Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2007, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2007, Blaðsíða 39
DV Helgarblað bætir við : „Það var í rauninni ekkert svona sérstakt þrykk á þeirra fatn- aði.“ Verslanir H&M hafa alltaf ver- ið með veglega markaðssetningu og flottar auglýsingaherferðir þegar nýj- ar fatalínur eru kynntar og má búast við einhverju svipuðu þegar íslenska fatalínan er væntanleg í verslan- ir. „Þetta er náttúrulega frekar stórt dæmi og ég veit að þeir ætla að gera einhvern flottan viðburð úr þessu. Kynningarpartíið verður líklegast í Stokkhólmi þó við myndum óska þess að fara og kynna þetta í hverri borg en geðveikast væri náttúrulega ef að Steed Lord myndu fara eitthvað út og spila í kynningarpartíinu en þetta á allt eftir að koma betur í ljós,“ segir Sara. Bjóst aldrei við þessum vinsældum Þrátt fyrir að Nakti apinn hafi ekki verið til í nema rúm tvö ár hef- ur verslunin getið sér gríðarlega gott orð hérlendis sem og erlendis og má segja að með því að koma hönnun sinni í sölu í H&M sé um ákveðin tímamót að ræða hjá íslenskri versl- un. „Ég hefði aldrei búist við þessu þegar ég opnaði verslunina mína með fjórar flíkur hangandi á einni klifurgrind. Ég hef samt alltaf vitað hvert ég ætlaði mér með þetta en datt aldrei í hug að búðin yrði svona vinsæl. Ég ákvað bara að gera það sem mér fannst flott og bjóst alveg við því að öllu þessu tískuliði myndi ekkert finnast þetta flott og jafnvel að fólki fyndist þetta eitthvað væm- ið og pínu hallærislegt “ segir Sara en alltaf er nóg að gera í kringum versl- unina. „Við erum að fara til San Di- ego að sýna í næstu viku þar sem við verðum með svona sýningarbása með fötunum okkar og svo förum við til Parísar á sýningu í október,“ bætir hún við. Gerðist allt mjög hratt Steed Lord er að sama skapi frek- ar ung hljómsveit sem hefur einung- is verið starfandi í eitt og hálft ár og samanstendur af þremur bræðrum, þeim Erling, Eðvard og Einari, auk söngkonunnar Svölu Björgvinsdóttur sem einmitt er kærastan hans Einars. „Ég bjó úti í Svíþjóð svo ég kom að- eins seinna inn í hljómsveitina. Það er ótrúlegt að hugsa til þess að þeg- ar ég flutti heim henti ég bara upp stúdíói og gerði eitt lag með Steed Lord og áður en ég vissi af var ég, sem hafði verið brjálaður gangster- rappari, byrjaður að gera elektrótón- list og kominn í þröngar gallabuxur í staðinn fyrir víðu hip hop-buxurnar,“ segir Elli sem fluttist til Svíþjóðar til að læra að tattúvera. „Það er líka allt búið að gerast mjög hratt hjá okkur. Við erum búin að vera að spila mjög mikið erlendis bæði í klúbbum og á tónlistarhátíðum, til dæmis á Glo- bal Gathering sem er stærsta dans- hátíð í Evrópu og um daginn vor- um við í Kaupmannahöfn að spila á tónlistarhátíð sem fór framan utan- dyra. Það voru fullt af plötusnúðum og nokkrar hljómsveitir að spila þar en við vorum aðalbandið og gerðum allt vitlaust,“ segir hann og bætir við að breiðskífa frá sveitinni sé vænt- anleg í kringum mánaðamótin okt- óber nóvember. „Platan er tilbúin og við munum fylgja henni vel eftir með tónleikum hér heima og erlendis en við höfum þegar fengið mjög marg- ar eftirspurnir um að spila úti. Það er komið nafn á hana sem er samt al- gjört leyndarmál,“ segir Elli en sveitin er að fara að spila á sérstöku Kitsune- kvöldi á Gauknum í kvöld, föstudag, ásamt tveimur plötusnúðum og eig- endum Kitsune sem er eitt stærsta elektróplötufyrirtæki í Frakklandi. Starfar í London Grafíski hönnuðurinn Siggi Egg- erts er búsettur í London að svo stöddu þar sem hann er með vinnu- stofu í Egg Building en áður starfaði hann á vinnustofu Atla Hilmarsson- ar. Siggi hefur getið sér gott orð fyr- ir verk sín og hannaði meðal annars heimasíðuna fyrir Nakta apann. „Ég hef alltaf verið að reyna að fá Sigga til að hanna eitthvað fyrir mig í Nakta apann en hann hefur alltaf verið svo hræddur um að ég myndi algjörlega rugla upp hönnuninni hans með ein- hverjum brjálæðislega neonbleik- um og grænum litum en hann er mjög stílhreinn,“ segir Sara og hlær. „Ég væri alveg ógeðslega spennt að vinna með honum því hann er mjög klár í því sem hann er að gera og myndu margir segja að hann sé einn af okkar bestu grafísku hönnuðum. Það er því aldrei að vita hvað gerist, ég mun allavega aldrei gefast upp,“ segir Sara. Götutískan verður vinsælli Umræðurnar færast brátt út í götu- tískuna sem hefur notið mjög vax- andi vinsælda upp á síðkastið og er einkennandi fyrir fatnað Nakta apans og þá hönnun sem krakkarnir gerðu fyrðu H&M. Aðspurð hvort þau haldi að vinsældir götutískunnar fari ekki að minnka á næstunni eru þremenning- arnir öll sammála um að svo sé ekki. „Þvert á móti held ég að götutískann sé bara að verða vinsælli. Ég var að lesa að það hefði verið geðveik sprengja á Bandaríkja- og Japansmarkaði í götu- tískunni og að vinsældirnar aukist með ári hverju. Ég held að því fylgi líka að þetta eru þægileg föt en samt mjög kúl og í tísku,“ segir Sandra og Sara bæt- ir því við að götutískan þyki kannski ekki jafnýkt og hér áður fyrr. „Ég held að fólkinu sem fannst einu sinni al- veg ótrúlega ýkt að klæðast einhverri peysu úr Nakta apanum finnist það bara mjög beisik í dag.“ Spennt að sjá útkomuna Sara, Elli og Sandra segjast öll vera mjög spennt að sjá hvernig hönnunin komi út en þau eru búin að senda allt frá sér og sýnishorn af fatnaðinum eru væntanleg til lands- ins á næstunni. „Við erum bara að bíða eftir sýnishornunum en þau eru bara á leiðinni til landsins í þessum töluðu orðum,“ segir Elli og bætir því við að þau séu búin að fá sendar myndir af fötunum eins og þau komi endanlega til með að líta út. „Mér sýnist þetta bara vera algjörlega eins og við vildum öll hafa þetta og þetta lítur bara allt saman mjög vel út,“ segir hann að lokum. Þeim sem vilja kynna sér betur stíl hönnuðanna er bent á vefsíðurnar myspace.com/ steedlord, dontbenaked.com og van- illusaft.com. krista@dv.is Dansrá› Íslands | Faglær›ir danskennarar Borgartún 6 | 105 Reykjavík | sími 553 6645 | fax 568 3545 | dans@danskoli.is | www.dansskoli.is VI‹ BJÓ‹UM UPP Í DANS Innritun og uppl‡singar í síma 553 6645 e›a á dansskoli.is Mambó Tjútt Freestyle Break Salsa Brú›arvals Barnadansar Samkvæmisdansar Sérnámskei› fyrir hópa N‡justu tískudansarnir Börn – Unglingar – Fullor›nir Yfir 100 námskeið fyrir fólk í atvin nulífi á Íslandi www.idan.is Nýr námsvísir kominn út þín menntun - þinn frami idan@idan.is - www.idan.is ÍSLENSKIR HÖNNUÐIR HANNA FYRIR H&M Hljómsveitin Steed Lord Hannaði neonmynstur fyrir H&M.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.