Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2007, Blaðsíða 8
mánudagur 8. október 20078 Fréttir DV
erlendarFréttir
ritstjorn@dv.is
maður lifandi
Maður lifandi, Borgartúni 24, sími 58 58 700, www.madurlifandi.is
Langar þig að breyta um lífsstíl?
11. október kl. 18–21 Matreiðslunámskeið
hjá Maður lifandi í Borgartúni 24.
Leiðbeint verður um grunn að góðu mataræði og heilsufæði.
Lögð verður áhersla á að kenna fólki hvernig unnt er að matreiða hollan
og góðan mat án mikillar fyrirhafnar.
Allir sem sækja námskeiðið fá afslátt í verslunum Maður lifandi.
Kynntu þér samspil heilsu og mataræðis.
Meistarakokkar
sjá um námskeiðið
Helga Mogensen
Patricia Brizuela
Auður Konráðsdóttir
Nánari upplýsingar og skráning
helgamog@madurlifandi.is
Verð 4.500 kr.
Heilsukostur
matreiðslunámskeið
Maður lifandi
18. október kl. 18–21 Kökur og eftirréttir
25. október kl. 18–21 Matreiðslunámskeið
Fleiri en milljón manns hafa
verið fluttir frá heimilum sínum við
suðausturströnd Kína. Ofsaveð-
ur var á þeim slóðum eftir að felli-
bylurinn Krosa gekk inn á landið.
Þó mikið hafi dregið úr krafti felli-
byljarins er hann ekki alveg dauð-
ur úr öllum æðum. Hann gekk yfir
Taívan um helgina og kostaði fimm
manns lífið. Kínversk yfirvöld vör-
uðu við mögulegum aurskriðum
í Fujian-héraði og tuttugu og sjö
þúsund fiskiskip voru kölluð inn
til hafnar og öll frí voru afturköll-
uð hjá starfsfólki í neyðarþjónustu.
Í hafnarborginni Wenzhou í Zhej-
iang-héraði var skólum lokað og
öllu flugi aflýst. Nú er að ljúka frí-
viku í Kína og fleiri en tvö þúsund
ferðamenn voru fluttir af eyjum til
meginlandsins.
Sextándi fellibylurinn
Krosa, sem er sextándi fellibyl-
urinn sem skellur á Kína á þessu
ári, gekk yfir Taívan um helgina.
Þar orsakaði hann mikið úrhelli og
landskrið. Fleiri en fimmtíu slösuð-
ust vegna byljarins og fimm létust.
Úrkoma var allt að einum metra á
sumum stöðum á eynni og í Taípei,
höfuðborg landsins, rifnuðu tré
upp með rótum og eitthvað var um
flóð, auk þess sem samgöngur fóru
úr skorðum og starfsemi orkufyr-
Sextán fellibyljir hafa skollið á Kína á þessu ári:
Fimm létust á taívan
irtækja raskaðist. Þá var skólum og
fyrirtækjum lokað. Í hafnarborginni
Keelung urðu fjögur hundruð þús-
und heimili orkulaus. Í Peking, höf-
uðborg Kína, þar sem undirbúning-
ur vegna ólympíuleikanna á næsta
ári er í fullum gangi, voru starfs-
menn í flóðavörnum settir í við-
bragðsstöðu, ef bylurinn tæki stefn-
una í norður.
Í slóð fellibyljarins Íbúar taípei hreinsa til eftir fellibylinn.
lestarslys á Kúbu
Allt að þrír tugir manna fór-
ust í árekstri langferðabíls og
járnbrautarlestar á Kúbu. Slys-
ið, sem er eitt það versta á Kúbu
til margra ára, átti sér stað í
Granma-héraði á austurhluta
eyjunnar. Hátt í tuttugu manns
eru alvarlega slasaðir. Unnið er
að rannsókn slyssins. Langferða-
bílar og járnbrautarlestir eru yf-
irleitt yfirfullar á Kúbu og allt
skipulag þar að lútandi í molum.
Í júní fórust ellefu og fimmtíu
slösuðust þegar yfirfullum lang-
ferðabíl hvolfdi.
Enn mótmælt í
Kaupmannahöfn
Fjögur hundruð þrjátíu og sjö
gistu fangageymslur dönsku lög-
reglunnar eftir óeirðir í Kaup-
mannahöfn um helgina. Öllum
var þó sleppt eftir nótt í grjót-
inu, en lögreglan útilokar ekki
að gefnar verði út kærur á marga
þeirra sem tóku þátt í óeirðun-
um. Sumir mótmælendur köst-
uðu reyksprengjum og kveiktu
elda. Aðgerðirnar, sem hófust
friðsamlega, voru hugsaðar til
að mótmæla niðurrifi ungdóms-
hússins fyrr á þessu ári.
Gonzalo Guillen, erlendur frétta-
ritari í Kólumbíu í Suður-Ameríku,
flúði land vegna fjölda líflátshótana
sem honum bárust. Gonzalo hafði
einnig verið gagnrýndur harkalega
af forseta landsins, Alvaro Uribe,
vegna bókar sem gömul ástkona
eiturlyfjabarónsins Pablos Escobar
sáluga skrifaði. Forseti landsins sak-
aði Guillen um að vera höfuðpaur-
inn að baki bókinni, en eins og gefur
að skilja eru eiturlyfjahringar, skæru-
liðar marxista og hægrisinnaðar her-
sveitir ekki hrifin af neikvæðri um-
fjöllun. Guillen hefur starfað sem
fréttaritari fyrir El Nuevo Herald á
Miami og á þriggja daga tímabili fékk
hann tuttugu og fjórar hótanir. Al-
varo Uribe forseti sakaði Guillen um
að vera „atvinnurógbera“, en í bók-
inni, sem heitir Að elska Pablo, að
hata Escobar og er skrifuð af Virgin-
íu Vallejo, er gefið í skyn að forsetinn
hafi haft tengsl við Escobar, foringja
Medellin-eiturlyfjahringsins. Forset-
inn hefur ítrekað hafnað ásökunum
um einhver tengsl við Escobar, þegar
bókina hefur borið á góma. „Að baki
þessari dömu er Gonzalo Guillen
sem hefur helgað blaðamannsferil
sinn svívirðu og lygum,“ sagði Uribe.
Orð á móti orði
Gonzalo Guillen hafnar fullyrð-
ingum forsetans. „Hann segir að
ég hafi skrifað bókina eftir Virginíu
Vallejo og að það sem sagt er í henni
um hann hafi verið skrifað af mér.
Ég skrifaði þetta ekki,“ sagði Guillen.
Að sögn hans var tilgangur forsetans
með þessum ásökunum að ófrægja
hann og skaða og setja hann í hættu
og allar ásakanirnar væru tilhæfu-
lausar og varpað fram af illgirni. Fyrr
á þessu ári kom út bókin Trúnaðar-
vinir Pablos Escobar, Confidants of
Pablo Escobar, eftir Gonzalo Guillen.
Í þeirri bók koma fram fullyrðing-
ar þess efnis að fjölskylda forsetans
tengist skipulagðri glæpastarfsemi,
en slíkar fullyrðingar komu fyrst
fram árið 1991 í skjali frá bandarísku
leyniþjónustunni. Guillen telur að
Uribe forseti sé reiður vegna þeirr-
ar bókar og beini því spjótum sínum
að honum með þessum hætti. „Síð-
an Uribe hóf að ófrægja mig og ásaka
mig hefur mín verið leitað af leigu-
morðingjum í Kólumbíu, og af þeim
er nóg að taka í Kólumbíu.“ sagði
Guillen. Síðastliðin fimmtán ár hafa
fleiri en fjörutíu blaðamenn verið
myrtir í landinu.
Kólumbía í Suður-Ameríku er einn hættulegasti staður í heiminum fyrir blaðamenn.
Fleiri en fjörutíu blaðamenn hafa verið myrtir þar síðastliðin fimmtán ár. Gonzalo
Guillen, erlendur fréttaritari þar, flúði land vegna líflátshótana.
KOlbeinn þOrSteinSSOn
blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is
Blaðamaður Flýr hótanir
merkel í afríku
Angela Merkel, kanslari
Þýskalands, er í tveggja daga op-
inberri heimsókn í Suður-Afríku.
Heimsóknin er þáttur í Afríkuferð
hennar, þeirri fyrstu síðan hún
tók við embætti kanslara. Fyrsta
ríkið sem hún heimsótti var Eþí-
ópía. Að lokinni heimsókninni í
Suður-Afríku fer Merkel til Líber-
íu og lýkur ferðalagi hennar þar.