Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2007, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2007, Blaðsíða 20
Menning föstudagur 31. ágúst 200720 Menning DV Handverk kvenna Sýning á verkum Hildar Bjarnadóttur verður opnuð í Listasafni ASÍ kl. 15 á morgun. Á sýningunni eru verk þar sem grunnhugmyndir myndlistar og hefðir textílhandverks eru til umfjöllunar. Hún vitnar í mál- verkshefðina en skoðar jafn- framt handverk kvenna á fyrri tímum. Hildur hefur haldið margar einkasýningar og tekið þátt í samsýningum á Íslandi og í Bandaríkjunum. Sýningin er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 13 til 17 og stendur til 23. september. leiklist Hafnarfjarðarleikhúsið hefur tilkynnt verkefnaskrá sína fyrir veturinn: Eiturlyfjasmygl, Mamma og barnasýningar Léttgeggjað leikrit um eitur- lyfjasmygl, vangaveltur um hvað mamma sé og vinsælar barnasýn- ingar eru á meðal þess sem verður á fjölunum hjá Hafnarfjarðarleikhús- inu í vetur. Hinn geysivinsæli söng- leikur Dr. Gunna, Abbababb!, held- ur áfram frá fyrra leikári. Sýningin hlaut Grímuna í júní síðastliðnum fyrir barnasýningu ársins. Leikritið Blackbird eftir David Harrower verður frumsýnt í október. Verkið er eitt það umtalaðasta síðari ár en það segir frá Unu og Ray sem áttu í sambandi fyrir fimmtán árum. Þau hafa ekki séð hvort annað síð- an en nú hefur hún fundið hann á ný. Sýningin er unnin í samstarfi við Kvenfélagið Garp. Ævintýrið um Augastein eftir Felix Bergsson fer aftur í sýningar í desem- ber. Verkið var frumsýnt í London árið 2002 og á Íslandi 2003. Verk- ið byggist á hinni sígildu sögu um Grýlu og jólasveinana en ævintýrið um Augastein verður miðpunktur leikritsins. Felix sjálfur er eini leikari sýningarinnar en Kolbrún Halldórs- dóttir sér um leikstjórnina. Nýr, kolsvartur gamanleikur eftir Hávar Sigurjónsson, Kári og Halla, verður frumsýndur í janúar. Um er að ræða léttgeggjað leikrit um heit- ar ástir, smygl á eiturlyfjum og sam- skipti við útlendinga. Hilmar Jóns- son leikstýrir. Stefnt er að frumsýningu á verk- inu Mamma í mars sem hópur lista- kvenna stendur að. Spurningunni um hvað mamma sé er hér velt upp og glímt við hana. Á meðal kvenn- anna eru Charlotte Böving, María Ellingsen og Þórey Sigþórsdóttir. Loks verður Fjallið eftir Jón Atla Jónasson sýnt á seinni hluta leikárs- ins. Verkið inniheldur þrjár kvikind- islegar og launfyndnar sögur úr ís- lenskum samtíma með tónlist eftir Benna Hemm Hemm. Þá er ónefnt dansverk sem UglyDuck.Product- ions hyggst sýna í leikhúsinu. Líf og dauði Sýning á myndverkum Kjartans Ólasonar verður opnuð í Listasafni ASÍ kl. 15 á morgun, eða á sama tíma og sýning Hildar. Strax í upphafi ferilsins vakti Kjartan athygli fyrir verk sín og hefur hann síðan haldið einkasýningar og tekið þátt í mörgum samsýn- ingum. Í list sinni fjallar Kjartan um lífið og dauðann og stöðu mannsins í samfélaginu. Á sýningunni í Listasafni ASÍ eru stórar blýantsteikningar, mál- verk og innsetningar. Sýning- unni lýkur 23. september. Hugarfars- stjórnun Bókin Þú ert það sem þú hugsar: Hagnýtar hugmynd- ir og aðferðir fyrir þá sem vilja hjálpa sér sjálfir, eftir Guðjón Bergmann, er komin út. Bókin er byggð á samnefndu helgarnám- skeiði sem hefur notið töluverðra vinsælda og endurspegl- ar hún víð- tæka reynslu og hagnýta nálgun höfundar á sviði sjálfs- eflingar og hugarfarsstjórn- unar, að því er segir í tilkynn- ingu. Í bókinni er meðal annars rætt um það hvernig hugurinn starfar, skilgreint hverju er hægt að stjórna og hverju ekki og útskýrt hvernig hægt er að nýta sér streitu til framdráttar. Sýning í Populus Tremula Guðbjörg Ringsted sýnir teikningar í Populus Tremula á Akureyri um helgina. Sýningin verður opnuð kl. 14 á morgun og verður opin báða dagana frá 14 til 16. Þetta er ellefta einkasýning Guðbjargar en hingað til hefur hún aðallega fengist við gerð grafíkmynda. Sýningin verður aðeins opin þessa einu helgi. Þ að gustaði um Borgarleik- húsið þegar Guðjón Ped- ersen var ráðinn sem leik- hússtjóri þar frá og með ágústmánuði árið 2000, eða fyrir réttum sjö árum. Árin í leik- húsinu verða orðin átta þegar Guð- jón lætur af störfum næsta vor en lög Leikfélags Reykjavíkur kveða á um að leikhússtjóri megi ekki sitja lengur en það. Þess má geta að það er sami tími og menn fá í embætti forseta Bandaríkjanna. Hvernig á því stendur, hvort finna megi einhverjar tengingar á milli þess sem fram fer innan veggja Hvíta hússins í Wash- ington og þessa gráleita leikhúss í Reykjavík, er efni í aðra grein. Spáir aldrei velgengni Þegar blaðamaður hitti Guðjón á skrifstofu hans í gær var ljóst að það var spenningur í loftinu. Ekki furða þar sem fyrsta frumsýning leikársins er á morgun, á gamanleiknum Líki í óskilum. „Ég er alltaf spenntur. Það er alltaf gaman þegar við erum búin að vera að vinna að einhverju verk- efni og sjá svo hvernig okkar leikhús- gestir taka því,“ segir Guðjón og bæt- ir við að leikárið leggist vel í sig. „Það er mikill hugur í okkur og við kom- um vel úthvíld eftir sumarið. Það var engin stór starfsemi í húsinu í sumar því stóra sviðið var í klössun. Það er alltaf ávísun á að við komum ferskari til leiks að hausti því það er enginn búinn að vera að vinna í sumar. Það gekk vel hjá okkur í fyrravetur, bæði listrænt og fjárhagslega, þannig að við erum bjartsýn.“ Sérðu fram á besta leikár Borgar- leikhússins hingað til? „Ég spái aldrei svona fyrirfram. Það er alveg vonlaust. Við höfum svo oft staðið frammi fyrir því að vera með verk í höndunum sem við erum viss um að eigi eftir að ganga vel og svo kemur ekki kjaftur. Á móti höfum við líka verið með verk eins og Belgíska Kongó sem við erum núna með fimmta árið í röð. Þetta er verk sem við ætluðum bara að sýna sex sinnum fyrir langa löngu og það er ennþá fólk að koma. Okk- ar leikhúsgestur er óútreiknandi.“ Þú ert sjálfur að fara að stýra sýningu sem ber yfirskrifitina tékkað á Tjekoff. Segðu mér aðeins frá því. „Í fyrra hófum við eitt verkefni sem við köllum dogma og tókum þá fyrir verk sem heitir Sólarferð. Núna ætlum við að leggja aðeins meira í þetta og tékka á Tjekoff. Fyrir val- inu varð Kirsuberjagarðurinn og – þetta hljómar kannski klisjukennt – en áherslan er á leikarann. Þetta er kannski að einhverju leyti stolið frá dogma-kvikmyndinni. Við verðum ekki eins og til dæmis Grettir eða Superstar, með milljón ljós og fullt af umgjörð, heldur er leikarinn fyrst og fremst í forgrunni.“ Ævintýrið um Augastein felix Bergsson snýr aftur. Slepp vonandi við geðveiki Guðjón Pedersen Borgarleikhússtjóri lætur af störfum eftir leikárið sem nú fer í hönd. Blaðamaður DV hitti Guð- jón, eða Gíó eins og hann er gjarnan kallaður, á skrifstofu hans í gær þar sem stiklað var í stóru í fortíð, framtíð og nútíð. Kröfur, kokkanám, dogma, geðveiki og andmæli við ráðningu hans var á meðal þess sem bar á góma. Guðjón Pedersen Borgarleik- hússtjóri „Ég held að það sé mjög mikilvægt fyrir leikhússtjóra að múra sig ekki inni í einhverjum turni. Og þótt maður sé búinn að búa til eitthvað skema, að þora að breyta því. Þora að vera ekki alvitur.“ DV-MYND ÁSGEIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.