Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2007, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2007, Blaðsíða 26
Hin hliðin DV HIN HLIÐIN Mellufær á harMonikku Sara Marti GuðMundSdóttir leikkona NÚ GETUR ÞÚ LESIÐ DV Á DV.IS DV er aðgengilegt á dv.is og kostar netáskriftin 1.490 kr. á mánuði n Nafn og kyn? „Sara Marti Guðmundsdóttir og síðast þegar ég tékkaði var ég kona.“ n Atvinna? „Ég er leikkona í Þjóðleikhúsinu síðan síðastliðinn mánudag.“ n Hjúskaparstaða? „Ég er í sambandi.“ n Fjöldi barna? „Engin.“ n Áttu gæludýr? „Já, ég á tvo ketti.“ n Ef þú værir bíll, hvaða bíltegund vildirðu þá vera og hvers vegna? „Þá væri ég stærsti jeppinn á markaðnum svo ég kæmist örugglega út um allt.“ n Hefurðu komist í kast við lögin? „Nei, ég hef einhvern veginn alltaf sloppið.“ n Borðarðu þorramat? „Já, já, auðvitað verður maður að gera það, þó maður endi á því að æla þessu svo öllu saman.“ n Hefurðu farið í megrun? „Já, alveg ansi of oft.“ n Græturðu yfir minningargreinum um ókunnuga? „Já, ég hef gert það.“ n Hefurðu tekið þátt í skipulögðum mótmælum? „Nei, aldrei.“ n Hver er uppáhldshljómsveitin þín? „Coctau Twins, ég hlusta svolítið mikið á þá núna.“ n Trúir þú á framhaldslíf? „Já.“ n Er líf á öðrum hnöttum? „Já, ekki spurning.“ n Kanntu dónabrandara? „Ég man reyndar bara einn brandara og hann er svo rasískur að ég get ekki sagt hann.“ n Kanntu þjóðsönginn? „Já, ég kann hann þríradda, ég var sko í kór.“ n Kanntu trúarjátninguna? „Nei, trúarjátningin er það sem flestir læra við fermingu og þar sem ég fermdist ekki kann ég hana ekki alveg.“ n Spilar þú á hljóðfæri? „Já, ég er mellufær á harmonikku og svo lærði ég á trommur í þrjú ár.“ n Styðurðu ríkisstjórnina? „Ég reyni að styðja ríkisstjórnina en það er ekkert alltaf sérlega auðvelt.“ n Hvað er mikilvægast í lífinu? „Fjölskyldan.“ n Hvaða fræga einstakling myndirðu helst vilja hitta og af hverju? „Ég myndi vilja hitta Woody Allen og grátbiðja um að fá hlutverk í næstu mynd hans.“ n Hefurðu eytt peningum í vitleysu – þá hvaða? „Já, ég kem til dæmis til með að eyða peningum í vitleysu í dag því ég er að fara að kaupa flísar og það er ekkert af því að mig bráðvanti þær neitt.“ n Heldurðu með einhverju íþróttafélagi? „Ég held með Haukum í Hafnarfirði.“ n Hefurðu ort ljóð? „Já, ég var í þriðja sæti í alþjóðlegri ljóðakeppni amerískra sendiráðsskóla, ég var í honum hér á Íslandi og það var haldin alþjóðleg samkeppni og ég lenti sem sagt í þriðja sæti. Það voru hins vegar mikil vonbrigði þegar ég fékk verðlaunin mín sem voru risastór kassi með Mozart-kúlum í.“ n Eru fatafellur að þínu mati listamenn? „Nei.“ n Eru bridsspilarar að þínu mati íþróttamenn? „Nei.“ n Af hverju stafar mannkyninu mest hætta? „Af ólæsi.“ n Á að leyfa önnur vímuefni en áfengi? „Nei.“ n Stundar þú íþróttir? „Nei, ég hreyfi ekki á mér rassinn, fyrir utan það að labba út í bíl og inn úr honum aftur.“ n Hefur þú látið spá fyrir þér? „Já, einhvern tímann lét ég gamla sígaunakonu í Barcelona spá fyrir mér.“ D V-M YN D ÁSG EIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.