Félagsbréf - 01.01.1955, Qupperneq 21

Félagsbréf - 01.01.1955, Qupperneq 21
FÉLAGSBRÉF 11 landi og síðan hinum einstæða atburði í heiðarkotinu. Svo spyrja þá kannski sumir lesendur: Hvers vegna notar höfundur þarna sem söguhetju ævintýragepil — og af hverju fer hann að geta um þetta flakk mannsins út um lönd? Af því að hann þarf einmitt á slíkri manngerð að halda í þetta hlutverk — og með sögunum af flakki hans sannar hann okkur, að hann sé raunverulega þess háttar maður. Slíkur maður er dálítið kærulaus og óprúttinn að öðrum þræði, en í hina röndina — eins og svona menn gjarnan eru — hjartagóður, hrifnæmur og fljótur að skipta um ham, lifa sig inn í nýtt og óvenjulegt hlutverk og umhverfi. En Þórir Bergs- son varar sig vel á því að láta okkur heyra þá ræðu, sem Björn ævintýramaður flutti yfir gömlu konunni, áður en hann vann miskunnarverkið, enda voru þar ekki aðrir áheyrendur en gamla konan og guð almáttugur! Þær sögur Þóris Bergssonar, sem gerðar eru af sérstæðu list- fengi og kunnáttu, eru margar. Þær, sem ég hef nú lítillega vikið að, eru allar í hópi eldri sagna hans. En ég get ekki fellt svo niður þennan þátt í hugleiðingum mínum um skáldskap hans, að ég minnist ekki á tvær af sögunum frá seinasta áratug. önnur heitir Flugur. Hvað er maðurinn að fara? hugsar dr. med. Jökull Pálsson, þegar hann er kominn heim til Bardals verk- fræðings, eftir beiðni hans, og Bardal ræðir aðeins við hann um tóbakseitraða flugu. Og lesandinn spyr eins og doktorinn. Bardal kemur síðan aftur að flugunni, þá er hann hefur fengið doktorinn til að líta á lík frú Bardal, sem hefur fyrirfarið sér á eitri, eftir að hafa fleygt sér út í miður grundað ævintýri. Og enn eru þeir hissa, doktorinn og lesandinn. En svo segir Bardal meðal annars: „Veslings litlu flugur! Þið þorið allt — en þolið ekkert!“ Nafn hinnar sögunnar er Fjallganga. Hvílíkur munur mundi ekki vera á blakkri blómarós suður í Afríku, nöktum, gljásvörtum kroppi, smurðum svínafeiti, beini stungið gegnum miðsnesið, neðri vörin flennt með beinplötu, látúnshringur í eyrum, hálsmen úr villigaltarjöxlum, — já, hvílíkur munur mundi ekki vera á slíkri konu og fagurlega snyrtri, tízkubúinni og frábærlega glæsilegri Reykjavíkurdömu, giftri glæstum veraldarmanni og yfirvaldi á því landi Islandi! En Þórir Bergsson kann tæknileg tök á að sýna

x

Félagsbréf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.