Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2007, Blaðsíða 11
DV Fréttir föstudagur 31. ágúst 2007 11
Jafet Ólafsson, viðskiptafræð-
ingur
Allt saman jákvætt
Ég held að einkavæðing fjár-
málageirans hafi heppnast mjög vel.
Að mínu viti var hann einfaldlega
leystur úr fjötrum við að losna und-
an afskiptum ríkisins og löngu kom-
inn tími til. Í raun get ég ekki bent
á neina einkavæðingu sem ekki hafi
tekist vel þó svo alltaf megi deila
um verðið. Það er alltaf hættulegt
að einblína bara í baksýnisspegil-
inn, fyrirtækin voru seld á réttu
verði hvers tíma og það hefur svo
verið undir kaupendum að spila úr
eins vel og hægt er. Það er allt önnur
Ella og ég tel ekki hægt að benda á
neitt dæmi þar sem ríkið hafi selt of
lágu verði. Sum fyrirtækin fóru bara
að ganga miklu betur undir stjórn
annarra en ríkisins. Nýir og ferskir
menn komu að stjórnun þeirra með
breytta hugsun. Viðskiptalegar for-
sendur fóru að ráða ríkjum en ekki
pólitík. Þetta er meginskýringin á
því hvers vegna verðmæti fyrirtækja
rauk upp eftir einkavæðingu. Ég get
alls ekki séð að rétt sé að tala um
einkavæðingu sem einkavinavæð-
ingu. Ég held að það sé mikil oftúlk-
un að segja fyrirtæki ríkisins einka-
vædd fyrir vini einhverra ráðherra.
Ég held að mikill meirihluti einka-
væðingarinnar sé mjög jákvæður
og í sumum tilvikum hefur tekist
frábærlega til. Einkavæðingin hefði
mátt byrja miklu fyrr.
Jón Magnússon, þingmaður
Frjálslynda flokksins
Engin falleinkunn
Heildarmyndin sem blasir við er
eðlileg og undantekningarlítið hefur
einkavæðingin orðið til góðs fyrir þjóð-
félagið. Ég tel hana hvorki hafa gerst
of hratt né með óeðlilegum hætti. Ég
held að það séu fáir sem telji ástæðu
til að ríkið hefði átt að halda í flest þau
fyrirtæki sem hafa verið einkavædd og
enginn vilji taka aftur upp ríkisvæð-
ingu þeirra. Stærstur hluti einkavæð-
ingar snýr að því að ríkið var að losa
sig frá ýmsum framleiðslusviðum sem
maður spyr sig stundum hvers vegna
það hafi átt hlut í yfirhöfuð. Í langflest-
um tilvikum hafa fyrirtækin verið rekin
betur eftir einkavæðingu. Einu spurn-
ingarnar sem vakna hjá mér lúta að því
á hvaða verði fyrirtækin hafa verið seld
og hverjum þau voru seld. Ég set til
dæmis spurningamerki við sölu bank-
anna, bæði of lágt verð og grunsam-
legt hverjir fengu að kaupa. Hið sama
á við um sölu Síldarverksmiðju ríkisins
sem er dæmi um mjög misheppnaða
einkavæðingu. Á móti spyr ég hvort
ekki hafi verið nauðsynlegt að losa
bankana úr dauðahrammi ríkisins þar
sem nýjungar voru víðsfjarri. Það þarf
að láta fara fram rannsókn á bankasöl-
unum, ekki síst vegna tengsla Halldórs
Ásgrímssonar við ákveðna kaupenda-
hópa. Ég held að það sé mjög mikil-
vægt að fara yfir allt söluferli bankanna
til að hreinsa allan orðróm um pólitísk
uppskipti og spillingu án þess að sölu-
hagsmuna hafi verið fyllilega gætt.
Hvað þjónustu varðar er Landssíminn
slæmt dæmi um einkavæðingu, þó svo
að verðið hafi verið gott að mínu mati
hefur þjónustan klárlega ekki batnað.
Þegar ég lít yfir sviðið síðustu 15 ár gef
ég stjórnvöldum ekki falleinkunn fyrir
einkavæðinguna.
Hjörleifur Guttormsson,
fyrrverandi iðnaðarráðherra
Spilapeningar í
boði ríkisins
Fljótt á litið tel ég afhendingu kvót-
ans alvarlegustu einkavæðinguna hér
á landi, þó að menn hafi ekki alltaf
viljað túlkað það þannig. Þessi stóra
ákvörðun hefur búið til fjármagn í
höndum einkaaðila sem þeir hafa síð-
an spilað úr að vild í útrás sinni. Ég hef
heyrt töluna 400 milljarða sem einka-
aðilar hafa fengið í hendur við mark-
aðsvæðingu þorskkvótans. Þarna var
eign fólksins og byggðanna gerð að
hlutabréfum sem einkaaðilar leika
sér með. Sala bankanna og Símans
hafa líka orðið til þess að veita tiltölu-
lega fáum útvöldum einkaaðilunum
enn fleiri spilapeninga í útrás sinni.
Bankarnir voru seldir fyrir slikk, er ég
viss um. Hinir útvöldu hafa síðan not-
ið lánstrausts vegna framsals ríkisins
á eignum sínum og það er undirrótin
að útrásinni. Spilapeningarnir eru nú
þrotnir og því liggur á að kreista meiri
peninga út úr kerfinu til að geta hald-
ið leiknum áfram. Þetta er nú svona,
spilapeningarnir hafa verið í boði rík-
isins þar sem þeir hafa fengist langt
undir markaðsverði.
Sverrir Hermannsson, fyrrver-
andi ráðherra og bankastjóri
Einkavinavæðingin
mikla
Salan á Síldarverksmiðju ríkis-
ins er náttúrulega bara brandari og
skýrt dæmi um einkavinavæðingu.
Hún var ekki seld hæstbjóðanda.
Það liggur fyrir að kaupendur henn-
ar fengu hana á hálfvirði þess sem
verksmiðjan ein á Reyðarfirði kost-
aði enda náðu kaupendurnir að
borga kaupin með eigin fé fyrirtæk-
isins sjálfs. Í kjölfar þessa ævintýris
kom sala bankanna, SÍS-arar vildu
Landsbankann en fengu ekki. Í stað-
inn var þeim seldur hlutur bankans
í VÍS á spottprís, 6 og hálfan millj-
arð, og fyrir því var lánað vaxtalítið.
Þremur árum síðar var hluturinnn
seldur á rúma 30 milljarða. Það vita
allir að herramennirnir fengu gefins
milljarða.
Síðan seldi Halldór Ásgrímsson
fyrrverandi aðstoðarmanni sínum,
sem þá var formaður einkavæð-
inganefndar, Íslenska aðalverktaka
og það er líklega ein frægasta salan
í einkavinavæðingunni miklu. Þessi
sala er algjör skandall og menn þegja
alfarið yfir þessu. Miklum auðæfum
þjóðarinnar hefur verið skipt upp til
helminga milli stjórnarflokkanna.
Þetta hefur allt verið hinn mesti
sóðaskapur og gegnum rotið þar sem
auðvaldið hefur verið að sölsa undir
sig þjóðfélagið.
Búnaðarbanki Íslands
Sambandsmenn kaupa
Búnaðarbanki Íslands hóf starfsemi árið 1930. Árið
1997 var hlutafélag stofnað um bankann.
Gerður var samningur við Búnaðar-
banka Íslands hf. í byrjun desember
1999 um að undirbúa og annast sölu
á hlutabréfum ríkisins í bankanum.
Eftir að búið var að velja Samson til
samningaviðræðna vegna Lands-
bankans voru aðeins tveir aðilar
taldir gjaldgengir sem kjölfestufjár-
festar fyrir Búnaðarbankann, Kald-
bakur hf. og S-hópurinn.
Í nóvember 2002 var ákveðið að ganga
til samninga við S-hópinn, sem tengdist Framsóknar-
flokknum hvort tveggja í gegnum Finn Ingólfsson, fyrr-
verandi varaformann flokksins, og gamla SÍS-menn.
Kaldbakur hf., óskaði skýringa. Söluverðið var tæpir
12 milljarðar króna, sú upphæð var talin óverulega
hærri en markaðsvirði fyrirtækisins. Síðar var Bún-
aðarbanki Íslands hf. sameinaður Kaupþingi og
heitir fyrirtækið í dag Kaupþing banki hf. Hagnað-
ur Kaupþings banka hf. á fyrri helmingi ársins 2007
var 46,8 milljarðar króna eftir skatta.
Landsbanki Íslands
Græddu á afborgunum
Landsbanki Íslands hóf starfsemi árið 1886. Árið 1997
var samþykkt að stofna hlutafélag um Landsbanka Ís-
lands. Sala á hlut ríkisins í Landsbanka Íslands hf. hófst
árið 1999 er 15 prósenta hlutur í bankanum var seld-
ur fyrir rúma 3 milljarða. Endanlega var gengið frá
einkavæðingunni árin 2002 og 2003. Við sölu á kjöl-
festuhlut höfðu stjórnvöld það yfirlýst meginmark-
mið með sölu á hlut sínum að fá fyrir hann hámarks-
verð og efla bankann og samkeppni á íslenskum
fjármálamarkaði.
Kaupendur kjölfestuhlutar bankans, Samson eign-
arhaldsfélag ehf., greiddu fyrir hlutinn tæpa 12 millj-
arða. Kaupverðið var greitt með afborgunum, samið var
í dollurum og þegar krónan styrktist áður
en að greiðslu kom fækkaði þeim krón-
um sem stjórnvöld fengu fyrir bank-
ann. Eftir að ríkið hætti afskiptum af
Landsbankanum hefur virði hans
aukist verulega og bankinn er orð-
inn sterkari og samkeppnishæfari
en áður var. Hagnaður Landsbank-
ans eftir skatta á fyrri helmingi ársins
2007 var 26,3 milljarðar króna.
VERSTU EINKAVÆÐINGARNAR
Spurður um einkavæðingu
sala sumra ríkisfyrirtækja vakti
upp spurningar. Halldór
ásgrímsson var sakaður um að
beita sér með óeðlilegum
hætti við einkavæðingu
bankanna.