Félagsbréf - 01.01.1955, Qupperneq 26

Félagsbréf - 01.01.1955, Qupperneq 26
16 FÉLAGSBRÉF tveggja sé. Skáld og bóndi, það er manntegund, sem hver maður íslenzkur kannazt við og kann að meta. Sjálf höfum við átt ótal skáldbændur og eigum, einna ógleymanlegastur er okkur sá þeirra, er flutti héðan alfarinn ungur að árum og síðan ól aldur sinn og að lokum bar beinin vestur undir Klettafjöllum, Stephán G. Steph- ánsson, ógleymanlegrar og blessaðrar minningar. Og nú skeður það undarlega að þér, tvö hundruð ára Ameríkani og í ofanálag Suðurríkjamaður, minnið oss í einu og öllu einmitt á þennan tign- aða og tregaða landa vorn, skáldjöfur einnig hann, en fjarlægan okkur lengstaf lífs og liðinn, nema sá andans arfur, sem hann skil- aði okkur, harmljóðin og hetjuljóðin, hversdagsljóðin — ef svo mætti segja — þó ekki hvað sízt: sigurljómur útlagans, ómetan- legur afrakstur anda og blóðs, sem þegar er orðinn snar þáttur í lífi, menningu og framfaramætti heimaþjóðarinnar. Stephán G. Stephánsson reyndist stjúpþjóðinni trúr sonur og dó í Vestur- fjöll, en móður sinni yfirgefinni reyndist hann eigi að síður betur en flestir þeir, er heima sátu. Henni gaf hann það, sem ekki er öðrum gefandi, enda ekki öðrum þiggjandi. Slíkur er aðall andans. Hann er almáttugur. — Annars var það ekki nema í bili, að eg undraðist, hve mjög þér minntuð á Stephán G. Stephánsson. Frjálshyggjan segir til sín, bæði í útliti og framkomu. Það og annað ættarmót skildi eg betur um leið og mér varð ljóst, að þér eruð af skozku bergi brotinn. Hitt, sem eykur gleði áheyranda yðar og gerir yður þeim og þjóðinni hjartfólginn, eftir að fjarvíman er vikin fyrir handa- bandi, er vitneskjan um að hafa á meðal vor mann, sem á vegleys- um aldar vorrar aldrei hefur látið teymast, blekkjast eða ginnast, aldrei fylgt öðru leiðarljósi en rödd samvizkunnar og eigin geð- þótta. Við slíkan mann stendur gervallt mannkynið í þakkarskuld. Hann er lifandi vottur þess, að menning er ekki í hans hjarta orðið tómt, siðfræðin ekki gagnfræðunum síðri, helgi lífsins engin hé- gilja. Hafi hann þar á ofan lagt á hið torfæra einstígi listarinnar, auðmjúkur og þó um leið sjálfbirgur, svo sem hver sá verður að vera, sem ekki á og aldrei getur eignast sér bróður að baki, er fslendingum sama, hvaðan af hnettinum hann kemur: þeim finnst þeir eiga í honum hvert bein.

x

Félagsbréf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.