Félagsbréf - 01.01.1955, Síða 32

Félagsbréf - 01.01.1955, Síða 32
22 FÉLAGSBRÉF næmrar athyglisgáfu hans og síðast en ekki sízt vegna persónu- legra kynna hans af þeim mönnum, sem gengu erinda Rússa í föðurlandi sínu, Eistlandi. Sjálfur var höfundurinn einn af for- ystumönnum andspyrnuhreyfingarinnar. í bók þessari er fólginn mikill lærdómur fyrir okkur Islendinga. Hún lýsir á átakanlegan hátt þeim nýliðna atburði, er Rússar með kommúnistisku einræðisvaldi hertaka smáþjóð, innlima hana í ráðstjórnarríki sitt, svipta hana sjálfstæði sínu og menningu og- eru nú sem óðast að þröngva upp á hana tungu sinni til að auð- mýkja þessa þjóð enn meir. Án þess að hinn frjálsi heimur hafi getað rönd við reist, hefur þjóðin orðið að lúta þessum bitru ör- lögum. Víst hafa Rússar verið fordæmdir fyrir ofbeldi sitt, en for- dæming í orði er ekki það vopn, að það valdi hinum kommúnistisku harðstjórum í Rússlandi ótta eða svo mikið sem samvizkubiti. Fyrir því á bókin „Örlaganótt yfir Eystrasaltslöndum" erindi til allra sannra íslendinga, að vekja þá til umhugsunar um, hvers virði frelsi og sjálfstæði þjóðarinnar er og hvort einhverju sé ekki fórnandi fyrir viðhald þess og vernd, ekki sízt þegar svo ljóst er, hvaða hugarþel rússneskir valdhafar bera til smáþjóðanna. Er ekki tími til kominn, að íslendingar dæmi hart þá landa sína, sem reka erindi Rússa hér á íslandi? HVER ER SINNAR GÆFU SMIÐUR Epiktetos mun vera fæddur um 50 árum eftir burð Krists í Hierapólis í Frýgíu í Litlu-Asíu. Hann var þræll hjá lífverði ein- um í sveit Nerós keisara. Síðar hlaut hann frelsi og bjó um skeið sem leysingi í Róm. Þar hafði hann numið heimspeki hjá góðum kennurum, og gerðist hann sjálfur kennari í þeim fræðum að^ fengnu frelsi. Nokkru fyrir aldamótin 100 hóf Dómitíanus keisari ofsóknir á hendur heimspekingum. Var Epiktet þá flæmdur frá. Róm. Fluttist hann til Nikopólis í Epeirus og stofnaði þar merk- an og fjölsóttan skóla. Lézt hann þar í hárri elli. Það er samkennilegt með Epiktet og ýmsum áhrifamestu siða- meisturum mannkynsins, að hann skráði enga bók, svo að menn

x

Félagsbréf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.