Félagsbréf - 01.01.1955, Side 39
FÉLAGSBRÉF
29
verk rithöfundarins Þóris Bergsson-
ar. Var efnt til kynningarinnar í til-
efni af sjötugsafmæli Þóris.
Hlutverk stjórnarinnar hefur hins
vegar fyrst og fremst verið að
tryggja félaginu nægilegt rekstursfé
og aðstöðu til þróttmikillar starf-
semi. Þegar á fyrsta stjórnarfund-
inum, hinn 17. febrúar, var fimm fé-
lögum í Almenna bókafélaginu falið
að gangast fyrir stofnun hlutafélags
til að tryggja fjárhagslegan grund-
völl Bókafélagsins.
Hlutafélagið Stuðlar var formlega
stofnað hinn 18. maí 1955. Hafði þá
tekizt að afla hlutafjárloforða, sem
námu 500.000,00 krónum, en sú fjár-
hæð var talin algjört lágmark til að
hrinda af stað svo veigamikilli út-
gáfu, sem Almenna bókafélagið hafði
á prjónunum. Á stofnfundi Stuðla h.f.
var kosin bráðabirgðastjórn fyrir fé-
lagið. Var Geir Hallgrímsson, hér-
aðsdómslögmaður, kosinn formaður
og með honum í stjórn þeir: Hall-
dór S. Gröndal, framkvæmdastjóri,
Kristján L. Gestsson, framkvæmda-
stjóri, Loftur Bjarnason, forstjóri,
og Magnús Víglundsson, forstjóri.
Tilgangur hlutafélagsins Stuðla er
.,að styðja og efla bókaútgáfu og
menningarstarfsemi í landinu, hafa
með höndum sjálft og í samráði við
aðra bókaútgáfu, bóksölu og aðra
skylda starfsemi“.
Fé það, sem aflað hafði verið á
stofnfundi Stuðla h.f., hugðist félag-
ið lána Almenna bókafélaginu, svo að
það gæti hrundið af stað útgáfu sinni.
Almenna bókafélaginu gekk mjög
erfiðlega að afla sér hagkvæms hús-
næðis fyrir starfsemi sína. Varð því
•að ráði, að Stuðlar keyptu hluta
af fasteigninni Tjarnargata 16 í
Reykjavík og tryggðu Bókafélaginu
þar aðsetur. í sambandi við þá
ákvörðun var hafin ný sókn til að
afla aukins hlutafjár til Stuðla h.f.
og hefur hlutafjársöfnun gengið
mjög vel, svo að Stuðlar hafa þegar
leyst af hendi sitt fyrsta virðulega
hlutverk að tryggja fjárhagslegan
grundvöll Bókafélagsins.
Skrifstofa Almenna bókafélagsins,
Tjarnargötu 16, hefur framkvæmt
ákvaríanir stjórnar og bókmennta-
ráðs. Meginkapp hefur verið lagt á
öflun félagsmanna, en allir þeir, sem
gerast félagar fyrir næstu áramót,
verða taldir til stofnenda Almenna
bókafélagsins. Hefur félagið nú í
þjónustu sinni hátt á annað hundrað
umboðsmenn um allt land, og vinna
þeir að kynningu á félaginu, öflun
félagsmanna, dreifingu bóka félags-
ins og innheimtu félagsgjalda. I
Reykjavík annast skrifstofa félags-
ins þessi störf.
Árangurinn af öflun félagsmanna
hefur orðið meiri en bjartsýnustu
menn þorðu að vona. Þegar þetta er
ritað hafa nákvæmar upplýsingar
ekki borizt frá umboðsmönnum fé-
lagsins, og er því ekki tímabært að
birta árangurinn af fyrstu sókn fé-
lagsins. Þó er óhætt að fullyrða, að
Almenna bókafélagið verður þegar á
fyrsta starfsári sínu eitthvert fjöl-
mennasta og sterkasta menningar-
félag, sem starfað hefur hérlendis.
Hverjum einstökum þátttakanda í
Bókafélaginu — og svo auðvitað fé-
laginu í heild — er það geysimikið
hagsmunamál, að félagatalan aukist
sem allra mest, því að útgáfukostn-
aður einstakra bóka lækkar mjög