Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2007, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2007, Blaðsíða 46
föstudagur 31. ágúst 200746 Helgarblað DV U m s j ó n : Þ ó r u n n S t e f á n s d ó t t i r . N e t f a n g t h o r u n n @ d v . i s &Matur vín Rabarbarasafi Nú er um að gera að nýta rabarbarauppskeruna og búa til ljúffengan rabarbarasafa. til þess þarf 1 kg rabarbara, skorinn í litla bita, 250 g sykur og 225 ml eplasafa. allt er sett í pott og soðið við vægan hita í 15 mínútur. Þegar rabarbarinn hefur mýkst er hann síaður í gegnum klút. setjið í sótthreinsaðar krukkur og geymið í ísskáp. Haukur Valgeir Magnússon, matreiðslumaður á La Primavera Meistarinn Magnaður Mars- ala-kjúklingur Marsala-vín þykir ómissandi vín í matargerð Ítala og þar finnst flaska af Marsala-víni í flestum eldhússkápum. fáir vita kannski að hægt er að kaupa Marsala í verslunum átVr hér á landi og kostar flaskan tæpar 2.000 krónur (Lombardo Marsala Cucina). Marsala þykir einkum notað í kjúklinga- og kálfakjötsrétti og hér fylgir uppskrift að einum bragðgóðum rétti. l 4 kjúklingabringur l 1/2 tsk. salt l 1/4 tsk. pipar l Basilíka l salvía l rósmarín l Herbs de Provance krydd l 3 msk. smjör eða smjörlíki l 3 msk. ólífuolía l 1/2-1 bolli ferskir sveppir, niðurskornir l 1/2 bolli Marsala-vín. l rjómi eftir smekk. Bringurnar eru barðar með kjöthamri. Kryddið með ítölskum kryddum á báðum hliðum. Hitið olíu og smjör á pönnu á miðlungshita. steikið bringurnar þar til brúnast vel. Bætið sveppunum á pönnuna. steikið í tvær mínútur til viðbótar. Hellið Marsala og rjóma yfir bringurnar. setjið lok á pönnuna og látið malla í tíu mínútur. Borið fram með soðnu pasta eða hrísgrjónum. Einnig er gott að velta kartöfluskífum með hýði upp úr ólífuolíu, krydda hressilega með rósmar- ín og steikja í ofni í um það bil 20 mínútur. Pönnusteiktur lax Haukur Valgeir Magnússon hefur haft áhuga á matreiðslu frá því hann var lítill strákur og lét verða af því að fara í matreiðslunám þegar hann var orðinn tuttugu og tveggja ára. Fyrsta námsárið lærði hann á Argentínu steikhúsi en kláraði svo námið á Humar- húsinu. Að námi loknu í maí 2006 hóf hann störf á La Primavera en mun í október flytjast til London og taka til starfa á veitingastaðn- um Fifteen sem er í eigu sjón- varpskokksins Jamies Oliver. PöNNustEiKtur Lax MEð BasiLKartöfLuMús, KryddoLÍu og aPPELsÍNu-PaPriKusaLati. l 680 g lax l Basilkartöflumús l 4 stk. kartöflur l 40 g smjör l 20 g basil l salt og pipar Aðferð: Kartöflurnar eru soðnar í vatni þar til þær eru tilbúnar. Því næst eru þær skrældar og settar í pott þar sem þeim er stappað saman við smjörið og basilikuna. Kryddað til með salti og pipar. KryddoLÍa: l 80 ml ólífuolía l Chilli, hvítlaukur, rósmarín og bergmynta Aðferð: Kryddjurtirnar eru saxaðar smátt og og blandað svo við ólífuolíuna. aPPELsÍNu–PaPriKusaLat l rúkólasalat l 2 appelsínur l 1 rauð paprika Aðferð: Hýðið er tekið af appelsínun- um og þær skornar í lauf (litla bita), paprikan er skorin í þunnar ræm- ur. Appelsínulaufunum og papriku- ræmunum er svo blandað við rúk- ólasalat. Safinn úr appelsínunni er notaður sem dressing. Mér finnst algjör óþarfi að nota einhverjar þungar sósur með laxin- um því fátt er betra en rétt eldaður lax (smá bleikur í miðjunni), krydd- olían hér að ofan er einungis hugs- uð til að gefa honum lit og ítalskt bragð. D V m yn d St ef án Brómberja- eftirréttur l 150 g léttjógúrt án bragðs l 3 msk. sýrður rjómi l Nokkrir vanilludropar l 125 gr brómber, létt marin l 6 msk. haframjöl Þeytið saman jógúrt, sýrðum rjóma og vanilludropum. setjið til skiptis, helst í há glös: Ber, jógúrtblönduna og haframjölið. Kælið í klukkustund. Þessi eftirréttur er fyrir tvo. Hægt er að nota hvaða ber sem er í stað brómberja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.