Félagsbréf - 01.01.1955, Page 34

Félagsbréf - 01.01.1955, Page 34
■24 FÉLAGSBRÉF ÍSLANDSSAGA eftir dr. phil. Jón Jóhannesson. Önnur af síðari bókum Almenna bókafélagsins fyrir árið 1956 verður íslandssaga eftir dr. phil. Jón Jóhannesson, prófessor. Verður þetta fyrra bindi af tveimur og fjallar það um sögu ís- lendinga frá upphafi til loka þjóðveldis 1264. Seinna bindið tekur yfir tímabilið frá 1264 til siðaskipta, öld konungsvalds og kirkju, og verður það gefið út af félaginu síðar. í sögu sinni mun dr. Jón fjalla um alla þætti þjóðlífsins og ræða margt, sem áður hefur verið lítt eða ekki kannað. Meginkafla- fyrirsagnir ritsins verða sem hér segir, og gefur það nokkra hug- mynd um fjölbreytni þess og efnistilhögun: I. Fundur íslands og bygging. II. Stjórnhættir. III. Siglingar og landafundir. IV. Trú og kirkja. V. Fjörbrot íslenzka þjóðveldisins. VI. Atvinnuvegir og verkleg menning. Dr. Jón Jóhannesson er að allra dómi einn hinn merkasti fræði- maður, sem nú er uppi með íslendingum, og er þekking hans á ís- lenzkri sögu frábær. Það er því mikill fengur Almenna bókafélag- inu að hafa fengið þetta rit hans til útgáfu, en á því er lítill vafi, að það mun um langan aldur skapa hinn virðulegasta sess meðal bóka um íslenzka sagnfræði. Islendingar eru söguþjóð og hvað eftir annað hafa dæmi for- feðranna orðið þeim hvatning og uppörvun. Það hefur kennt þeim að setja merkið hátt, en æðrast ekki, þótt ofurefli illra örlaga virðist ósigrandi. Sögu sinni eiga Islendingar hið nýja þjóðfrelsi sitt að launa, og saga þeirra getur kennt þeim meira en flest ann- að um það, hvernig með það á að fara. Þessi bók á því erindi til allra, sem unna sögu og heill þjóðar sinnar.

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.