Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2007, Blaðsíða 4
föstudagur 31. ágúst 20074 Fréttir DV
InnlendarFréttIr
ritstjorn@dv.is
Hundar eru réttdræpir hvar sem þeir sjást ráðist þeir á fólk:
Taka verður tillit til vegfarenda
„Í lögreglusamþykkt Árnessýslu
segir að ef hundar ráðast á menn eða
elta skepnur út um hagann eru þeir
réttdræpir hvar sem þeir sjást úti.
Ákvörðunin byggist á þessari sam-
þykkt,“ segir Þorgrímur Óli Sigurðs-
son, yfirlögregluþjónn hjá lögregl-
unni á Selfossi.
Í DV í gær var fjallað um hund-
inn Neo sem lögreglan lét lóga 18.
ágúst síðastliðinn. Neo hafði horfið
frá eiganda sínum, Steinbergi Arnar-
syni í Hveragerði, daginn áður. Stein-
berg hringdi í lögregluna á Selfossi á
föstudagskvöldið til að spyrjast fyrir
um Neo en fékk þær upplýsingar að
lögreglan hefði ekki fundið hundinn.
Steinberg hringdi aftur seinni part
laugardags þar sem hann fékk þau
skilaboð að Neo hefði verið lógað um
morguninn. Lögreglan gaf þá skýr-
ingu að Neo hefði klórað konu eftir
að hún reyndi að koma ól á hann en
hann var ekki með slíka. Hann var þó
eyrnamerktur og mögulegt hefði ver-
ið að fá upplýsingar um eigandann
með því að slá númerinu upp.
„Við fengum tilkynningu um að
hann hefði ráðist að einhverri konu
þegar hann var á lóðaríi. Hann var
ekki merktur og við vissum ekki um
eigandann. Ég get ekki staðfest þessi
samskipti sem fóru fram á milli lög-
reglunnar og eigandans. Hafi hann
ekki fengið þessi skilaboð hefur eitt-
hvað vantað upp á samskiptin hjá
okkur,“ segir Þorgrímur og bætir því
við að það sé mikið tilfinningamál
fyrir eigendur þegar grípa þurfi til
slíkra aðgerða. Hann segir að það
þurfi þó að taka tillit til gangandi
vegfarenda sem eru sumir hverjir
logandi hræddir við lausa hunda.
„Þetta er algjört brot á dýravernd-
arlögum að því gefnu að dýrið hafi
verið merkt,“ segir Sigríður Heiðberg,
dýravinur og formaður Kattavinafé-
lags Íslands. Hún segir að málalyktir
hefðu orðið aðrar ef dýrið hefði búið
í Reykjavík. Hún segir að dýralæknir-
inn hefði átt að axla meiri ábyrgð þar
sem hundurinn beit ekki manneskj-
una. „Bak við hundinn er fjölskylda
og þeir eru merktir til að hægt sé að
hafa uppi á réttum eiganda. Ég held
að þarna hafi stórlega verið brotið
gegn lögum. Hundurinn hefur orð-
ið hræddur og mér finnst þetta vera
mjög köld örlög.“
einar@dv.is
Neo Hér sést
hundurinn Neo á góðri
stundu í Hveragerði.
Hann var aflífaður fyrir
að klóra konu.
Kærði brot og
var handtekinn
Karlmaður á þrítugsaldri
var handtekinn á lögreglu-
stöðinni í Breiðholti í fyrradag.
Maðurinn hafði lagt leið sína á
lögreglustöðina til að tilkynna
um tjón á bíl sínum. Maðurinn
hafði lagt bílnum í bílastæði
fyrr um daginn en þegar hann
sneri til baka tók hann eftir að
búið var að aka á bílinn. Til
að bæta gráu ofan á svart var
tjónvaldurinn farinn af vett-
vangi. Þegar maðurinn kom á
lögreglustöðina til að tilkynna
um tjónið sá lögreglan að ekki
var allt með felldu enda reynd-
ist hann vera undir áhrifum
fíkniefna. Hann var umsvifa-
laust handtekinn fyrir að keyra
undir áhrifum fíkniefna.
Deilur um
sameignarland
„Þetta er ein af þessum
gömlu jarðartorfum á landinu
þar sem eru mörg býli sem eiga
óskipt sameignarland. Land-
inu er skipt sérstaklega undir
tún en heildarlandið er óskipt
sameign. Til að unnt sé að
skipta landinu þarf að ákvarða
eignarhlutföll,“ segir Ragnar
Aðalsteinsson lögmaður.
Í dag fer fram í Héraðsdómi
Suðurlands aðalmeðferð í
eignaréttarmáli á landi í Ytri-
Sólheimum í Mýrdal í Vestur-
Skaftafellssýslu. „Ágreining-
urinn er sá hvort fara eigi eftir
þeim eignarhlutföllum sem
miðuðust við svokallað fornt
mat eða hvort miðast skuli við
fasteignamat sem fór fram árið
1922,“ segir Ragnar, lögmað-
ur stefnenda í málinu. Ragnar
segir að búist sé við niðurstöðu
í málinu innan fárra vikna.
Vakinn af
löggunni
Piltur um tvítugt vaknaði við
vondan draum í fyrrinótt þegar
lögreglan bankaði á rúðu bifreið-
ar hans.
Pilturinn var sofandi í öku-
mannssæti bfreiðarinnar á miðri
götu í Grafarvoginum þegar
lögregla kom á vettvang. Það tók
lögreglu nokkra stund að vekja
piltinn sem reyndist bæði vera
undir áhrifum áfengis og fíkni-
efna. Þegar pilturinn vaknaði
viðurkenndi hann að hafa ekið
bílnum og sagðist hann hafa
fengið bílinn lánaðan en vissi
ekki hjá hverjum. Jafnframt kom
í ljós að hann hafði verið sviptur
ökuréttindum fyrr í sumar.
Bretar fagna
Breski umhverfisráðherrann
Phil Woolas fagnaði í gær þeirri
ákvörðun Einars K. Guðfinnsson-
ar sjávarútvegsráðherra að gefa
ekki út nýjan hvalveiðikvóta.
„Við skiljum hugrekkið og vís-
dóminn sem eru fólgin í ákvörð-
uninni og ég vona að þetta
jákvæða skref sé til marks um
endalok ekki aðeins hvalveiða í at-
vinnuskyni heldur einnig í hvaða
formi sem er,“ sagði Woolas.
Bretar eru ekki fyrstir til að
fagna ákvörðun Einars. Það hafa
Nýsjálendingar líka gert.
Fyrirtækið Formaco var kært í júní fyrir að hafa 27 óskráða Litháa í vinnu. Þremur
mánuðum seinna eru verkamennirnir enn óskráðir og fyrirtækið starfar óhindrað.
Formaco hefur ekki verið beitt dagsektum. Vilhjálmur Birgisson segir Vinnumála-
stofnun þurfa að vera mun grimmari í eftirliti og stórauka þurfi fjárframlög til stofn-
unarinnar.
EFTIRLITIÐ ER Í MOLUM
Fyrirtækið Formaco hefur ekki
verið beitt dagsektum, þrátt fyr-
ir að þar hafi unnið 27 óskráðir og
kennitölulausir erlendir verkamenn
í meira en ár. Vilhjámur Birgisson,
formaður Verkalýðsfélags Akraness,
segir þetta vera skýrt dæmi um að
eftirlit með fyrirtækjum sem flytji inn
starfskrafta sé í molum.
„Lögin eru alveg skýr. Málið var
kært til lögreglu 1. júní. Nú, þrem-
ur mánuðum seinna, liggur málið
inni á borði hjá lögfræðingi lögregl-
unnar á höfuðborgarsvæðinu og enn
eru verkamennirnir kennitölulausir,“
segir Vilhjálmur. Einstaklingana 27
er ekki að finna í þjóðskrá.
20 þúsund verkamenn
Vilhjálmur bendir á að eftirlit með
skráningu á erlendu vinnuafli sé nú
einungis á könnu Vinnumálastofn-
unar. „Það segir sig sjálft að með 20
þúsund erlenda verkamenn í land-
inu og þrjár lagabreytingar á einu og
hálfu ári hlýtur Vinnumálastofnun
að eiga í erfiðleikum með þetta eft-
irlit,“ segir Vilhjálmur. Hann segir að
styrkja þurfi Vinnumálastofnun með
stórauknum fjárveitingum.
„Í dag hefur verkalýðshreyfingin
engar heimildir til að óska eftir gögn-
um um erlenda starfskrafta nema
grunur leiki á að brot hafi verið fram-
ið. Ég vil að Vinnumálastofnun verði
mun grimmari í eftirlitinu en hingað
til. Þetta er ójafn leikur eins og stað-
an er,“ segir Vilhjálmur.
Upprætum samfélagsmein
Gissur Pétursson, forstjóri Vinnu-
málastofnunar, sagði í DV á miðviku-
dag að eftirlit væri oft á tíðum erfitt,
þar sem stundum væri beðið um
kennitölur fyrir fólk sem aldrei skil-
aði sér til landsins.
Vilhjálmur segir að þetta sé sam-
félagsmein sem allir þurfi að taka
höndum saman um að uppræta. „Við
þurfum að fá Samtök atvinnulífsins,
verkalýðshreyfinguna, Vinnumála-
stofnun, ríkisvaldið og fjölmiðlana
til þess að vinna saman að því að ná
fram bótum á þessu,“ segir hann.
Féagsmálaráðuneytið óskaði á
miðvikudag eftir því að Ríkisendur-
skoðun framkvæmdi stjórnsýsluút-
tekt á Vinnumálastofnun til þess að
athuga hvort stofnunin hafi þróast
í samræmi við breytingar á vinnu-
markaði.
Ekki við sama borð
Vilhjálmur telur að vandamál er-
lends verkafólks á Íslandi séu mögu-
lega vanmetin. „Það kom á daginn
að eftirlitsstofnanir ríkisins voru ekki
í stakk búnar til þess að taka við þess-
ari gríðarlegu aukningu á erlendu
vinnuafli. Verkalýðshreyfingin var-
aði við þessu strax 1. maí 2006,“ seg-
ir hann.
Hann spyr hvers vegna þess hafi
ekki verið getið í nýjum lögum hver
aðlögunartími þeirra ætti að vera.
„Hversu lengi mega menn brjóta
lögin?“ spyr hann. Vilhjálmur segir
það jafnframt ótrúlegt ef stjórnvöld
vilja ekki nýta sér þá sérþekkingu
sem til er innan verkalýðshreyfing-
arinnar og gefa henni rýmri heimild-
ir til eftirlits. „Það er augljóst að fólk
sem ekki talar tungumálið og er ekki
skráð í samfélagið situr ekki við sama
borð og aðrir. Við þurfum að koma í
veg fyrir þetta,“ segir Vilhjálmur.
SigtryggUr Ari jóhANNSSoN
blaðamaður skrifar: sigtryggur@dv.is
Vilhjálmur
Birgisson
Vilhjálmur
bendir á að 27
Litháar, sem
fyrirtækið
formaco hafði á
sínum snærum,
séu enn óskráðir.
formaco hafi
engar dagsektir
fengið.
„Vinnumála-
stofnun á í
erfiðleikum með
eftirlitið.“
rútuslys í Fljótsdal Meirihluti þeirra
verkamanna sem lentu í rútuslysi í fljótsdal um
síðustu helgi var óskráður og kennitölulaus.
„Það kom á daginn að eftirlitsstofn-
anir ríkisins voru ekki í stakk bún-
ar til þess að taka við þessari
gríðarlegu aukningu á er-
lendu vinnuafli.“