Félagsbréf - 01.01.1955, Qupperneq 31

Félagsbréf - 01.01.1955, Qupperneq 31
FÉLAGSBRÉF 21 blökkupresti, og þessi kjarni er mannást, kærleikur til náungans þrátt fyrir andstreymi og þjáningar. Alan Paton gaf út aðra skáldsögu sína árið 1953, og nefnist hún á frummálinu Too late the phalarope. Ennfremur hefur Paton stofnað frjálslyndan stjórnmálaflokk, sem berst fyrir borgaraleg- um réttindum til handa fólki af öllum kynflokkum í Suður-Afríku. ÖRLAGANÓTT YFIR EYSTRASALTSLÖNDUM Höfundur þessarar bókar, Ants Oras, var prófessor í enskri tungu í borginni Dorpat í Eistlandi frá 1934 fram að þeim tíma í styrjaldarlok, er hann neyddist til að flýja föðurland sitt til að komast undan Rússum, sem þá hertóku Eistland öðru sinni. Sem stendur er hann prófessor í enskri bókmenntasögu í Gainesville í Florida. 1 bók sinni lýsir prófessor Oras lið fyrir lið þróun mála í Eist- landi frá þeim tíma, er Molotov og Ribbentrop gerðu hið víð- fræga samkomulag sín í milli um örlög Eystrasaltsríkjanna, og allt fram að atburðum síðustu ára. Hann bregður upp glöggri mynd af því, hvernig Rússar binda, hægt en þó fast, endi á sjálf- •stæði þjóðarinnar, ýmist með því að pota eistlenzkum kommún- istum í áhrifastöður innanlands eða með ánauð og þrengingum á þjóðina af sinni hálfu. Minnisstæð er lýsingin á hersetuskiptum Rússa og Þjóðverja og athyglisverður samanburðurinn, sem gerð- ur er á ofbeldisaðferðum þessara tveggja hervelda. Prófessor Oras gerir einnig grein fyrir atburðum styrjaldarinnar á Eystrasalts- vígstöðvunum, og nær lýsing hans hámarki í hinum magnþrungnu átökum í orustunni um Dorpat. Síðara hernám Rússa leiddi til al- gjörs ráðstjórnarskipulags í Eystrasaltslöndunum, þótt and- spyrnuhreyfingin heyi þar enn baráttu sína, sem þó virðist von- Jítil, eins og málum er nú komið. Ýkjulaust má segja, að þessi bók prófessors Oras sé einhver sú athyglisverðasta, sem rituð hefur verið um stefnur og starfs- aðferðir einræðisríkjanna, jafnt inn á við sem út á við. Einstætt gildi hefur bókin vegna vísindalegrar dómgreindar höfundar,

x

Félagsbréf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.