Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2007, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2007, Blaðsíða 2
mánudagur 8. október 20072 Fréttir DV InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is Forstjóri Innheimtustofnunar sveitarfélaganna segir innheimtukerfi meðlagsskulda afar gott hér á landi. Stjórnarmaður í Félagi um foreldrajafnrétti, áður Félagi ábyrgra feðra, fullyrðir að kerfið sé það frumstæðasta í Evrópu. Rúmlega 12 þúsund Íslendingar greiða meðlag með um 20 þúsund börnum. „Það er alltaf hægt að semja við okk- ur. Menn geta unnið sig út úr þessum vanda er þeir vilja. Ef menn vilja taka á sínum málum getum við aðstoð- að þá á margan hátt,“ segir Hilmar Björgvinsson, forstjóri Innheimtu- stofnunar sveitarfélaga sem sér um að innheimta meðlagsgreiðslur. Skuldastaða meðlagsgreiðenda stóð í tæpum 11 milljörðum króna við síðustu áramót. Frumstætt kerfi Hilmar segir innheimtukerfi meðlagsskulda hér á landi vera afar gott. „Þetta snýst allt um að fram- færa börn. Kerfið tryggir mánaðar- legar greiðslur til þeirra sem eru með börnin í sinni forsjá. Það er merg- ur málsins,“ segir Hilmar. „Þetta er barnvænt fyrirkomulag. Samkvæmt lögum tilheyrir meðlagið barninu.“ Lúðvík Börkur Jónsson, stjórnar- maður í Félagi um foreldrajafnrétti, er á annarri skoðun. „Ég fullyrði að íslenska kerfið er það frumstæðasta af öllum meðlagskerfum í Evrópu,“ segir Lúðvík sem telur kerfið of ein- falt. Hann bendir á að hér sé notast við eina staðlaða upphæð á meðan í nágrannalöndunum sé tekið tillit til fjölda þátta við mat á meðlags- greiðslum. Lúðvík telur vissulega mjög gott að greiðslur til forsjáraðila barna séu ávallt tryggðar. Gagnrýni hans bein- ist að því að aðstæður meðlagsgreið- enda séu ekki hafðar til hliðsjónar við greiðslumat. Unnið með skuldurum Innheimtustofnun gerir kröfur í dánarbú. „Við fylgjum eftir kröfum svo þær fyrnist ekki. Það eru mörg dæmi um að við fáum greitt úr dán- arbúum,“ segir Hilmar. Hann telur að því miður séu dæmi um meðlags- skuldara sem sjái ekki ástæðu til að standa í skilum við skuldbindingar sínar. „Sumir virðast hafa þær hug- myndir að aðrir eigi að borga með börnunum þeirra,“ segir hann. Árið 2006 var besti árangur Inn- heimtustofnunar frá upphafi. Þá náði hún að innheimta tæp 87 pró- sent af meðlagsskuldum ársins. Árið 1994 var árangurinn mun lakari, eða 60 prósent. Ástæðu þessa góða gengis í fyrra heldur Hilmar að tengist mikilli veltu í þjóðfélaginu og auknum fjárráðum fólks. „Við höfum einnig lagt okk- ur mikið fram við að vinna skipu- lega með skuldurum. Það hefur bor- ið árangur,“ segir hann. „Það þarf að vinna með skuldurum og leysa þeirra vanda.“ Ein þeirra leiða sem hægt er að fara er að gera þriggja ára greiðslu- samning við Innheimtustofnunina. Einnig eru dæmi um að hluti skuld- ar sé afskrifaður að teknu tilliti til persónulegra aðstæðna, svo sem heilsufars, efnahags eða fjölskyldu- aðstæðna. Hilmar leggur mikið upp úr því að stofnunin reyni að koma til móts við meðlagsgreiðendur. Sá elsti 85 ára Meðlagsgreiðslur á mánuði fyrir hvert barn eru nú 18.284 krónur. Á síðasta ári numu greiðslurnar 17.249 krónum. Elsti meðlagsskuldari á skrá er 85 ára en sá yngsti 17 ára. Fjöldi meðlagsskuldara yfir sjötugu er 31 og skulda þeir samtals rúmar 39 milljónir króna. Fjölmennasti árgangur barna sem greitt er með eru börn fædd árið 1990. Tryggingastofnun greiðir með- lög mánaðarlega til þeirra sem hafa börnin þrátt fyrir að meðlagsgreið- andi endurgreiði ekki Innheimtu- stofnuninni og þannig myndast oft miklar skuldir. Innheimtustofnunin gerir ávallt upp við Tryggingastofn- un með aðstoð Jöfnunarsjóðs sveit- arfélaga. Félag um foreldrajafnrétti hét áður Félag ábyrgra feðra en nafninu var breytt á aðalfundi þess á föstu- dag. Félagið er í stefnumótunarvinnu og fer þessa dagana yfir áherslumál sín og ímynd í kjölfar nafnbreyting- ar. Fregna af því starfi er að vænta á næstunni. 11 milljarða meðlagsskuldir Erla hlynSdóttir blaðamaður skrifar: erla@dv.is „Sumir virðast hafa þær hugmyndir að aðrir eigi að borga með börnunum þeirra.“ Grunnskólabörn meðlag tilheyrir barninu samkvæmt lögum. ólafur ragnar Grímsson fór til Kína í boði Glitnis: Forsetinn fór með einkaþotu Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, ferðaðist til Kína með einka- þotu í boði Glitnis. Örnólfur Thors- son forsetaritari segir það hafa verið mikið ánægjuefni fyrir Ólaf Ragnar að þiggja boð Glitnis um að ferðast með einkaþotu til Kína. Örnólfur hafði sérstaklega sam- band við DV og tilkynnti að forsetinn hygðist ekki fljúga með einkaþotu til Kína, í kjölfar frétta þess efnis. „Aldrei stóð til að forseti ferðaðist í vél sem á einhvern hátt tengist Eimskipafélagi Íslands, stjórnendum þess eða eig- endum,“ segir Örnólfur. Í staðinn fór Ólafur Ragnar í boði Glitnis. Ástæðuna fyrir því að Ólafur Ragnar fór með Glitnisvélinni segir Örnólfur vera að ef hann hefði farið með áætlunarflugi hefði hann orð- ið of seinn til Kína. Forsetanum var ekið í lögreglufylgd, rakleitt frá setn- ingu Alþingis síðastliðinn mánu- dag, út á Keflavíkurflugvöll þar sem Glitnisþotan beið hans, tilbúin til brottfarar. Kínaforseti, Hu Jintao, hafði boðið Ólafi Ragnari að hitta sig klukkan tíu mínútur yfir tíu á þriðjudagsmorgun. „Ekkert af þessu hefði verið mögulegt ef forseti Íslands hefði far- ið með áætlunarflugi frá Íslandi eft- ir setningu Alþingis þann 1. október þar eð tímamunur milli Íslands og Kína er átta klukkustundir og flug- ið með millilendingu langt. Með því móti hefði forseti ekki komið til Kína fyrr en að morgni 3. október að kín- verskum tíma,“ segir Örnólfur Thors- son í svari við fyrirspurn DV. Ólafur Ragnar hefur farið í að minnsta kosti fimmtán utanlands- ferðir á árinu. Upplýsingar um kostn- að embættisins við ferðir Ólafs Ragn- ars liggja ekki fyrir, en DV leitar nú svara við því. Í síðasta mánuði flaug hann með einkaþotu í boði Eimskips til Leeds á Englandi. Nú hefur hann ákveðið að fljúga í boði Glitnis. sigtryggur@dv.is stálu hundrað lítrum af áfengi Fjórir starfsmenn Jóna trans- port og Samskipa hlutu á föstu- dag tveggja til fjögurra mánaða skilorðsbundna fangelsisdóma fyrir að hafa stolið meira en eitt hundrað lítrum af áfengi sem átti að farga. Tollvörður sem ákærður var fyrir aðild að brotunum var sýknaður. Lögregla lagði hald á áfengið á heimilum fjórmenninganna. Áfengið var tekið úr svokölluðum förgunarbirgðum sem geymdar voru í vörumiðstöðvum Sam- skipa við Holtaveg og Kjalarvog. Fjórmenningarnir játuðu brotin greiðlega. Bílvelta í Borgarnesi Fólksbíll valt á þjóð- vegi 1, skammt norðan Borgar- ness, í gærmorg- un. Ökumaður- inn meiddist og var hann fluttur á spítala til aðhlynningar. Meiðsl hans eru þó ekki talin alvarleg. Bíllinn sem maðurinn ók er hins vegar mikið skemmd- ur og jafnvel talinn ónýt- ur. Nokkuð hefur kólnað í veðri og ekki er loku fyrir það skotið að hálkublettir séu á vegum eftir kalda nótt. Hálka og hálkublettir eru á vegum á Vestfjörðum, Norður- og Austurlandi. Fleiri aka undir áhrifum fíkniefna Lögreglan í Borgarnesi tók um helgina fimm manns grunaða um akstur und- ir áhrifum fíkniefna. Á sama tíma var enginn tekinn fyrir ölvunarakstur. Lögreglan í Borgarnesi telur að akstur undir áhrifum ólöglegra efna hafi færst í aukana. Lögreglumaður sem rætt var við segir að mennirnir fimm hafi verið færðir á lög- reglustöð og hjá þeim fengin blóð- og þvagsýni. Niðurstöð- urnar ráði svo framhaldinu. Á síðasta ári var reglugerð um akstur undir áhrifum lyfja hert. Forseti Íslands ólafur ragnar fór til Leeds með einkaþotu magnúsar Þorsteinssonar hjá eimskip. Skömmu seinna flaug hann til kína með einkaþotu glitnis. evra besta lausnin Anna Pála Sverrisdóttir var kosin formaður Ungra jafnaðar- manna á landsþingi þeirra um helgina. Þar var jafnframt lagt fram að upptaka evru með inn- göngu í Evrópusambandið væri besta skammtímaleiðin til að ná stöðugleika í gjaldeyrismálum þjóðarinnar. Ingibjörg Sólrún Gísladótt- ir, formaður Samfylkingarinnar og utanríkisráðherra, var gestur fundarins og ræddi við unga flokksfélaga sína.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.