Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2007, Blaðsíða 46
föstudagur 31. ágúst 200746 Helgarblað DV
U m s j ó n : Þ ó r u n n S t e f á n s d ó t t i r . N e t f a n g t h o r u n n @ d v . i s
&Matur vín
Rabarbarasafi
Nú er um að gera að nýta rabarbarauppskeruna og
búa til ljúffengan rabarbarasafa. til þess þarf 1 kg
rabarbara, skorinn í litla bita, 250 g sykur og 225 ml
eplasafa. allt er sett í pott og soðið við vægan hita í
15 mínútur. Þegar rabarbarinn hefur mýkst er hann
síaður í gegnum klút. setjið í sótthreinsaðar krukkur
og geymið í ísskáp.
Haukur Valgeir Magnússon, matreiðslumaður á La Primavera Meistarinn
Magnaður Mars-
ala-kjúklingur
Marsala-vín þykir ómissandi vín í
matargerð Ítala og þar finnst flaska af
Marsala-víni í flestum eldhússkápum.
fáir vita kannski að hægt er að kaupa
Marsala í verslunum átVr hér á landi og
kostar flaskan tæpar 2.000 krónur
(Lombardo Marsala Cucina). Marsala
þykir einkum notað í kjúklinga- og
kálfakjötsrétti og hér fylgir uppskrift að
einum bragðgóðum rétti.
l 4 kjúklingabringur
l 1/2 tsk. salt
l 1/4 tsk. pipar
l Basilíka
l salvía
l rósmarín
l Herbs de Provance krydd
l 3 msk. smjör eða smjörlíki
l 3 msk. ólífuolía
l 1/2-1 bolli ferskir sveppir,
niðurskornir
l 1/2 bolli Marsala-vín.
l rjómi eftir smekk.
Bringurnar eru barðar með kjöthamri.
Kryddið með ítölskum kryddum á
báðum hliðum. Hitið olíu og smjör á
pönnu á miðlungshita. steikið
bringurnar þar til brúnast vel. Bætið
sveppunum á pönnuna. steikið í tvær
mínútur til viðbótar. Hellið Marsala og
rjóma yfir bringurnar. setjið lok á
pönnuna og látið malla í tíu mínútur.
Borið fram með soðnu pasta eða
hrísgrjónum. Einnig er gott að velta
kartöfluskífum með hýði upp úr
ólífuolíu, krydda hressilega með rósmar-
ín og steikja í ofni í um það bil 20
mínútur. Pönnusteiktur lax
Haukur Valgeir Magnússon hefur
haft áhuga á matreiðslu frá því
hann var lítill strákur og lét verða
af því að fara í matreiðslunám
þegar hann var orðinn tuttugu og
tveggja ára. Fyrsta námsárið
lærði hann á Argentínu steikhúsi
en kláraði svo námið á Humar-
húsinu. Að námi loknu í maí 2006
hóf hann störf á La Primavera en
mun í október flytjast til London
og taka til starfa á veitingastaðn-
um Fifteen sem er í eigu sjón-
varpskokksins Jamies Oliver.
PöNNustEiKtur Lax MEð
BasiLKartöfLuMús, KryddoLÍu
og aPPELsÍNu-PaPriKusaLati.
l 680 g lax
l Basilkartöflumús
l 4 stk. kartöflur
l 40 g smjör
l 20 g basil
l salt og pipar
Aðferð:
Kartöflurnar eru soðnar í vatni
þar til þær eru tilbúnar. Því næst eru
þær skrældar og settar í pott þar sem
þeim er stappað saman við smjörið
og basilikuna. Kryddað til með salti
og pipar.
KryddoLÍa:
l 80 ml ólífuolía
l Chilli, hvítlaukur, rósmarín og
bergmynta
Aðferð:
Kryddjurtirnar eru saxaðar smátt og og
blandað svo við ólífuolíuna.
aPPELsÍNu–PaPriKusaLat
l rúkólasalat
l 2 appelsínur
l 1 rauð paprika
Aðferð:
Hýðið er tekið af appelsínun-
um og þær skornar í lauf (litla bita),
paprikan er skorin í þunnar ræm-
ur. Appelsínulaufunum og papriku-
ræmunum er svo blandað við rúk-
ólasalat. Safinn úr appelsínunni er
notaður sem dressing.
Mér finnst algjör óþarfi að nota
einhverjar þungar sósur með laxin-
um því fátt er betra en rétt eldaður
lax (smá bleikur í miðjunni), krydd-
olían hér að ofan er einungis hugs-
uð til að gefa honum lit og ítalskt
bragð.
D
V
m
yn
d
St
ef
án
Brómberja-
eftirréttur
l 150 g léttjógúrt án bragðs
l 3 msk. sýrður rjómi
l Nokkrir vanilludropar
l 125 gr brómber, létt marin
l 6 msk. haframjöl
Þeytið saman jógúrt, sýrðum rjóma og
vanilludropum.
setjið til skiptis, helst í há glös: Ber,
jógúrtblönduna og haframjölið.
Kælið í klukkustund.
Þessi eftirréttur er fyrir tvo. Hægt er að
nota hvaða ber sem er í stað brómberja.