Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2007, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2007, Blaðsíða 36
föstudagur 31. ágúst 200736 Sport DV Ég fékk betri vinnu, hærri laun og það voru mjög góðir leikmenn hjá Leicester. Þannig að mér fannst þetta mjög eðlilegt stökk.“ Hjá Leicester voru margir skraut- legir karakterar, segir Arnar. Robbie Savage og Matt Elliot, svo fáeinir séu nefndir. „O‘Neill var karakter,“ segir Arnar og glottir. „Hann safnaði sam- an miklum karakterum. Þetta voru algjörir snillingar og mjög skemmti- legur hópur. Ótrúlegar þjálfunar- aðferðir sem hefðu ábyggilega bara virkað á þennan hóp. Það var mikið lagt upp úr því að hafa bara gaman af því að vera þarna. Ferðir hingað og þangað. Mér er enn minnistætt að þeg- ar ég skrifaði undir var farið í viku- ferð til Tenerife. Þá voru tvær vik- ur í undanúrslitaleik í deildarbikar, stór leikur. Ég hélt að við værum að fara í einhverja æfingaferð og var svo sannarlega tilbúinn í það. Ætlaði svo sannarlega að mæta og sýna mig og sanna fyrir nýju félögunum. Svo endaði þetta þannig að við vorum á barnum alla vikuna. Mættum á einhverjar tvær æfing- ar og gerðum eiginlega ekki neitt. Svo komum við heim og þá voru nokkrir dagar í leik og menn voru þvílíkt á hælunum. Við spiluðum við Sunderland, unnum fyrri leikinn 2–0 og vorum lentir undir 0–2 en náðum að klína marki undir lokin og komast áfram. En þetta var dæmigert Martin O‘Neill-trix. Hann er ekki beint þjálf- ari. Hann myndi væntanlega falla á öllum KSÍ-prófum. En mér finnst þjálfun snúast um svo margt ann- að en að stilla upp í einhverjar takt- ískar æfingar. Það verður að kunna að lesa hópinn sem er til staðar. Það er ekki hægt að búa bara eitthvað til ef það eru ekki réttir persónuleikar í það. Hann sá fram á að vera með hóp sem þyrfti ákveðna meðferð til að árangur næðist þannig að æfinga- prógrammið var létt og skemmtilegt. Ekki misskilja mig samt. Þetta voru allt toppatvinnumenn sem gáfu líf og sál í leikina en Bretum finnst einfald- lega gaman að fá sér í glas. Martin O‘Neill var algjör snilling- ur en maðurinn gat ekki séð um æf- ingu. Þær æfingar sem hann tók yfir voru algjört djók. Það var ein hringa- vitleysa frá upphafi til enda. Hann tók sem betur fer bara nokkrar æf- ingar. Hann var með góðan þjálfara. O‘Neill var leiðtogi, ömurlegur þjálf- ari en frábær framkvæmdastjóri. Einn af fyrstu leikjunum mínum hjá Leicester var á móti Manchest- er United á útivelli. Old Trafford. Æfingin, daginn fyrir leik, var ung- ir-gamlir. Ég talaði við Tony Cottee og hann sagði að svona væri þetta og þetta gengi vel svona. Leikurinn endaði 2–2. Það sem maður lærir af svona að- ferðum er að það er engin ein regla um hvernig á að þjálfa nema kannski sú að búa til gott lið úr þeim leik- mönnum sem þú hefur. Margir þjálf- arar eru með aðferðir sem henta kannski ekki hópnum sem þeir eru með og þá næst enginn árangur. Síðan fór O‘Neill frá Leicester og Peter Taylor tók við. Hann var svona meiri þjálfari.“ Aðspurður hvort Pet- er Taylor sé af gamla skólanum segir Arnar svo ekki vera. „Ég myndi frek- ar segja að hann væri af nýja skól- anum. Mér finnst reyndar nýi skól- inn vera ofmetinn. Það er svo mikil vélræn þjálfun í gangi. Keilur, takt- ík og alls konar djöfulsins kjaftæði. Þá missa menn svo mikinn takt við leikinn. Það þarf allt að vera svo vél- rænt og mér finnst slæm þróun eiga sér stað í fótboltanum í dag. Margir þjálfarar eru fastir í einhverjum tölv- um og líta á fótbolta sem handbolta. Auðvitað er taktík góð að mörgu leyti en menn mega ekki missa tilfinning- una fyrir leiknum. Þetta er mjög ein- faldur leikur, óþarfi að flækja hann of mikið. Auðvitað vilja allir þjálfar- ar ná árangri en menn mega samt ekki gleyma því að standa vörð um skemmtanagildi fótboltans. Það ætti að vera á fyrstu blaðsíðu í hverri kennslubók um fótbolta. Ég tek það samt fram að það eru margir góðir þjálfarar á Íslandi,“ segir Arnar. Stoke-ævintýrið Arnar átti erfitt uppdráttar hjá Leicester og úr varð að hann var lán- aður til Stoke sem þá var í eigu Ís- lendinga og kynni hans og Guðjóns Þórðarsonar voru endurnýjuð en Guðjón var þá stjóri liðsins. Þar gekk Arnari vel og Stoke einnig. „Ég spil- aði síðustu þrjá mánuðina á tveimur tímabilum hjá Stoke. Það var mjög gaman. Við fórum í umspilsleiki en duttum þá út. En fórum í úrslitaleik- inn árið eftir á Þúsaldarvellinum í Framrúðubikarnum fræga. Það náðust nokkrir skemmti- legir leikir með Stoke og þessir um- spilsleikir eru skemmtilegir. Það rík- ir svaka taugaspenna, allt lagt undir og þetta hafði mikla þýðingu fyrir fé- lögin. Það skapaðist mikil stemming í kringum Stoke, ég veit að það voru margir Íslendingar sem fylgdust með þessum leikjum, og mér fannst mjög mikil synd þegar allt þetta fór til fjandans. Ég ætlaði að vera áfram hjá Stoke en svo hætti Gaui. Þetta var í raun mjög skrýtinn tími. Ég kom hingað heim í sumarfrí og svo hrundi allt úti. Sjónvarpsstöð sem sá um réttinn fyrir fyrstu, aðra og þriðju deildina fór á hausinn og það skap- aðist bara glundroði. Félögin urðu af miklum tekjum og mikið óvissuá- stand skapaðist. Þannig að ég var bara í fríi að bíða eftir tilboði og svo gerðist þetta. Það kom fullt af tilboðum en þau voru bara svo léleg. Maður var 29 ára og búinn að vera í úrvalsdeildinni og orðinn vel pirraður í fyrsta lagi. Ég vildi ekkert vera að fara út nema eitt- hvert gott tilboð bærist. Svo leið tím- inn, einn mánuður varð að tveimur og svo framvegis. Svo kom ákveð- inn taugatitringur undir lokin og þá ákvað ég að taka tilboði Dundee. Það var ágætt upp á golfið að gera en fótboltalega séð voru þetta mistök. Skotar eru yndislegt fólk en ofmeta fótboltann hjá sér. Maður lenti í ófá- um rifrildunum þar við þjálfara og fleiri. Ég var reyndar vel pirraður þá og það þurfti ekki mikið til að mað- ur missti sig á æfingum. Ég var svona hálfsvekktur yfir þessu því ég var ekki tilbúinn að fara þangað. Mér fannst ég miklu betri en þeir en spilaði varla mínútu þarna. Þannig að ég kom al- farið heim fimm mánuðum seinna.“ Var ekki tilbúinn að koma heim Arnar tók tilboði KR og gekk til liðs við liðið fyrir tímabilið 2003. Arnar var í þrjú ár í Vesturbænum og skoraði 14 mörk. „Það var fínn hóp- ur hjá KR. Willum er þjálfari sem ég kann vel við. En ég var ekki alveg til- búinn að koma heim. Þetta var eigin- lega þremur til fjórum árum of fljótt að koma heim. það var bara ákveðið svekkelsi í gangi. Að koma heim og í staðinn fyrir að vera að fara að spila við Arsenal var næsti leikur við KA eða einhverja álíka, með fullri virð- ingu fyrir þeim. Það var smá sjokk. Fyrstu tvö árin hjá mér voru nokk- uð góð. Svo þriðja árið þegar Maggi Gylfa tók við voru allir meiddir og hann hafði eiginlega aldrei lið. Ann- ars sofnuðu menn á verðinum, fóru að taka góðum árangri sem sjálf- sögðum hlut. Svona dæmi er hægt að finna alls staðar í fótboltasögunni. Ef bara er horft á Ísland, þá hefur þetta gerst hjá Skaganum, ÍBV og núna hjá KR. Staðreyndin er sú að það má aldrei slaka á. Erfiðar ákvarðanir þarf að taka á hverju ári til að viðhalda góðum árangri. Þetta er það sem Ferguson gerir svo vel.“ Arnar fór frá KR aftur til upprun- ans og ætlaði að enda ferilinn með ÍA. Það fór á allt annan veg en áætl- anir hans gerðu ráð fyrir. „Það var hrikalega gaman að koma aftur. Ég gerði ekki miklar kröfur á sjálfan mig, hafði bara meira gaman af þessu. Doddi og Bjarni voru komnir aft- ur og það var öðruvísi stemming en ég hafði upplifað áður. Ég var í raun að einbeita mér að því að hafa gam- an af þessu en það breyttist fljótt í martröð af því við unnum ekki fimm fyrstu leikina. Fengum ekki stig og þá kárnaði gamanið. En svona eftir á að hyggja var þetta, af öllum tíma- bilum bæði hér heima og erlend- is, eftirminnilegasta tímabilið. Það var allt öðruvísi þegar maður tók við ábyrgðinni. Allt í einu orðinn þjálfari og þetta varð því einhvern veginn eft- irminnilegasta tímabilið.“ Svo fór að Ólafur Þórðarson var rekinn og bræðurnir Arnar og Bjarki tóku við liðinu. Brekkan var orðin ansi brött en liðið var í neðsta sæti þegar þeir bræður tóku við. En liðið endurspeglaði þá bræður smátt og smátt. Liðið fór að spila glimrandi sóknarleik, léttleikandi og skemmti- legt á að horfa. „Ég er ekki að segja að liðið hafi aldrei kunnað að spila vörn, við vorum nú aldrei bestu varnarmenn í heimi, en ég held að það hafi bara hentað liðinu langbest að spila sóknarbolta sem staðfesti þá trú mína að þjálfari á að skoða hóp- inn sinn og spila fótbolta eftir því. Við vorum með einfalda reglu; ef lið- ið fékk á sig tvö mörk ætluðum við að skora þrjú. Mér finnst það skemmti- leg regla. Ég held líka að leikmenn hafi haft gaman af æfingum okkar. Við einbeittum okkur líka að öðrum hlutum, við töluðum alltaf vel um andstæðingana og við drulluðum aldrei yfir dómara. Þetta voru bara hlutir sem við töluðum um áður en við byrjuðum. Akranes er sérstakur fótboltaklúbbur með mikla sögu og við vildum alltaf koma vel fram fyrir hönd hans. Við höfðum alltaf talað um það að ef við færum út í þjálfun myndi liðið okkar aldrei spila einhverja varnar- taktík. Bara spila fótbolta eins og við vildum að hann yrði spilaður. Það er ekki sama hvernig Skag- inn vinnur leiki. Við spiluðum fyrstu tvo leikina með einhverri taktík. En okkur fannst það sjálfum hundleið- inlegt. Eftir seinni leikinn ákváð- um við að spila bara sóknarbolta. Það verður að hafa gaman af fót- bolta. Það er ekkert mál að setja upp varnarkerfi og einhverja handbolta- vörn. En mér finnst fótbolti ekki eiga að vera þannig. Það var gaman að standa við stóru orðin. Það hefði verið agalegt að þykjast vera einhver sparkspekingur og klikka. Ég hef alltaf gaman af því þegar einhver sparksérfræðingur er á SKY að lýsa leik, búinn að skíta upp á bak sem þjálfari, mætir svo í sjónvarpið eins og ekkert sé og ætlar að kenna fólki heima í stofu að spila fótbolta,“ segir Arnar og hlær. „Það var líka svaka stress í gangi uppi á Skaga. En við hlökkuðum til að takast á við þetta. Ég held að þetta hafi verið svona gaman af því við vor- um að spila. Ég var eitthvað meiddur og það var virkilega pirrandi að vera fyrir utan og geta ekki hjálpað til. Maður var eitthvað svo hjálparlaus. Við gátum haft áhrif á leikinn bæði fyrir utan og innan.“ Þjálfarar vinna í raun bara fyrir kaupinu fyrir leik og í hálfleik Þrátt fyrir að bræðurnir héldu ÍA sannfærandi uppi leituðu Skaga- menn til Guðjóns Þórðarsonar um að stjórna liðinu. Þeir bræður ákváðu að söðla um og gengu í raðir FH. Þar byrjaði tímabilið vel og Arnar skoraði í fyrsta leiknum gegn ÍA. „Þetta er skemmtilegur hópur. Fullt af góðum leikmönnum sem og mikið af efnilegum. Það er staðið rosalega vel að öllum málum þarna í Hafnarfirði. Óli (Ólafur Jóhannes- son, þjálfari FH) leggur mikið upp úr sóknarbolta og hann minnir mig um margt á Martin O‘Neill. Hann finn- ur alltaf rétta leikmenn í þær stöður sem vantar í. Hann er klókur að lesa hvaða leikmenn félagið vantar og þeir leikmenn sem koma eru aldrei lengi að komast inn í hópinn. Hann fær leikmenn og þeir falla strax að leikskipulaginu. Tryggvi og Matthías Guðmundsson eru góð dæmi. Besti eiginleiki þjálfara að mínu viti er að sjá svona fyrir. Bestu þjálf- ararnir eru ekki endilega þeir sem eru með bestu æfingarnar eða skemmtilegustu æfingarnar. Það er hvernig þeir lesa leikinn og bregðast við. Þjálfarar vinna í raun mest fyrir kaupinu fyrir leik og í hálfleik.“ Meiðsli hafa sett strik í reikning- inn hjá þeim bræðrum. Og nú er mál að linni. „Ég held að það sé pottþétt að þetta sé síðasta tímablið hjá okkur. Það byrjaði rosa vel en ég hef ekki spilað síðustu sex vikur og ég held að skrokkurinn sé búinn að segja nóg. Það blundar gamli metnaðurinn í mér. Maður verður að geta eitthvað líka, ekki vera bara fyrir. Þó að maður hafi gaman af hlutunum vill maður ekki vera fyrir. En það yrði fínn endir að enda ferilinn með tvennunni, titli og bikartitli.“ benni@dv.is „Martin O‘Neill var algjör snillingur en maðurinn gat ekki séð um æfingu. Þær æfingar sem hann tók yfir voru algjört djók. Það var ein hringavit- leysa frá upphafi til enda. Hann tók sem betur fer bara nokkrar æfingar. Hann var með góðan þjálfara. O‘Neill var leiðtogi, ömurlegur þjálfari en frábær framkvæmdastjóri.“ Á Þúsaldarvellinum Paul Evans, leikmaður Brentford, reynir að tækla arnar í umspilsleik liðanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.