Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2007, Blaðsíða 17
Arsenal sigraði Sunderland 3-2 í
hörkuleik á Emirates-vellinum. Eft-
ir góða byrjun Arsenal komst Sund-
erland óvænt inn í leikinn en Robin
van Persie kom heimamönnum til
bjargar með öðru marki sínu í leikn-
um.
Útlit var fyrir að Arsenal myndi
vinna auðveldan sigur á Sunderland
í upphafi leiks. Liðið sótti án afláts og
færin létu ekki á sér standa. Fyrsta
mark leiksins kom eftir gangi leiksins
og var þar að verki Robin van Persie
eftir 7 mínútur. Markið var afar fal-
legt en van Persie negldi boltanum í
slá og inn úr aukaspyrnu.
Einungis sjö mínútum síðar var
Arsenal komið með tveggja marka
forystu þegar Svisslendingurinn
Phillipe Sanderos skoraði annað
mark Arsenal eftir að Sunderland-
mönnum mistókst að hreinsa í teign-
um. Laust skot hans úr teignum end-
aði í markinu.
Óvænt endurkoma Sunderland
Áhorfendur voru farnir að búa
sig undir sýningu og fleiri mörk frá
heimamönnum og löglegt mark var
dæmt af þeim vegna rangstöðu.
Sunderland-menn vöknuðu til
lífsins á þessum tímapunkti og mark
frá Rod Wallace breytti valdajafn-
væginu í leiknum. Arsenal var áfram
betra en ógn sóknarmanna Sunder-
land jókst þegar leið á leikinn.
Staðan í leikhléi var 2-1 og flest-
ir bjuggust við því að Arsenal-menn
myndu taka leikinn í sínar hendur í
síðari háfleik. En einungis nokkrum
mínútum eftir að síðari hálfleikur
hófst höfðu Sunderland-menn jafn-
að leikinn. Kenwayne Jones stökk
manna hæst í teignum og skallaði af
afli framhjá Alamunia í marki Arsen-
al.
Skyndilega breyttist leikurinn og
Arsenal sem venjulega spilar af ör-
yggi manna á milli áttu í erfiðleikum
með að skapa sér færi.
Kolo Toure átti að vísu þrumuskot
í stöng en inn vildi hann ekki. Ars-
ene Wenger setti Theo Walcott inn í
síðari hálfleik og hann breytti gangi
leiksins nokkuð og stóð sig vel. Útlit
var fyrir að Sunderland myndi ná að
stela stigi allt þar til um tíu mínútur
voru til leiksloka. Þá var komið að
Van Persie að skora öðru sinni. Theo
Walcott snéri af sér varnarmann í
teignum, sendi knöttinn á Van Per-
sie sem skoraði með snöggu skoti úr
teignum.
Undir lok leiksins var Paul Mc
Shane rekinn af velli.
Prófraun
Arsene Wenger var sáttur við
frammistöðuna. „Ég er mjög ánægð-
ur með að vera kominn aftur á topp-
inn. Í stöðunni 2-0 var jafnvel útlit
fyrir auðveldan leik. En við gáfum
aðeins eftir í einbeitingu og þeir
komust aftur inn í leikinn fyrir vikið.
Þetta var prófraun fyrir þrautseigj-
una og gæðin í liðinu. Mér fannst sig-
urmarkið frá Van Persie verðskuldað
en þeir áttu líka tækifæri. Það má
segja að við höfum kannski spil-
að einum of mikið í leiknum en við
skoruðum engu að síður þrjú mörk.
Við vorum ekki alveg nógu beittir, en
þannig er það stundum eftir leiki í
Meistaradeildinni. Þjrú stig eru það
sem við sóttumst eftir og það skiptir
öllu,“ segir Arsene Wenger
Roy Keane stjóri viðurkenndi
eftir leikinn að hann hefði óttast
það versta eftir slæma byrjun hans
manna. „Eftir 10-15 mínútur hugs-
aði ég með sjálfum mér að þetta ætti
eftir að verða löng dagstund. En leik-
menn mínir sýndu góðan karakter og
minnstu munaði að við fengum stig.
Þegar þú ert 0-2 undir þarftu að
taka ákveðna áhættu og það borgaði
sig sem betur fer því lið eins og Ars-
enal getur nýtt sér það og skorað á
þig 6-7 mörk.
Yfir höfuð spiluðum við vel en
lið eins og Sunderland þarf að vera
fjandanum heppnara til þess að ná
stigi gegn Arsenal. Við vorum nokk-
uð heppnir en ekki nógu heppnir,“
segir Keane.
DV Sport mánudagur 8. október 2007 17
Anelka þolinmóður
Nicolas Anelka framherji bolton sagði
að hann biði nú eftir því að eitt af stærri
félögum evrópu keypti hann frá liðinu.
anelka segist enn hafa
mikinn metnað sem
knattspyrnumaður og
vilja spila með stærra
félagi. ekki er vitað um
mikinn áhuga á anelka
sem hefur brennt flestar
brýr að baki sér með
hroka sínum og stælum.
„Ég hef beðið lengi eftir stóru félagi. Ég
fer ekkert í felur með það. Ég veit
hvernig ég spila og hverjir mínir kostir
eru. Ég þekki leikmenn sem eru hjá
Chelsea, arsenal, manchester united og
barcelona og tel mig vera jafngóðan,“
sagði Frakkinn alveg laus við hroka. „Ég
verð að vera þolinmóður og nýta mína
sénsa.“ anelka skrifaði undir nýjan
fjögurra ára samning við bolton í ágúst
síðastliðnum.
Tvær vikur í Bellamy
Craig Bellamy ætti að verða klár í
slaginn eftir tvær vikur en hann gekkst
undir aðgerð á nára. bellamy, rétt eins
og michael owen, fór til Þýskalands þar
sem aðgerðin var
framkvæmd. Læknir
hans, ulrike
muschaweck, sagði að
bellamy hefði verið með
svokallaðan íþróttanára
og að hann myndi geta
beitt sér að fullu eftir átta
til tíu daga. muschaweck framkvæmdi
sömu aðgerð á owen. gríðarleg meiðsl
plaga nú Íslendingaliðið en dean
ashton og Henry Camara fóru meiddir
af velli á laugardag og bættust á langan
meiðslalista. bobby Zamora, Scott
Parker, Julien Faubert, anton Ferdinand
og kieron dyer eru allir frá.
Wenger ekki hrifinn af
hugmyndum Blatters
Arsene Wenger er ekki hrifinn af
áætlunum Sepps blatter um að
takmarka fjölda erlendra leikmanna í
byrjunarliðum félaga. blatter vill að
hvert félag noti aðeins fimm erlenda
leikmenn í byrjunarliði
sínu og hyggst berjast
fyrir því máli í
evrópusambandinu.
Slíkur leikmannakvóti
myndi stangast á við
vinnulöggjöf
sambandsins. „Þetta myndi drepa
ensku úrvalsdeildina. deildin yrði
sannarlega ekki lengur sú besta í heimi.
Ég yrði ekki ánægður ef einhver segði
mér að ég gæti ekki spilað af því ég
væri ekki fæddur á réttum stað.“
Wenger hefur alla tíð sína hjá arsenal
fyllt liðið af leikmönnum fæddum utan
bretlands og er með aðeins tvo enska
leikmenn í sínum leikmannahóp. theo
Walcott og Justin Hoyte.
Lehmann klár í slaginn
Þýski markvörðurinn Jens Lehmann
hefur nú náð sér af meiðslum sem hafa
plagað hann
undanfarnar vikur.
Lehmann gerði tvö
skelfileg mistök í fyrstu
tveimur leikjum
arsenal í deildinni og
mikið er rætt og ritað
um að hann sé ekki
lengur þess virði að vera markvörður
toppliðs. Hafi það staðið til hjá Wenger
að setja hann út úr liðinu var honum
einfölduð sú ákvörðun þegar mark-
vörðurinn meiddist í ágúst. manuel
almunia hefur staðið vaktina í fjarveru
Lehmanns og staðið sig vonum framar.
enski BoLTinn
með boltann
Skot að marki
Skot á mark
rangStöður
hornSpyrnur
aukaSpyrnur
gul Spjöld
rauð Spjöld
áhorfendur: 60.098
arsenal
sunderland
almunia, Clichy, Sagna (eboue
68.), Senderos, toure, diaby
(Walcott 57.), fabregas, flamini,
hleb, adebayor, van persie
(gilberto 85.).
gordon, higginbotham,
mcShane, nosworthy, Collins,
leadbitter, miller, Wallace (etuhu
77.), Chopra (Stokes 77.), jones,
yorke (harte 90.).
maður leiksins
Robin van Persie, Arsenal
60%
18
6
3
8
10
0
0
40%
13
7
3
2
11
2
1
3:2 van persie 7., 80., Senderos 14. Wallace 25., jones 48.
með boltann
Skot að marki
Skot á mark
rangStöður
hornSpyrnur
aukaSpyrnur
gul Spjöld
rauð Spjöld
áhorfendur: 40.438
man. city
middlesbrough
hart, Corluka, dunne, garrido,
richards, hamann, ireland,
johnson (ball 60.), petrov, elano
(geovanni 78.), mpenza
(Samaras 74.).
Schwarzer, riggott, taylor,
Woodgate, young, boateng
(tuncay 46.), Cattermole,
downing, o‘neil, rochemback,
Craddock (hutchinson 59.).
maður leiksins
Elano, Manchester City
48%
20
13
1
8
11
2
0
52%
18
11
2
8
13
3
0
3:1 riggott sjálfsm. 10., elano 33., 63. hutchinson 89.
Manchester City er einu stigi á eft-
ir nágrönnum sínum í United eftir 3–
1 sigur á Middlesbrough á heimavelli
í gær. Brasilíumaðurinn Elano hefur
farið mikinn að undanförnu og hann
skoraði tvö mörk í leiknum.
Sjálfsmark frá Chris Riggott, leik-
manni Middlesbrough, og tvö mörk frá
Elano, hvort sínum megin við leikhlé,
komu heimamönnum í Manchester
City í 3–0. Síðara mark Elanos fallegt,
beint úr aukaspyrnu.
Það var ekki fyrr en á 89. mínútu að
Middlesbrough náði að klóra í bakk-
ann þegar varamaðurinn Ben Hutch-
inson skoraði og þar við sat.
3–1 sigur Manchester City var nið-
urstaðan og liðið enn taplaust á heima-
velli á tímabilinu. Elano hefur nú skor-
að þrjú mörk í síðustu tveimur leikjum
City-manna.
Sven-Göran Eriksson, stjóri Man-
chester City, var ánægður með mörk-
in sem Elano skoraði. „Við spiluðum
góðan fótbolta og náðum vel saman
og Elano skoraði tvö frábær mörk.
Ég var líka ánægður með að við
skoruðum úr hornspyrnu. Ég er mjög
ánægður. Ef til vill vörðumst við betur
um síðustu helgi en við gerðum í dag
en það skiptir litlu máli. Við höfum
staðið okkur mjög vel á heimavelli og
ef við höldum því áfram er það góðs
viti,“ sagði Eriksson eftir leikinn.
Gareth Southgate, stjóri Middles-
brough, sagði eftir leikinn að varn-
arleikur hans liðs væri ekki nægilega
góður. „Við ætluðum okkur að þétta
varnarleikinn. En við lentum í vand-
ræðum snemma leiks.
Við vorum álíka mikið með boltann
og þeir og sköpuðum okkur tækifæri.
En við færðum þeim mörk á silfurfati
og það kostaði okkur sigur. Við urðum
að sækja eftir leikhlé og við fengum
ágæt færi. Þeir beittu skyndisóknum,
við gáfum þeim aukaspyrnu og var
refsað fyrir vikið,“ sagði Southgate.
dagur@dv.is
elano sjóðandi heitur
Manchester City vann Middlesbrough 3–1 á heimavelli og er enn í toppbaráttunni:
Hetjan elano skoraði tvö mörk fyrir manchester City í gær og hefur því skorað þrjú
mörk í síðustu tveimur leikjum liðsins.
arsenal-sigurá seigu liði sunderland
Arsenal sigraði Sunderland 3-2 í
góðum leik. Sunderland jafnaði
óvænt eftir að Arsenal komst í 2-0.
Robin Van Persie skoraði sigur-
markið undir lok leiksins.
Háloftabarátta kolo toure og
kenwayne Jones í skallaeinvígi.
vidar@dv.is