Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2007, Blaðsíða 38
Þ
að eru stórir hlutir að ger-
ast hjá nokkrum íslensk-
um hönnuðum um þess-
ar mundir en í október
næstkomandi mun heil
fatalína með áprentuðum mystrum
og myndum frá þessum hönnuðum
fara í sölu í verslunum H&M í fjöru-
tíu og sex löndum um allan heim. En
H&M er ein stærsta tískuvörukeðja
heimsins í dag. Þeir sem eiga heið-
urinn af hönnunni eru hljómsveit-
in Steed Lord, verslunin Nakti ap-
inn með Söru Maríu Eyþórsdóttur
í fararbroddi og grafíski hönnuður-
inn Siggi Eggerts. Blaðamaður hitti
Erling Egilsson, einn af meðlimum
hljómsveitarinnar Steed Lord, og
stöllurnar Söru Maríu Eyþórsdótt-
ur og Söndru Hlíf Ocares, eigend-
ur Nakta apans, og fékk að fræðast
meira um þetta gríðarlega spenn-
andi ævintýri þeirra.
H&M vildi íslenska hönnun
„Þetta byrjaði sem sagt þannig
að ég kynntist nokkrum Svíum sem
voru í heimsókn hér á Íslandi. Einn
úr hópnum kannaðist við mig úr ein-
hverju viðtali sem var tekið við mig
fyrir sænskt tímarit og eina af stelp-
unum, sem voru á Íslandi á vegum
H&M til að leita að einhverjum ís-
lenskum hönnuðum, og hún og vin-
kona hennar höfðu verið inni í Nakta
apanum og verið að taka myndir af
öllu í búðinni og fílað allt geðveikis-
lega vel og voru einmitt að leita að
einhverjum sem vissi eitthvað um
hönnuðina í versluninni. Hann sagði
þeim þá að ég væri Sara og ætti búð-
ina og þær komu að spjalla eitthvað
við mig,“ segir Sara og bætir við: „Viku
eftir að ég hitti þau fékk ég tölvupóst
frá H&M þar sem þau sögðust vilja fá
mig og einhverja íslenska hönnuði
til að framleiða fatalínu í takmörk-
uðu upplagi fyrir H&M-verslanirn-
ar. Ég mældi þá með Steed Lord og
Sigga Eggerts því þau eru vinir mín-
ir og mér finnst það sem þau eru að
gera svo flott að ég vildi endilega fá
þau með í þetta. VIð fórum þá öll
að hanna okkar sérlínur með ein-
hverjum ákveðnum myndum og
mynstrum sem H&M síðan valdi úr
til að prenta á fötin.“
Til sölu í fjörutíu og sex
löndum
Fötin sem um ræðir eru undir
merkjum Divided sem er undirmerki
H&M og stílar meira inn á yngri kyn-
slóðina og götutískuna. „Ég var til
dæmis að fletta eitthvað í gegnum
fataskápinn minn og fattaði að ég
á fullt af fötum frá Divided og þau
hafa alltaf verið að gera mjög klass-
ísk föt eins og hettupeysur og svo-
leiðis. ‚Ástæðan fyrir því að þau voru
hér var að þau vildu bústa Divided
eitthvað upp og leituðu þá til Nakta
apans og hún mælti með okkur því
við erum náttúrulega afskaplega lit-
rík, þetta er sú lína innan H&M sem
höfðar mest til okkar,“ segir Elli. „Lín-
an kemur í búðir í október og fer bara
í stærstu H&M-verslanirnar í hverri
borg í fjörutíu og sex löndum og það
að þetta sé í takmörkuðu upplagi
þýðir að fötin koma bara einu sinni
og svo ekkert aftur og eru ekki jafn-
fjöldaframleidd og annað í versl-
ununum,“ segir Sara en bætir því
við að það sem H&M tali um að sé
framleitt í takmörkuðu upplagi sé að
sjálfsögðu aldrei eins takmarkað og
það sem er gert hérna heima. „Hér
erum við kannski að gera í mesta lagi
einhverjar tíu peysur en í H&M eru
kanski framleiddar einhverjar tutt-
ugu þúsund flíkur sem samt er tak-
markað upplag hjá þeim.“
Takmarkaður tími til að hanna
Krakkarnir hönnuðu sjálf mynst-
ur og myndir sem síðan var þrykkt
á H&M-flíkur en fengu þó allar hug-
myndir sendar til sín til að yfirfara
og samþykkja. „Við gerðum mynst-
ur í ákveðnum litum og svo ef þau
vildu breyta einhverju þurfti að fá
samþykki frá okkur og við þurftum
að gefa grænt ljós á allar flíkurn-
ar,“ segir Sara. „Steed Lord-flíkurnar
eru náttúrulega alveg þvílíkt mikið í
neon-litunum, við heimtuðum að fá
að ráða litunum því við erum alveg
reif út í gegn,“ segir Elli og Sara bætir
við: „Okkar fatnaður er alveg litríkur
en samt í aðeins dempaðri tónum en
af því að þetta er náttúrulega vetrar-
lína vildi H&M hafa þetta í gráum og
dökkum tónum. Við í Nakta apanum
vorum miklu sveigjanlegri heldur
en Steed Lord,“ segir hún hlæjandi.
„Við fengum bara mjög takmarkaðan
tíma til að hanna allt saman. Þetta
fór í gang einhvern tímann í júní og
við höfðum í raun bara tíu daga til að
skila hugmyndunum af okkur,“ segir
Sandra. „Við urðum bara að fara af
stað með að hanna eitthvað strax og
allt annað var sett á pásu á meðan.
Við vorum bara heima hjá Svölu og
Einari á nóttinni að vinna,“ segir Elli
en meðlimir Steed Lord vinna allt í
sameiningu. „Það fer ekkert frá okk-
ur nema það sé samþykkt af okkur
öllum og við viljum vinna allt saman.
Svala kom kanski með hugmynd að
einhverju sem ég skissaði svo upp og
hinir strákarnir sáu svo um að setja
þetta upp í tölvu.“
Allir hönnuðu í sínum stíl
Allur fatnaðurinn verður sér-
merktur hverjum hönnuði og mun
þannig koma til með að standa
Naked Ape inni í þeim flíkum sem
hannaður eru af aðilum Nakta ap-
ans, Siggi Eggerts inni í fatnaðinum
hans og Steed Lord inni í fötunum
með þeirra hönnun. „Við erum al-
veg með okkar stíl á fötunum og þótt
við séum íslensk er ekkert íslenskt
þema í mynstrunum eða neitt svo-
leiðis. Við hönnuðum eitthvað alveg
sérstaklega fyrir H&M en samt í okk-
ar stíl,“ segir Elli. Aðilar frá H&M sáu
um að velja þær myndir og mynstur
sem þeir vildu nota á fatnaðinn en
krakkarnir sendu þó nokkrar hug-
myndir út. „Í Nakta apanum vinnum
við svoleiðis að þetta er bara hópur
af fólki og listamönnum sem vinnur
saman og allir gera bara það sem þeir
vilja búa til. Þeir sem koma að þessu
H&M-verkefni fyrir hönd Nakta ap-
ans voru auk mín, Björn Þór Björns-
son, Sigurður Oddsson, Sveinn Þorri
Davíðsson og Magnús Leifsson. Allir
fengu að spreita sig og gera það sem
þeir vildu og okkur fannst þetta bara
rosalega skemmtilegt. Það sem H&M
valdi frá okkur voru svo mjög flottar
myndir og þetta er alveg frábær aug-
lýsing fyrir okkur.“
Mega ekki nota mynstrin aftur
Þær myndir og mynstur sem H&M
valdi á flíkurnar keypti fyrirtækið af
krökkunum sem þýðir að mynstr-
in eru nú í eigu H&M og krakkarn-
ir mega ekki nota þau aftur í sinni
hönnun. „Þau voru alveg sjúk í að fá
að kaupa einhver gömul mynstur frá
okkur sem við gátum ekkert látið þau
fá því við viljum kanski nota það eitt-
hvað aftur,“ segir Sara og Sandra bæt-
ir við: „Já, maður var kannski ekkert
endilega að tíma að senda þeim all-
ar hugmyndirnar því það er rosalega
vont að selja þeim einhverja flotta
hugmynd sem við megum svo ekk-
ert nota í framtíðinni.“ Aðspurð hvort
þau fái ekki ágætis peningafjárhæðir
fyrir að selja hönnun sína í svo stórri
verslun segja þau að svo sé ekki enda
séu þau alls ekki að gera þetta pen-
inganna vegna. „En það er náttúru-
lega svo geðveik auglýsing fyrir okkur
að hönnunin okkar sé í sölu í þessum
verslunum,“ segir Sara og Elli bæt-
ir við: „Þetta er svo gott tækifæri fyr-
ir okkur öll að maður myndi náttúru-
lega aldrei segja nei við þessu.“
Í hópi með stórstjörnum
Í gegnum tíðina hefur H&M
fengið fræga hönnuði og aðrar stór-
stjörnur til að hanna fyrir sig ákveðn-
ar fatalínur á ári hverju en þeirra á
meðal má nefna Madonnu, Stellu
Mc Cartney og Kylie Minouge. Að-
spurð hvort líkja megi fatalínu þess-
ara skapandi Íslendinga við fatalínur
stórstjarnanna svarar Sandra: „Það
sem Stella Mc Cartney og Madonna
gerðu voru náttúrulega aðeins fínni
fatnaður og aðeins stærri umgjörð-
in í kringum það allt saman en þetta
sem við erum að hanna er allt öðru-
vísi lína og fyrir allt annan markhóp.“
Hinir taka undir með Söndru og Elli
föstudagur 31. ágúst 200738 Helgarblað DV
xxxxxx
ÍSLENSKIR HÖNNUÐIR
HANNA FYRIR H&M
Hljómsveitin Steed Lord, hönnuðir
Nöktu apanna og grafíski hönnuður-
inn Siggi Eggerts fengu það gríðar-
lega flotta tækifæri að hanna
mynstur á fatnað fyrir fatakeðjuna
H&M og mun fatnaðurinn fara í sölu
í október í fjörutíu og sex löndum.
DV-MYND ÁSGEIR