Félagsbréf - 01.01.1955, Síða 17

Félagsbréf - 01.01.1955, Síða 17
Þórir Bergsson, rithöfundur Á fyrsta og öðrum áratug þessarar aldar komu fram með ís- lenzku þjóðinni tvö merkileg sagnaskáld, sem brugðu yfir sig huliðshjálmi dulnefnis. Annað þeirra nefndi sig Jón Trausta, en hitt hafði valið nafnið Þórir Bergsson. Jón Trausti gerðist mjög stórvirkur og fyrirferðarmikill á vettvangi íslenzkra bókmennta, og hann vakti fljótt meiri og almennari athygli en aðrir íslenzkir rithöfundar þeirra tíma. Brátt birtust af honum myndir, og alþj óð fékk margt að vita um hann og störf hans. Mun honum einkum hafa gengið það til að velja sér dulnefni, að hann mun hafa viljað firrast högg þeirra, sem áður höfðu að honum vegið sem skáldi og rithöfundi, stórlátra og mjög vandlátra hoffmanna í höllu Braga, sem sáu vansmíði á kvæðum og ritsmíðum hins djarfa, sjálfmenntaða alþýðumanns. Um Þóri Bergsson var mjög öðru máli að gegna. Þegar af fyrstu sögu hans, Siggu Gunnu, sem var prentuð í tímariti árið 1911, þótti þeim, sem báru gott skyn á bókmenntir, auðsætt, að kominn væri fram listfengur og vandfýsinn rithöfundur, og þær sögur, sem smátt og smátt komu frá hans hendi, þóttu allar vitna um kunnáttusaman listamann. En mikilvirkur virtist hann ekki, og slík dul hvíldi yfir honum, að lengi vel vissi þorri manna það alls ekki, að Þórir Bergsson væri dulnefni. Þegar það þó var orðið flestum vitanlegt, óðu menn jafnt í villu og svima um nafn manns- ins, aldur og stöðu. Myndir af honum birtust engar, menn höfðu ekkert við að styðjast — annað en sögurnar. Loks tók það þó að verða alþjóð kunnugt, að hinn merki og sérkennilegi skáldsagna- höfundur héti Þorsteinn Jónsson. Hann ynni 1 Landsbanka Islands °g væri bróðir þjóðkunns embættis- og stjórnmálamanns. Meira fengu menn ekki að vita, og svo lítið hafði skáldið sig í frammi á ttiannamótum, að ungir áhugamenn um bókmenntir sáu ekki ann- að ráð vænna til þess að fá að renna á hann augum rétt í svip en að gera sér ferð í Landsbankann og reyna að fá einhvern til að

x

Félagsbréf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.