Félagsbréf - 01.01.1955, Side 35

Félagsbréf - 01.01.1955, Side 35
PÉLAGSBRÉF 25 ENDURMINNINGAR ÁSGRÍMS JÓNSSONAR Almenna bókafélagið telur meðal brýnustu verkefna sinna að fá skráðar ævisögur merkra íslendinga, lífs og liðinna, og hefur um það ýmsar ráðagerðir á prjónunum, sem væntanlega verður hægt að skýra nánar frá áður en langt um líður. En fyrsta bók félagsins, þeirrar tegundar, verða endurminningar Ásgríms Jóns- sonar málara, eins ástsælasta listamanns þjóðarinnar, fyrr og síðar. Hefur Tómas Guðmundsson tekizt á hendur að skrásetja æviminningarnar og verður bókin að forfallalausu fullbúin til prentunar snemma á næsta ári. Er til þess ætlazt, að henni fylgi allmargar myndir af málverkum listamannsins. Ásgrímur Jónsson er aldursforseti íslenzkra myndlistarmanna, fæddur 4. marz 1876 að Rútsstaðahjáleigu í Flóa. Þar ólst hann upp hjá foreldrum sínum fram yfir fermingaraldur, en réðist þá vikadrengur til Nielsens verzlunarstjóra á Eyrarbakka og var í þjónustu hans hálft þriðja ár. Um þessar mundir var kaupmanns- húsið á Eyrarbakka — eða „Húsið“ eins og það var jafnan nefnt í daglegu tali — eitt mesta menningarheimili á landinu, og þar komst Ásgrímur fyrst í kynni við sígilda tónlist, sem hefur jafnan verið annað sterkasta hugðarefnið í lífi hans. Seinna gerðist hann sjómaður um skeið, en stundaði auk þess vegavinnu og önnur þau störf, er til féllu, unz hann sigldi til Kaupmannahafnar haustið 1897. Fararefnin voru af skornum skammti, aðeins tvö hundruð krónur, en allt að einu var hann staðráðinn í að brjóta sér braut til náms og mennta — og gerast listmálari. Allir fslendingar vita í dag, hversu hinum snauða sveitapilti reiddi af á þessari löngu og merkilegu ferð, sem mátti, eins og þá var háttað hér á landi, teljast honum til fullrar ofdirfsku. Sjálfur hafði hann ekki, er hann tók þessa ákvörðun, kynnzt af eigin sjón neinu því, er raunverulega gæti talizt til myndlistar, en hann átti sér þá eðlisávísun, sem virðist hafa beint lífi hans frá öndverðu í mjög ákveðinn farveg. Eitt hið fyrsta, sem Ásgrímur man til sín, er frá því að hann sat úti á túni, tveggja eða þriggja ára gamall, með sendibréf í höndum og var að bera blátt letrið á bréf-

x

Félagsbréf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.