Félagsbréf - 01.01.1955, Síða 38

Félagsbréf - 01.01.1955, Síða 38
Almenna bókafélagið, skipulag og störf Um langt árabil hafa ýmsir áhuga- menn um bókmenntir og menningar- mál haft hug á stofnun nýs félags, þar sem sameinaðir væru sem flestir hinna fremstu rithöfunda og skálda, þeirra, sem aðhyllast lýðræðislega og frjálslynda stefnu í menningarmálum og þjóðmálum. I janúarmánuði 1955 ákváðu 32 áhugamenn að hleypa félaginu af stokkunum og vinna i sameiningu að velferð þess. Hlaut félagið nafnið Almenna bókafélagið, en tilgangur þess er „að vinna að alhliða menn- ingarstarfsemi á þjóðlegum grund- velli, fyrst og fremst með bóka- og tímaritsútgáfu". Sett var á laggirnar stjórn fyrir félagið. Til stjórnarstarfa völdust: Bjarni Benediktsson, menntamála- ráðherra, formaður, en meðstjórn- endur þeir: Dr. Alexander Jóhannes- son, prófessor, Jóhann Hafstein, bankastjóri, Karl Kristjánsson, al- þingismaður, og Þórarinn Björnsson, skólameistari. Við hlið stjórnarinnar var skipað bókmenntaráð og ákveðin verkaskipt- ing milli þess og stjórnarinnar. Hlut- verk bókmenntaráðsins er að velja útgáfubækur félagsins og vera stjórn- inni til ráðgjafar um annað, er lýtur að megintilgangi félagsins. Á hinn bóginn féll í hlut stjórnarinnar um- sjón með fjárreiðum félagsins og dag- legri starfsemi þess. Til formennsku í bókmenntaráði var valinn Gunnar Gunnarsson, skáld,. og með honum í ráðið þeir: Birgir Kjaran, hagfræðingur, Davið Stef- ánsson, skáld, Guðmundur Gislason Hagalin, skáld, Jóhannes Nordal, hagfræðingur, Kristján Albertsson, Kristmann Guðmundsson, skáld, Tóm- as Guðmundsson, skáld, og dr. Þor- kell Jóhannesson, háskólarektor. Stjórn og bókmenntaráð hófu starf- semi sina um miðjan febrúarmánuð. Fyrsti fundur bókmenntaráðsins var haldinn hinn 18. febrúar og þá þegar hafinn undirbúningur að vali útgáfu- bókanna. Voru síðan haldnir viku- legir fundir í ráðinu allt fram í júní- mánuð til að vanda sem mest bóka- valið. Ræddu bókmenntaráðsmenn um fjölda bóka, áíur en endanleg ákvörð- un var tekin um þær sex bækur, sem félagið tekur til útgáfu á fyrsta starfsári sínu. Yfir sumarmánuðina var aðeins haldinn einn formlegur fundur í bók- menntaráðinu, en hins vegar störf- uðu bókmenntaráðsmenn að margvís- legum málefnum fyrir félagið. Um mánaðamótin september — október hófust hinir vikulegu fundir bók- menntaráðsins svo að nýju, og vinna bókmenntaráðsmenn nú sleitulaust að vali næstu bóka félagsins. í hlut bókmenntaráðs hefur einn- ig komið undirbúningur að bók- menntakynningum og tímaritsútgáfu. Hefur félagið þegar haldið eina bók- menntakynningu. Voru þar kynnt

x

Félagsbréf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.