Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2007, Qupperneq 26
Hin hliðin DV
HIN HLIÐIN
Mellufær á
harMonikku
Sara Marti GuðMundSdóttir leikkona
NÚ
GETUR
ÞÚ
LESIÐ
DV
Á DV.IS
DV er aðgengilegt
á dv.is og kostar
netáskriftin 1.490 kr.
á mánuði
n Nafn og kyn?
„Sara Marti Guðmundsdóttir og síðast þegar ég tékkaði
var ég kona.“
n Atvinna?
„Ég er leikkona í Þjóðleikhúsinu síðan síðastliðinn
mánudag.“
n Hjúskaparstaða?
„Ég er í sambandi.“
n Fjöldi barna?
„Engin.“
n Áttu gæludýr?
„Já, ég á tvo ketti.“
n Ef þú værir bíll, hvaða bíltegund vildirðu þá vera og hvers
vegna?
„Þá væri ég stærsti jeppinn á markaðnum svo ég kæmist
örugglega út um allt.“
n Hefurðu komist í kast við lögin?
„Nei, ég hef einhvern veginn alltaf sloppið.“
n Borðarðu þorramat?
„Já, já, auðvitað verður maður að gera það, þó maður
endi á því að æla þessu svo öllu saman.“
n Hefurðu farið í megrun?
„Já, alveg ansi of oft.“
n Græturðu yfir minningargreinum um ókunnuga?
„Já, ég hef gert það.“
n Hefurðu tekið þátt í skipulögðum mótmælum?
„Nei, aldrei.“
n Hver er uppáhldshljómsveitin þín?
„Coctau Twins, ég hlusta svolítið mikið á þá núna.“
n Trúir þú á framhaldslíf?
„Já.“
n Er líf á öðrum hnöttum?
„Já, ekki spurning.“
n Kanntu dónabrandara?
„Ég man reyndar bara einn brandara og hann er svo
rasískur að ég get ekki sagt hann.“
n Kanntu þjóðsönginn?
„Já, ég kann hann þríradda, ég var sko í kór.“
n Kanntu trúarjátninguna?
„Nei, trúarjátningin er það sem flestir læra við fermingu
og þar sem ég fermdist ekki kann ég hana ekki alveg.“
n Spilar þú á hljóðfæri?
„Já, ég er mellufær á harmonikku og svo lærði ég á
trommur í þrjú ár.“
n Styðurðu ríkisstjórnina?
„Ég reyni að styðja ríkisstjórnina en það er ekkert alltaf
sérlega auðvelt.“
n Hvað er mikilvægast í lífinu?
„Fjölskyldan.“
n Hvaða fræga einstakling myndirðu helst vilja hitta og af
hverju?
„Ég myndi vilja hitta Woody Allen og grátbiðja um að fá
hlutverk í næstu mynd hans.“
n Hefurðu eytt peningum í vitleysu – þá hvaða?
„Já, ég kem til dæmis til með að eyða peningum í
vitleysu í dag því ég er að fara að kaupa flísar og það er
ekkert af því að mig bráðvanti þær neitt.“
n Heldurðu með einhverju íþróttafélagi?
„Ég held með Haukum í Hafnarfirði.“
n Hefurðu ort ljóð?
„Já, ég var í þriðja sæti í alþjóðlegri ljóðakeppni
amerískra sendiráðsskóla, ég var í honum hér á Íslandi
og það var haldin alþjóðleg samkeppni og ég lenti sem
sagt í þriðja sæti. Það voru hins vegar mikil vonbrigði
þegar ég fékk verðlaunin mín sem voru risastór kassi
með Mozart-kúlum í.“
n Eru fatafellur að þínu mati listamenn?
„Nei.“
n Eru bridsspilarar að þínu mati íþróttamenn?
„Nei.“
n Af hverju stafar mannkyninu mest hætta?
„Af ólæsi.“
n Á að leyfa önnur vímuefni en áfengi?
„Nei.“
n Stundar þú íþróttir?
„Nei, ég hreyfi ekki á mér rassinn, fyrir utan það að labba
út í bíl og inn úr honum aftur.“
n Hefur þú látið spá fyrir þér?
„Já, einhvern tímann lét ég gamla sígaunakonu í
Barcelona spá fyrir mér.“
D
V-M
YN
D
ÁSG
EIR