Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2007, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2007, Blaðsíða 33
FÖSTUDAGUR 31. áGúST 2007DV Sport 33 Martin Jol, stjóri Tottenham, er enn undir pressu eftir þrjá tapleiki í fyrstu fjórum leikjum liðsins. Tottenham er með haug af góðum knattspyrnumönnum en árangur stendur á sér. Á góðum degi getur Tottenham spilað góðan fótbolta, eins og sýndi sig gegn Derby. Fulham ákvað að selja Zat Knight í vikunni og sér sennilega ekki eftir því, þar sem hann var handtekinn skömmu síðar. 2 á Lengjunni. Einn minnst áhugaverði leikur umferðarinnar að mati DV Sport. Mido heldur þó uppteknum hætti og skorar sigurmark leiksins í fyrri hálfleik. Það verður sem salt í sárið hjá Birmingham því félagið var nálægt því að kaupa Mido í upphafi tímabils- ins. Steve Bruce mun kvarta sáran undan dómgæslunni í leiknum en ætti frekar að eyða kröftum sínum í að styrkja liðið. 1 á Lengjunni. Reading tók West Ham í bakaríið í síðustu viðureign liðanna og vann 6–0 sigur. Brynjar Björn var á skotskónum í þeim leik og skoraði fyrsta markið. West Ham hefur orðið fyrir miklu áfalli að undanförnu og leikmenn liðsins meiðast í bílförmum. Það vantar virkilega sterkan mann á miðjuna og Reading gengur á lagið. 2–1 sigur Reading þar sem Kevin Doyle skorar bæði mörk heimamanna og Dean Ashton skorar fyrir West Ham. 1 á Lengjunni. Bolton tók við sér um síðustu helgi og rótburstaði Reading, 3–0. Það býr mikið í þessu Bolton-liði og vonandi fyrir stuðningsmenn liðsins nær Sammy Lee að kalla fram það besta í mönnum. Yakubu leikur líklega sinn fyrsta leik fyrir Everton og vill sanna sig fyrir nýja stjóranum. Hér mætast tveir ekta breskir stjórar og baráttan verður í fyrirrúmi. 1–1 þar sem Nicky Hunt og Yakubu skora mörkin. X á Lengjunni. Derby verður engin fyrirstaða fyrir Liverpool. Strákarnir frá Bítlaborginni líta vel út þessa dagana og gera harða atlögu að Englandsmeistaratitlinum á þessari leiktíð. Derby vann Liverpool síðast í mars árið 1999 og þarf að bíða lengur eftir þeim næsta. 4–0 öruggur sigur hjá Liverpool. Dirk Kuyt verður ekki í liðinu þar sem hann skoraði tvö mörk í síðasta leik. 1 á Lengjunni. Wigan hefur komið á óvart það sem af er leiktíðinni. Spurningin er hins vegar hvort liðið nái að halda þetta út. Newcastle er erfitt heim að sækja, þar sem liðið er með eina bestu stuðningsmenn Englands. Michael Owen skoraði í vikunni og vonandi fyrir knattspyrnuunnendur er hann kominn í gírinn. DV Sport spáir Newcastle 2- 0 sigri gegn Wigan. Viduka og Owen með mörkin. 1 á Lengjunni. Eftir slaka byrjun á tímabilinu vann Manchester United loks sinn fyrsta leik um síðustu helgi. Hann var hins vegar ekki sannfærandi og ljóst að meira þarf til ef liðið á að ná að verja meistaratitil sinn. Sunderland hefur aftur á móti dalað eftir góðan heimasigur á Tottenham í fyrstu umferð. Sunderland tapaði fyrir Luton í deildarbikarnum í vikunni og er ekki líklegt til afreka á Old Trafford. 3–0 sigur United. 1 á Lengjunni. Arsenal komst í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í vikunni, sem er ákveðinn léttir fyrir félagið. Arsenal er enn taplaust. Portsmouth er með skæða menn innanborðs en það sækir ekkert lið gull í greipar Arsenal á Emirates-vellinum. Portsmouth er með þrjá fyrrverandi leikmenn Arsenal innan sinna raða. Harry Redknapp hefur sýnt að Sol Campbell og Kanu eiga enn nóg eftir. Lauren er annað mál. 1 á Lengjunni. Manchester City varð að sætta sig við síðasta tap sitt á tímabilinu um síðustu helgi þegar liðið heimsótti Arsenal. Nú eru það harðjaxlarnir í Blackburn sem taka á móti Sven-Göran og lærisveinum hans. Blackburn spilar fast, með meistara Robbie Savage fremstan í flokki, og lætur City-menn finna til tevatnsins. Inn á milli leynast hins vegar léttleikandi menn eins og Santa Cruz og McCarthy. Þeir skora sitthvort markið í 2–0 sigri Blackburn. Aston Villa festi kaup á Zat Knight í vikunni og blekið var varla þornað á samningnum þegar hann var handtekinn fyrir vörslu fíkniefna. Góð kaup þar á ferðinni. Villa-menn hafa haft ágætis tak á Chelsea á Villa Park og velgt þeim oft á tíðum undir uggum. Þrátt fyrir það er Chelsea of stór biti fyrir Aston Villa að kyngja og vinnur Chelsea þennan leik með einu marki. Florent Malouda skorar eina mark leiksins. 2 á Lengjunni. Síðustu fimm viðureignir Fulham 0–4 Tottenham Fulham 1–1 Tottenham Tottenham 0–0 Fulham Fulham 1–0 Tottenham Tottenham 1–0 Fulham 1. Chelsea 4 3 1 0 7:4 10 2. Man. City 4 3 0 1 4:1 9 3. Liverpool 3 2 1 0 5:2 7 4. Wigan 4 2 1 1 6:3 7 5. Everton 4 2 1 1 6:4 7 6. Arsenal 3 2 1 0 4:2 7 7. Newcastle 3 1 2 0 5:3 5 8. Portsmouth 4 1 2 1 6:5 5 9. Blackburn 3 1 2 0 4:3 5 10. Man. United 4 1 2 1 2:2 5 11. Aston Villa 3 1 1 1 3:3 4 12. West Ham 3 1 1 1 2:3 4 13. Birmingham 4 1 1 2 6:7 4 14. Middlesbrough 4 1 1 2 5:6 4 15. Reading 4 1 1 2 2:5 4 16. Sunderland 4 1 1 2 3:7 4 17. Tottenham 4 1 0 3 5:5 3 18. Fulham 4 1 0 3 5:7 3 19. Bolton 4 1 0 3 6:8 3 20. Derby 4 0 1 3 3:9 1 Markahæstu leikmenn: Nicolas Anelka Bolton 3 Frank Lampard Chelsea 3 Antoine Sibierski Wigan 3 Mido Middlesbrough 2 Charles N’Zogbia Newcastle 2 Roque Santa Cruz Blackburn 2 Cameron Jerome Birmingham 2 Matt Oakley Derby 2 Robin Van Persie Arsenal 2 Deiberson Geovanni Man. City 2 Steed Malbranque Tottenham 2 John Utaka Portsmouth 2 Michael Chopra Sunderland 2 Benjani Mwaruwari Portsmouth 2 David Healy Fulham 2 Leon Osman Everton 2 Obafemi Martins Newcastle 2 England – úrvalsdeild 1. Coventry 3 2 1 0 6:2 7 2. Ipswich 3 2 1 0 6:2 7 3. Wolves 3 2 0 1 6:4 6 4. Stoke 3 2 0 1 5:4 6 5. Watford 3 2 0 1 4:5 6 6. Colchester 3 1 2 0 7:4 5 7. Bristol City 3 1 2 0 5:4 5 8. Crystal Palace 3 1 1 1 6:4 4 9. Leicester 3 1 1 1 6:4 4 10. Scunthorpe 3 1 1 1 4:3 4 11. Blackpool 3 1 1 1 3:3 4 12. Plymouth 3 1 1 1 6:6 4 13. Hull 3 1 1 1 5:5 4 14. Charlton 3 1 1 1 5:5 4 15. Sheff. United 3 1 1 1 3:3 4 16. Norwich 3 1 1 1 3:3 4 17. Barnsley 3 1 1 1 6:8 4 18. Cardiff 3 1 0 2 2:2 3 19. W.B.A. 3 1 0 2 3:3 3 20. Burnley 2 1 0 1 2:3 3 21. Southampton 3 1 0 2 5:8 3 22. Q.P.R. 2 0 1 1 2:4 1 23. Preston 3 0 1 2 0:5 1 24. Sheff. Wednesday 3 0 0 3 4:10 0 Markahæstu leikmenn: Brian Howard Barnsley 4 Alan Lee Ipswich 4 Freddy Eastwood Wolves 3 James Scowcroft Crystal Palace 3 Enska 1. deildin 1. Leyton Orient 3 3 0 0 5:1 9 2. Carlisle 3 2 1 0 4:1 7 3. Tranmere 3 2 0 1 5:2 6 4. Luton 3 2 0 1 6:4 6 5. Hartlepool 3 2 0 1 5:3 6 6. Yeovil 3 2 0 1 3:2 6 7. Huddersfield 3 2 0 1 2:2 6 8. Swindon 3 1 2 0 4:3 5 9. Bristol Rovers 3 1 2 0 3:2 5 10. Swansea 3 1 1 1 4:3 4 11. Bournemouth 3 1 1 1 2:2 4 12. Cheltenham 3 1 1 1 2:2 4 13. Millwall 3 1 1 1 1:1 4 14. Crewe 3 1 1 1 3:4 4 15. Oldham 3 1 0 2 2:3 3 16. Brighton 3 1 0 2 3:5 3 17. Southend 3 1 0 2 3:6 3 18. Nottingham Forest 3 0 2 1 1:2 2 19. Northampton 3 0 1 2 3:5 1 20. Doncaster 3 0 1 2 2:4 1 21 Walsall 3 0 1 2 2:5 1 22 Port Vale 3 0 1 2 1:4 1 23 Gillingham 3 0 0 3 1:6 0 24 Leeds 3 3 0 0 8:3 -6 Enska 2. deildin David Healy Hóf ferilinn með Manchester United en spilaði aðeins einn leik. Þaðan fór hann til Preston þar sem hann sló í gegn. Kom til Fulham frá hinu fallna stórveldi Leeds og hefur smollið eins og flís við rass hjá liðinu. Mikael Forssell Talinn einn besti leikmaður Finna og sá leikmaður sem á að taka við af Jari Littmanen. Hefur sýnt það að hann getur skorað mörk en hefur átt í erfiðleikum með hnéð á sér og verið töluvert frá sinn stutta feril. Mark Noble Kemur í gegnum unglingastarf West Ham og var valinn besti ungi leikmaður liðsins árið 2005. Finnst best að spila á miðri miðjunni og ekki ólíklegt að þar verði hann í vetur þar sem hálft liðið er slasað. Yakubu Kemur væntanlega inn á í sínum fyrsta leik fyrir félagið. Það er búist við miklu af Yakubu enda dýrasti leikmaður Everton. Hann er annar markahæsti leikmaður deildarinnar síðustu fjögur ár á eftir Thierry Henry. Stephen Pearson Maðurinn sem skoraði 60 milljóna punda markið í fyrra þegar hann tryggði Derby upp í úrvalsdeildina. Kom frá Celtic í jánúar í fyrra og hefur sýnt að þarna fer góður leikmaður. Er besti vinur James McFadden hjá Everton. Nicky Butt Eftir söluna á Scott Parker til West Ham hefur Butt fengið að spila meira og nýtt tækifærið vel. Baráttuglaður miðjumaður sem lætur vel finna fyrir sér. Var orðaður við Sunderland en ákvað að vera hjá Newcastle. Roy Keane Mætir aftur til Old Trafford þar sem hann er enn í guða tölu. Sunderland mun væntanlega eiga undir högg að sækja en Keane sýndi það og sannaði á síðustu leiktíð að þarna fer góður framkvæmdastjóri. John Utaka Þrátt fyrir að vera aðeins 25 ára gamall er hefur Utaka spilað með sjö félögum. Gerðist svo frægur með Rennes, hans fyrra félagi, að skora tvær þrennur í röð. Hraður og leikinn leikmaður sem vert er að taka eftir. Kasper Schmeichel Hefur nýtt sér að tveir aðalmarkmenn City-liðsins, Andreas Isaksson og Joe Hart eru meiddir og allt í einu er Schmeichel orðinn aðalmarkvörður í Manchest- er-borg. Núna er það hins vegar City ekki Utd sem nýtur góðs af Schmeichel-nafninu. Ashley Young Náði sér ekki á strik með Villa eftir að hafa verið keyptur dýrum dómum frá Watford í fyrra. Er hins vegar að nálgast formið sem hann var í upp á sitt besta hjá Watford. Gríðarlega fljótur leikmaður sem einnig getur skorað mörk. Síðustu fimm viðureignir Middlesbrough 1–0 Birmingham Birmingham 0–3 Middlesbrough Birmingham 2–0 Middlesbrough Middlesbrough 2–1 Birmingham Middlesbrough 5-–3 Birmingham Síðustu fimm viðureignir Reading 6–0 West Ham West Ham 0–1 Reading Reading 3–1 West Ham West Ham 1–0 Reading Reading 2–0 West Ham Síðustu fimm viðureignir Bolton 1–1 Everton Everton 1–0 Bolton Everton 0–4 Bolton Bolton 0–1 Everton Bolton 3–2 Everton Síðustu fimm viðureignir Liverpool 2–0 Derby Derby 0–1 Liverpool Liverpool 1–1 Derby Derby 0–4 Liverpool Derby 0–2 Liverpool Síðustu fimm viðureignir Wigan 1–0 Newcastle Newcastle 2–1 Wigan Newcastle 3–1 Wigan Wigan 1–0 Newcastle Wigan 1–0 Newcastle Síðustu fimm viðureignir Man.Utd 0–0 Sunderland Sunderland 1–3 Man.Utd Man.Utd 2–1 Sunderland Sunderland 1–1 Man.Utd Man.Utd 4–1 Sunderland Síðustu fimm viðureignir Portsmouth 0–0 Arsenal Arsenal 2–2 Portsmouth Portsmouth 1–1 Arsenal Arsenal 4–0 Portsmouth Arsenal 3–0 Portsmouth Síðustu fimm viðureignir Blackburn 2–0 Manchester City Manchester City 0–3 Blackburn Blackburn 4–2 Manchester City Blackburn 2–0 Manchester City Manchester City 0–0 Blackburn Síðustu fimm viðureignir Aston Villa 0–0 Chelsea Chelsea 4–0 Aston Villa Chelsea 1–1 Aston Villa Aston Villa 1–1 Chelsea Chelsea 2–1 Aston Villa SÍÐUSTU LEIKIR SPÁ DV STAÐANFYLGSTU MEÐ ÞESSUM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.