Félagsbréf - 01.01.1955, Qupperneq 23

Félagsbréf - 01.01.1955, Qupperneq 23
FÉLAGSBRÉF 13 mannanna,“ segir Þórir Bergsson, „byggist að miklu leyti á von- um, sem aldrei rætast. Það er leyndardómur lífsgleðinnar að vernda drauma sína. Og það einkennilega, að þessi sjálfsblekk- ing er fullkomlega heilbrigð og dýrasta eign flestra manna, án hennar yrði lífið böl og öll þróun ómöguleg.“ En þó að menn reyni þetta með ýmsu móti, sjálfrátt, en oftar ósjálfrátt, tekst það mis- jafnlega. Mörgum farnast ekki betur en söguhetjunni í Bréfi úr myrkri, sem segir um sjálfan sig: „Ég er eins og fiðla, sem hrím- þursi hefur stolið frá guðunum og er að spila á í dimmum helli. Strengirnir sumir slitnir, en allir hjáróma." Já, svo harmræn er hún, þessi tilvera, að þessi sami maður segir með raddblæ skálds- ins sjálfs: „Sjálfsagt væri lífið einskis virði, ef því fylgdi ekki kvöl. Aðeins þarf orsök kvalarinnar að vera nógu stór.“ . . . Eins og hjá gömlu hjónunum í sögunni Skammdegi: Þau eru sæl í allri sinni eymd. Þau hafa misst allt, sem þau hafa að missa, eiga að- eins minningarnar um það, sem þeim var kærast, og eru hátt haf- in yfir „tildur, tálvonir, tilgerð og gervimennsku". Svo dimmt get- ur Þóri Bergssyni orðið fyrir augum, þá er hann rýnir í lífsrúnir sorgarbarna tilverunnar. Þó er ekki svo að skilja, að ekki bjarmi af sól hamingju og mannkosta í sögum Þóris Bergssonar. Hann sýnir okkur persón- ur, sem er bjart fyrir augum, og hjá mörgu af því fólki, sem hann segir frá, kemur glögglega í ljós mátturinn og þó einkum viljinn til þess góða. En — ungt skáld segir í sögunni Listin af lifa: „Ég er alklæddur hinu fegursta skrúði, maður öðrum megin, guð hin- um megin.“ Manneskjan er tvískipt og öflin, sem dyljast í myrkr- um tilverunnar, eru viðsjál og válynd, og svo verður þá maðurinn vettvangur mikilla átaka og sleppur aldrei ósár úr þeim átökum. En það er sem skáldið, þrátt fyrir allt, sjái í barnseðli mannsins fyrirheit um frelsi úr álagafjötrum bölvalda tilverunnar. í sög- unni Barnsgrátur lætur hann töfra barnsins hrífa drykkjumann úr klóm fýsnar og bölmæði, og í sögunni Gróði kærir gróðamaður- inn sig kollóttan um aðdynjandi sterkviðri kreppu og hruns, þá er vandalaust barn hefur hrifið hann. Og hver er svo loks sá siðalærdómur, sem hið viðsjála líf hefur kennt skáldinu til eftirbreytni og boðunar?

x

Félagsbréf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.