Félagsbréf - 01.01.1955, Qupperneq 37
PÉLAGSBRÉF
27
Þekkt þýzkt útgáfufyrirtæki, sem gefið hefur út myndabækur
frá mörgum löndum, hafði hug á að ráðast í útgáfu myndabókar-
innar ÍSLAND. Kostnaður við prentun slíkrar bókar er geysi-
mikill, og gat fyrirtækið ekki hafizt handa, fyrr en tryggð væri
sala allstórs upplags hér á landi, þar sem erlendi markaðurinn er
ótryggur. Almenna bókafélaginu er það mikið gleðiefni að hafa
getað stuðlað að þessari útgáfu með því að festa kaup á því magni,
sem útgefandinn þurfti að selja hér.
Myndabókina ÍSLAND má óefað telja þá fegurstu sinnar teg-
undar, sem hér hefur verið á boðstólum. Bæði eru myndirnar sér-
lega góðar, en einkum ber þó prentun þeirra af. Hanns Reich Ver-
lag í Munchen gefur bókina út, en hún er prentuð í Sviss. Gunnar
Gunnarsson, skáld, ritar ávarp, en dr. Sigurður Þórarinsson, jarð-
fræðingur, formálsorð. Þá hefur hann og gert myndaskýringar og
unnið á annan hátt að útgáfunni.
Myndabókin verður seld í bókabúðum víða um heim. Hér verð-
ur hún seld á kr. 130,00. Hins vegar býður Almenna bókafélagið
öllum félögum sínum eitt eintak hennar á kr. 75,00. Eru það sér-
stök vildarkjör, enda er það skylda Bókafélagsins að gæta hags-
muna þátttakendanna á sérhvern hátt.
Fullvíst má telja, að myndabókinni verður hér vel tekið og hún
muni eiga drjúgan þátt í að kynna Island og íslenzkt þjóðlíf meðal
nálægra og fjarlægra þjóða.