Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2007, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2007, Blaðsíða 21
DV Sport mánudagur 8. október 2007 21 Hermann Hreiðarsson Portsmouth Hermann Hreiðarsson hlýtur að geta gert tilkall til framherjastöðu í íslenska landsliðinu eftir að hafa skorað tvö mörk í tveimur seinustu leikjum Portsmouth. Þjóðarstoltið hefur vissulega áhrif á val hetjunnar að þessu sinni en það er allt í lagi. Hermann hefur stimplað sig heldur betur inn í þetta Portsmouth-lið enda frábær leikmaður. Paul Robinson Tottenham Enn á ný fékk Paul Robinson klaufamark á sig. Að þessu sinni leyfði hann Liverpool að skora hjá sér. Hann réð ekki við aukaspyrnu Steven Gerrard og Andryi Voronin hirti frákastið og skoraði. Steve McClaren hlýtur að henda honum á bekkinn hjá enska landsliðinu í næstu leikjum liðsins. ATVIK HELGARINNAR Markvörður: Petr Chech: Varði nokkrum sinnum vel þegar Bolton sótti að Chelsea und- ir lok leiksins. Varnarmenn: Hermann Hreiðarsson: Skoraði mark og lét vel finna fyrir sér í sigri Ports- mouth. Jacob Laursen: Öruggur fyrir miðju varnar Aston Villa. Ófár sóknir sem stöðvuðust á honum. Ívar Ingimarsson: Var sterkur í vörn Reading sem lenti sjaldan í vandræð- um gegn Derby. Steve Finnan: Hægri bakvörðurinn stöðugi lagði upp mark fyrir Fern- ando Torres á lokamínútunni. Miðjumenn: Ronaldo: Nálgast sitt besta form, skor- aði tvö og gæti náð markmiði sínu sem er að skora meira en 23 mörk á þessu leiktímabili. Anderson: Var óvæntur senuþjófur í leiknum á móti Wigan. Sýndi loksins hvers vegna Manchester United borg- aði 17 milljónir punda fyrir hann. David Bentley: Skoraði mark og var allt í öllu í sóknarleik Blackburn gegn Birmingham. Elano: Brasilíumaðurinn sýndi aftur hvers hann er megnugur í leiknum gegn Middlesbrough. Skoraði tvö og stjórnaði leiknum á miðjunni. Sóknarmenn: Robin van Persie: Skoraði tvívegis og var ávallt ógnandið í sóknarleik Ars- enal gegn Sunderland. Robbie Keane: Er sjóðandi heitur þessa dagana. Skoraði tvívegis gegn Liverpool og var beittur allan leikinn. Mark helgarinnar Robin van Persie - ArsenalMark Robins van Persie var stórglæsilegt. Þrumaði boltanum efst í markið, gjörsamlega óverjandi fyrir Craig Gordon markvörð Sunderland. Skot hans var svo fast að myndatökumenn áttu erfitt með að fylgja boltanum. Markvarsla helgarinnar Chris Kirkland - WiganFyrirgjöf frá Carlos Tevez fór í Salomon Olembe og virtist stefna í netið. Mögnuð viðbrögð frá Kirkland björguðu því sem bjargað var á þeim tímapunkti. Kirkland lítur betur út en síðustu ár og virðist hafa tekið barnaspikið af sér í sumar. Leikur helgarinnar Arsenal - Sunderland Frábær leikur sem bauð upp á allt sem góður fótboltaleikur þarf að hafa. Fullt af mörkum, umdeild atvik og flott tilþrif. Virtist stefna í 10-0 sigur heimamanna en Sunderland sýndi að þeir eru sýnd veiði en ekki gefinn. Anderson Petr Chech Ívar Ingimarsson Steve Finnan Robbie Keane Martin Laursen Elano Davi Bentley Robin van Persie Hermann Hreiðarsson Christiano Ronaldo Frammistaða helgarinnar Elano - Manchester City Brassinn magnaði í liði Manchester City er heldur betur að stimpla sig inn í ensku deildina. Skoraði tvö mörk um helgina og sýndi stórbrotna frammistöðu. Hefur sýnt það og sannað að aðlögun er ofmetið orð. Ummæli helgarinnar „Ég er með óbragð í munni eftir þe ssi úrslit. Við gerðum þá virkilega hræ dda. “ Martin Jol sANNFæRANdI sIGUR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.