Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2007, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2007, Blaðsíða 6
föstudagur 31. ágúst 20076 Fréttir DV erlendarFréttir ritstjorn@dv.is Stærstur hluti vopna í heiminum er í höndum óbreyttra borgara: Flest í höndum óbreyttra borgara Samkvæmt könnun sem gerð var í Sviss er almenningur í heiminu með þrisvar sinnum fleiri vopn en allir herir og lögregla samanlagt. Af 875 milljónum skotvopna sem eru í um- ferð eru 650 milljónir í höndum al- mennings. Það er um 200 milljónum fleiri en áður var talið. Það sem rann- sóknaraðilum kom mest á óvart er hið breytta samband milli samfélags og vopna. Stjórnleysi í borgarmynd- un hefur dregið úr öryggi almenn- ings og aukið vopnað ofbeldi. Í mið- borgarkjörnum borga í Mið-Afríku, Asíu og Suður-Ameríku kaupa auð- ugir borgarar skotvopn sér til varnar, en fyrir utan afgirt hverfi þeirra eykst eiturlyfjatengdum glæpum stöðugt. Í Brasilíu eru dauðsföll af völdum skotvopna fleiri en í mörgum lönd- um þar sem stríð geisa. Betra eftirlit Niðurstaða skýrslunnar er þörf áminning um mikilvægi betra eft- irlits með vopnasölu og í henni er bent á að mörg lönd sem standa í vopnasölu, til dæmis Bretland, Þýskaland og Ítalía, gætu staðið betur að eftirliti til að tryggja að vopn lentu ekki höndum þeirra sem síst skyldi. Mikið hefur bor- ið á að vopnasendingar Banda- ríkjamanna til Íraks hafi horfið og þeir hafa ekki getað gert grein fyrir staðsetningu þeirra. Keith Krause, sem að skýrslunni stóð segir að það sé ekki þar með sagt að vopnin séu týnd. Það sé bara ekki hægt að segja til um hvort þau séu í hönd- um þeirra sem keyptu þau me‘ð löglegum hætti. Kólera í Írak Kólera hefur brotist út í tveim- ur héruðum í norðurhluta Íraks. Kóleran hefur orðið átta manns að bana og áttatíu eru sýktir. Or- sakirnar eru raktar til mengaðs vatns og lélegra skólpræsa, en hvort tveggja er afleiðing bágs ástands innviða héraðanna. Sér- fræðingar hafa verið sendir frá Bagdad og Barnahjálp Samein- uðu þjóðanna hefur dreift vatni og Heilbrigðisstofnunin áform- ar að koma á kerfi svo unnt sé að fylgjast með gæðum vatns á svæðinu. Brasilía fleiri dauðsföll en í stríðshrjáðum löndum. Dauðsföll af völdum eiturlyfjaneyslu hafa aukist um fjórðung í Skotlandi samkvæmt nýjustu tölum. Þær sýna að á síðasta ári var hægt að rekja fjög- ur hundruð tuttugu og eitt dauðsfall til eiturlyfjanotkunar. Það er áttatíu og fimm fleiri en árið 2005. Í sextíu og tveimur prósentum tilfella var um að ræða heróín eða morfín, en meþad- ón kom við sögu í tuttugu og þremur prósentum tilfella. Af þeim sem lét- ust voru áttatíu og þrjú prósent undir fjörutíu og fimm ára aldri, en sextán prósent undir sextán ára aldri. Stór meirihluti þeirra sem létust var karl- menn. Árið 2002 létust þrjú hundruð níutíu og tveir af völdum eiturlyfja- notkunar í Skotlandi. Sorglegar tölur Kenny MacAskill, dómsmála- ráðherra Skotlands, sagði tölurnar lýsandi dæmi um „eitt af mikilvæg- ustu vandamálum okkar tíma“. Ma- cAskill sagði: „Þessi glötuðu manns- líf endurspegla stærðargráðu þeirrar áskorunar sem við stöndum frammi fyrir, tuttugu og fimm prósenta fjölg- un dauðsfalla á aðeins einu ári er mikið áhyggjuefni og er áminn- ing um eiturlyfjavandamálið í Skot- landi.“ Hann sagði að stjórnin leitaði nú nýrra leiða til að taka á misnotk- un eiturlyfja. „Aðgerðir okkar verða að taka á eftirspurninni ekki síður en framboðinu og við verðum að end- urmeta áherslur á menntun, öfluga löggæslu og að sjálfsögðu fyrirbyggj- andi aðgerðir með því að bjóða ungu fólki upp á tækifæri í íþróttum og listum svo það geti byggt upp betra sjálfsmat,“ sagði Kenny MacAskill. Betri meðferðarúrræði Annabel Goldie leiðtogi skoska íhaldsflokksins sagði að þörf væri á skýrari meðferðarúrræðum fyrir þá sem ánetjast hefðu eiturlyfjum, úr- ræðum sem hjálpuðu þeim til bind- indis og gerðu þá fráhverfa eiturlyfj- um. Flest dauðsföllin áttu sér stað í Glasgow og nágrenni og á Clyde- svæðinu. Þar dóu eitt hundrað sextíu og tveir og var það fimmtíu og einum fleiri en árið 2005. Í Grampian lét- ust fjörutíu og sjö og í Lothian létust fjörutíu og sex. Inni í þessum tölum eru öll dauðsföll, sama af hvaða toga þau eru; dauðsföll vegna of stórs skammts af slysni eða af ásetningi og einnig af óskilgreindum ástæðum. Aldrei fleiri í meðferð Í Skotlandi, þar sem íbúar eru fimm milljónir, eru nú um tuttugu og eitt þúsund manns í meðferð og fá meþadón með það fyrir augum að losna undan heróínfíkn. Þar af eru tíu þúsund og eitt hundrað sem fá lyfið daglega undir eftirliti. Um sjö þúsund einstaklingar sem eru í meðferðinni bera ábyrgð á börn- um undir sextán ára aldri. Notkun meþadóns er talin hagkvæmasta og áhrifamesta meðferðin á heró- ínfíkn. KolBeinn þorSteinSSon blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is Um tuttugu og eitt þúsund eru í með- ferð vegna heróínfíknar í Skotlandi og hafa aldrei verið fleiri. FLEIRI DEYJA AF VÖLDUM EITURLYFJA Í SKOTLANDI Aðstaða fyrir fíkla Ekki allir hafa kost á svo snyrtilegri aðstöðu. Hneyksli í Hollandi Mögulegt er að í Hollandi sé í uppsiglingu viðamikið hneykslis- mál. Málið snertir tvö sjúkrahús í bæjunum Oss og Veghel sem eru í suðurhluta landsins. Ekki færri en fimm hundruð sjúklinga gætu hugsanlega hafa smitast af eyðni eða lifrarbólgu B eða C. Um er að ræða sjúklinga sem voru til meðferðar frá byrjun júní til loka ágúst. Líkur eru leiddar að því í héraðsdagblaði þar að smitið sé tilkomið vegna illa sótthreinsaðra tækja. Bæði þessi sjúkrahús voru með þeim fyrstu sem tóku í notk- un nýja tegund þvottavéla sem notaðar voru til sótthreinsunar. Prófun hefur leitt í ljós að vélarnar sótthreinsuðu ekki nægilega vel slöngur sem notaðar eru við að- gerðir á maga og lungum. Sjúkra- húsin vísa ábyrgðinni á framleið- endur vélanna. Endurmótum líkamann og bætum líkamsstöðuna á aðeins þremur vikum! augl_2.indd 1 8/30/07 10:25:21 AM SÍMINN 512 7070 SEM ALDREI SEFUR F R É T TA S K O T DV borgar 2.500 krónur fyrir fréttaskot sem leiðir til frétta. Fyrir besta fréttaskot vikunnar greiðast 5.000 krónur. Að auki eru greiddar 10.000 krónur fyrir besta fréttaskot hvers mánaðar. Þannig er hægt að fá 15.000 krónur fyrir besta fréttaskot mánaðarins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.