Félagsbréf - 01.01.1955, Page 36

Félagsbréf - 01.01.1955, Page 36
26 FÉLAGSBRÉP inu saman við litinn á Eyjafjallajökli. Þannig urðu honum þegar í frumbernsku litir og form hins víða og fjarlæga fjallahrings, er við honum blasti af heimahlaði, sífellt efni undrunar og ímynd- unar, og öllum stundum, er hann mátti, undi hann sér við að festa þetta útsýni á blað, en þegar pappírinn þraut mótaði hann myndir sínar í það efni, sem honum var tiltækt, svo sem leirleðju, grjót og mosa. Það var engin tilviljun, að Ásgrímur Jónsson gerðist „faðir íslenzkrar landslagslistar“, eins og komizt hefur verið að orði um hann. Ásgrímur Jónsson hefur um mörg ár átt við þungbæra van- heilsu að stríða, en vinnur þó af ungs manns kappi og hrifningu hverja stund, er hann fær því við komið, og enn hefur hann áræði og skap til að færast hin erfiðustu viðfangsefni í fang. Hann hefur nú fyrir skemmstu ánafnað íslenzka ríkinu málverk sín og er það mikil og verðmæt gjöf, en þó er ef til vill enn meira vert um það fordæmi, sem hann hefur eftirlátið ungum listamönnum. Af sjaldgæfri einlægni, trúmennsku og sannleiksást hefur hann varið langri ævi í þjónustu þeirrar hugsjónar, sem hann gekk ungur á hönd, aldrei skirrzt við að leita á brattann og aldrei unnt sér þess munaðar að lifa nokkru öðru en list sinni. Slíkur maður fer að jafnaði mjög einförum í lífinu, og því skyldi enginn vænta sér þess, að ævisaga Ásgríms Jónssonar verði auðug af fyrir- ferðarmiklum ytri viðburðum, en um margt ætti hún samt að geta orðið fróðleg og víst er einnig um það, að íslenzka þjóðin mun taka þakksamlega öllum þeim heimildum, sem haldið verður til haga um þennan fágæta og hreinhjartaða listamann hennar. MYNDABÓKIN ÍSLAND Islenzk landkynning er mikið áhugamál allra þeirra, sem gera sér ljóst, að einangrun landsins hefur verið rofin og menningar- lífi verður hér ekki lifað án samskipta við aðrar þjóðir. Enda þótt fjölmargir hafi lagt lið sitt til að kynna landið, hefur þó mjög skort á, að sú starfsemi væri eins fjölþætt og góð og æskilegt er. Auðvitað er þar fámenni og fjárskorti um að kenna.

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.