinsæl dægrastytting hjá fólki sem er að minnka við sig vinnu. Hér er hægt að fá allt efni sem til þarf í handverksvinnu, auk verkfæra en við erum með nokkur þúsund vöruliði í búðinni.“ Námskeiðin vinsæl Handverkshúsið hefur í auknum mæli boðið upp á námskeið í handverki. „Við erum með námskeið í silf- urkveikingu, tréútskurði, steinavinnslu og silfurleir, en silfurleirinn er þróun frá Japan þar sem búið er að koma silfri í mjúkt form til að einfalda almenningi að skapa skartgripi heima hjá sér með tiltölulega lítilli aðstöðu. Þá er á skömmum tíma hægt að skapa fallega hluti með einföldum hætti. Flestir þeir sem komið hafa á byrjenda- námskeið kaupa sér verkfæri og efni og halda áfram að námskeiði loknu,“ útskýrir Þorsteinn. Aðspurður segir hann að munirnir sem fólk búi til séu oftast gefnir. „Flest- ir smíða til að gefa vinum og ættingjum. Svo eru aldraðir duglegir að halda handverkssýningar þar sem fólk mæt- ir með munina sína, sýnir og jafnvel selur einn og einn hlut. Þetta er oft á tíðum fyrsta flokks handverk sem fólk vinnur heima hjá sér.“ Úr fjölmiðlum í handverkið Þorsteinn tók við fyrirtækinu þegar Gylfi Sigurlínar- son, stofnandi þess, féll frá fyrir hálfu öðru ári. „Ég tengd- ist fyrirtækinu þegar það var í rekstri í Hafnarfirði. Ég var áður forstöðumaður vefútgáfu 365, sem snerist aðallega um rektur á Vísi.is. Þegar ég ákvað að taka við búðinni hætti ég í fjölmiðlum og söðlaði um. Mér finnst æðis- legt að vinna við það sem ég geri í dag. Hérna vinn ég með mörgu hæfileikaríku og skemmtilegu fólki sem er þakklátt fyrir þá þjónustu sem það fær,“ segir Þorsteinn að lokum. Þorsteinn Eyfjörð Jónsson er eigandi Handverkshússins sem sérhæfir sig í þjónustu við handverksfólk. Fyrirtækið býður auk þess upp á námskeið í handverki en eftirspurn eftir þeim hefur aukist mikið undanfarin misseri. Þorsteinn Eyfjörð Jónsson segir handverk njóta vaxandi vinsælda. SMÍÐA SÍNA EIGIN SKARTGRIPI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.