Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2007, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2007, Blaðsíða 7
DV Fréttir mánudagur 8. október 2007 7 Björn IngI og VIlhjálmur VíkI á upprunalegum lista sem þriggja manna stjórn REI setti saman og lagður var fram til kynningar á fundi stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur. Eft- ir mótmæli á fundinum voru yfir- mennirnir dregnir til baka og eftir stóðu á listanum lykilmenn innan REI sem sumir hverjir höfðu að- eins stuttan starfstíma að baki hjá fyrirtækinu. Sem dæmi má nefna Hafliða Helgason, fjölmiðlafull- trúa REI, sem einungis hafði starf- að hjá fyrirtækinu í nokkra daga þegar hann var settur á umræddan lista. Áttu lykilmennirnir að fá rétt til að kaupa hlutabréf í fyrirtækinu fyrir 10 milljónir króna hver á mun lægra gengi en á almennum mark- aði. Eftir að kaupréttarákvæði lykil- starfsmanna urðu ljós greip um sig mikil óánægja í samfélaginu. Vil- hjálmur borgarstjóri fór í kjölfarið fram á það við stjórn REI að draga kaupréttarákvæðin til baka eða bjóða öllum starfsmönnum Orku- veitunnar slíkt hið sama. Stjórnin fjallaði um málið og ákvað í kjöl- farið að draga heimildina til baka þannig að útvöldum starfsmönn- um byðist ekki að kaupa hlutabréf á sérgengi. Samkvæmt heimildum DV þykir borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokks- ins, utan borgarstjórans, ekki nóg að gert og vilja að bakkað verði al- farið með sameiningarferlið. Stað- an í borgarstjórnarflokki Sjálfstæð- isflokksins er því stál í stál. Sigrún Elsa Smáradóttir, borgar- fulltrúi Samfylkingarinnar, bendir á að allir starfsmenn REI hafi ver- ið ráðnir án þess að nokkur staða hafi verið auglýst. Hún segir þá flesta hafa verið týnda til vegna stjórnmálaskoðana sinna eða vina- tengsla. „Við höfum spurt eftir því hvernig var staðið að ráðningun- um. Svörin voru á þá leið að maður þekkti mann. Það er með algjörum ólíkindum og ég vona að við náum því fram að svona starfsháttum verði útrýmt,“ segir Sigrún Elsa. Launin þrefölduð Þegar REI var stofnað voru stjórnarlaun ákvörðuð 120.000 krónur á mánuði og laun formanns- ins 240.000 krónur. Fyrir því er hefð að stjórnarfulltrúar hafi helming launa stjórnarformanns. Síðar var Bjarna Ármannssyni boðið að taka að sér stjórnarformennsku REI og voru honum boðnar 700 þúsund krónur í laun. Á nýlegum kynning- arfundi stjórnar Orkuveitu Reykja- víkur vegna sameiningarinnar var stjórnarformaður fyrirtækisins, Haukur Leósson, spurður um laun stjórnarmanna REI og fulltrúar minnihlutans standa allir fastir á því að hann hafi sagt þá hafa 350 þúsund krónur í laun fyrir vikulega fundi. Til samanburðar hafa stjórn- armenn móðurfélagsins, Orkuveitu Reykjavíkur, 80 þúsund krónur í laun. Síðar hefur verið keppst við að draga þá tölu til baka og stjórn- armennirnir enn sagðir hafa 120 þúsund krónur. Ef rétt reynist hef- ur Bjarni stjórnarformaður nærri sexföld laun hinna fulltrúa stjórn- arinnar. Svandís skilur ekki fullyrðingar um lægri stjórnarlaun en þau sem gefin voru upp nýverið á kynning- arfundinum. Hún segir blasa við að í öðru hvoru tilvikinu sé Haukur Leósson, stjórnarformaður Orku- veitu Reykjavíkur, að segja ósátt. „Annað hvort var logið á fundinum eða verið að ljúga eftir á því þetta var okkur sagt. Ég sé enga ástæðu fyrir því hvers vegna hann hafi skrökvað á fundin- um. Ef launin eru lægri en okkur var sagt og stjórnarformanninn misminnti svona of- boðslega hef ég enn frekari áhyggjur af öllum pakkanum,“ segir Svandís. Aðspurð tekur Sigrún Elsa undir og segir Hauk þurfa að skýra út hvers vegna hann laug á kynningar- fundinum um laun stjórnar- manna.. „Ef menn halda að þeir geti eftir á haldið öðru fram er með ólíkind- um. Það sýnir best hverslags leynimakk þetta er og hvað mennirnir halda að þeir komist upp með. Þeir ætla greini- lega í þann leiðangur að reyna að moka yfir skítinn,“ segir Sigrún Elsa. Óánægja hjá Framsókn Björn Ingi hefur ekki unnið sér inn miklar vinsældir innan Framsóknar- flokksins með framferði sínu í málinu. Formaður flokksins, Guðni Ágústs- son, stefnir á að kalla saman alla sveit- arstjórnarmenn flokksins sem komið hafa að málinu og ákvörðunum þess efnis. „Það ríkir ólga innan stjórnmála- flokkanna og nánast hvar sem litið er í samfélaginu. Málið er stórt og um- deilt og hraði þess hefur verið of mik- ill. Spurningin er fyrst og fremst um vinnubrögðin sem viðhöfð voru og traustið sem menn njóta eftir á. Málið hefur alfarið verið á höndum borgar- stjórnarflokks okkar og hugmyndirnar höfðu ekki verið kynntar á neinum öðr- um stöðum innan hans,“ segir Guðni. „Þeir sem hafa farið með þetta mál verða að skýra það út. Ég fagna því að kaupréttarsamningarnir voru dregn- ir til baka og maður er hættur að átta sig á því af hvaða stærðargráðu málið er. Það glittir í ofurlaun í þessari útrás orkunnar og menn verða að svara því hvort eðlilegt sé að þjónustufyrirtæki í eigu almennings eigi að standa í út- rásinni í áhættusömum rekstri.“ Vantraust liggur í loftinu Borgarfulltrúum meirihluta og minnihluta blöskrar framganga Björns Inga og Vilhjálms og eru þeir verulegar ósáttir yfir því að hafa engar upplýsing- ar fengið í aðdraganda sameiningar- innar. Aðspurð segir Svandís augljóst að þeim verði ekki treyst aftur eftir vinnubrögðin við sameininguna. „Það er augljóst að þeir sem tek- ið hafa allar tímamótaákvarðanir í málinu eru ekki stoltari en svo að þeir eru á hlaupum undan fjöl- miðlum. Borgarstjórnarfulltrú- ar Sjálfstæðisflokksins eru með teppalímband fyrir munnin- um í þeirri von að geta breitt fyrir ágreininginn. Borgarstjóri er á bull- andi flótta, það er alveg augljóst,“ seg- ir Svandís. „Í þessu máli blasir við tveggja manna meirihluti borgar- stjórnar þar sem Björn Ingi og Vilhjálmur hafa knúið það í gegn án nokkurs samráðs. Ég sé ekki betur en að allir full- trúar meirihlut- ans, utan þeirra tveggja, séu ósáttir. Í loftinu liggur vantraust á Vilhjálm. Hvers vegna í ósköpunum flokkurinn kýs að fela óánægjuna skil ég ekki enda um mjög merkilegan kúltúr að ræða. Í þessu tilviki er um að ræða sex fulltrúa á móti einum en samt er hætta á að sest verði ofan á hina óánægðu.“ Með Vilhjálm í vasanum Sigrún Elsa er mjög hissa á því að fulltrúar minnihlutans hafi þurft að kreista út upplýsingar. Hún undrast þátt borgarstjórans í mál- inu. „Það átti ekkert að segja okkur frá þessum kaupréttarsamningum og ofurlaunum stjórnarmanna, við þráspurðum bara þar til við feng- um svör. Hvað vitum við um hverju öðru er leynt í málinu? Að lokn- um fundinum vorum við yfir okk- ur bit og hneyksluð. Hið sama á við um alla borgarfulltrúa Sjálfstæðis- flokksins og fólk í flokki borgarstjór- ans. Þeir eru brjálaðir út í sinn eig- in borgarstjóra og framferði Björns Inga,“ segir Sigrún Elsa. „Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að halda um Vilhjálm borgarstjóra. Hann virðist ekki hafa haft neinar áhyggjur af siðleysi málsins og ég veit ekki hvort það sé vegna þess að hann sé orðinn svo þreyttur að hann setti sig ekki inn í málið og lufsaðist bara með. Ég get ekki úti- lokað að það sé málið.“ Eiga að víkja Magnús Þór Hafsteinsson, fyrr- verandi þing- maður Frjáls- lynda flokksins, er verulega óánægður með framferði tvímenn- inganna og annarra stjórnarmanna Orkuveitu Reykjavíkur. Hann seg- ir það rugl að blanda Orkuveitu Reykjavíkur í brask og hygla útvöld- um einstaklingum. „Ég veit ekki til þess að Bjarni Ármannsson viti eitthvað mikið meira um orkumál heldur en til dæmis ég. Af hverju fæ ég ekki svona kaupréttardíl eins og hann? Við viljum ekki taka þátt í svona rugli. Framferði Björns Inga og Vilhjálms er einkennilegt. Vinnubrögð þeirra eru mjög ámæl- isverð og fyrir vikið stórefast ég um að þeim sé áfram stætt. Björn Ingi er búinn að stórskaða sinn pólitíska feril og Bjarni Ármannsson hlotið álitshnekki,“ segir Magnús Þór. Aðspurð er Svandís sammála því að þeir sem beri ábyrgð á upp- lýsingaskorti til borgarfulltrúa geti ekki með góðu móti setið áfram. „Mér finnst ótækt að Björn Ingi og Vilhjálmur sitji áfram því þeir eru búnir að fyrirgera öllum rétti sín- um með siðlausum vinnubrögð- um. Ég veit ekki til þess að nokkur vilji þannig stjórnvöld sem leyni upplýsingum, haldi ekki fundi, virði ekki fresti og taki ákvarðanir í skjóli nætur. Þegar slíkt kemst síðan upp fara mennirnir bara á flótta og neita að veita nokkur svör. Af þess- um sökum eiga þessir karlar bara að fara,“ segir Svandís. Þrátt fyrir ítrekaðar til- raunir fengust eng- in svör hjá borg- arfulltrúum Sjálfstæð- isflokks- ins við vinnslu frétta- rinnar. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Samstarfsmenn borgarstjóra eru slegnir yfir vinnubrögðum hans í sameiningarferlinu. óljóst er enn hvort það eigi eftir að hafa áhrif á meirihlutasamstarfið í borgarstjórn. Svandís Svavarsdóttir borgarfulltrúi vinstri grænna segir vantraust á björn Inga og Vilhjálm blasa við. Hún skilur illa hvers vegna borgarfulltrúar sjálfstæðismanna fela óánægju sína.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.