Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2007, Blaðsíða 23
DV Sport mánudagur 8. október 2007 23
Lewis Hamilton mistókst að
tryggja sér heimsmeistaratitilinn í
Formúlu 1 um helgina, þegar keppt
var í Kína. Hamilton ók út úr braut-
inni og þurfti að hætta keppni. Finn-
in Kimi Räikkönen fór með sigur af
hólmi og þrír ökumenn eiga enn
möguleika á heimsmeistaratitlinum.
Hamilton hóf keppnina á ráspól
og byrjaði af miklum krafti. Hann jók
jafnt og þétt forskot sitt í rigningunni
í Kína og náð mest átta sekúndna
forskoti á næsta mann, Kimi Räikk-
önen.
Brautin þornaði smátt og smátt
og flestir ökumenn skiptu yfir á þurr-
dekk. Það gerði Hamilton hins veg-
ar ekki og það átti eftir að kosta sitt.
Hamilton var búinn að missa Rä-
ikkönen fram úr sér og á 31. hring
hugðist hann skipta um dekk. Það
vildi hins vegar ekki betur til en svo
að hann ók út úr brautinni og þurfti
að hætta keppni.
Kimi Räikkönen nýtti sér það
og vann öruggan sigur. Annar varð
Fernando Alonso, rétt tæpum tíu
sekúndum á eftir Räikkönen, og
Felipe Massa endaði í þriðja sæti.
Hamilton er enn í efsta sæti í keppni
ökumanna með 107 stig. Fernando
Alonso er annar með 103 stig og
Kimi Räikkönen er í þriðja sæti með
100 stig. Síðasta keppni tímabilsins
fer fram í Brasilíu 21. október.
„Ég var að reyna að vera varkár en
náði ekki að berjast við Räikkönen.
Þetta hefði gengið fullkomlega upp
en þá gerði ég mistök og þar með var
það búið. Við tókum réttar ákvarðan-
ir og þetta var bara óheppni. Nú mun
ég einbeita mér að því að sigra í Bras-
ilíu,“ sagði Hamilton eftir keppnina.
Kimi Räikkönen var öllu kátari
en Hamilton. „Ég er mjög ánægð-
ur! Þetta eru frábær úrslit fyrir mig
og fyrir allt liðið, sem vann frábæra
vinnu. Við þurftum á þessum sigri
að halda og við náðum honum. Bíll-
inn var að vinna vel í heildina, bæði
í bleytunni og á þurra kaflanum. Það
er enn hörð barátta í keppni öku-
manna og ég mun gera allt til að
vinna í Brasilíu. Það verður hörku-
barátta og það er mjög erfitt að spá
um úrslit,“ sagði Räikkönen.
Hamilton náði ekki í heimsmeistaratitilinn og Räikkönen sigraði:
Spennan í hámarki fyrir lokakeppnina
Sigurvegari kimi räikkönen baðaði sjálfan sig í kampavíni eftir sigurinn í kína.
Visa-bikar karla
FH – Fjölnir 2-1
1–0 (17.) matthías guðmundsson,
1–1 (86.) gunnar már guðmundsson,
2–1 (105.) matthías guðmundsson.
Meistarakeppni karla
Karla
KR – ÍR 75-62
Stig kr: Joshua Helm 25, Pálmi
Sigurgeirsson 14, Helgi magnússon 9,
Skarphéðinn Ingason 8
Stig Ír: Hreggviður magnússon 18,
Sveinbjörn Clausen 16, marko Palada
12, Sonny trootman 6
Kvenna
Keflavík – Haukar 84–52
Stig keflavíkur: margrét Sturludóttir 19,
kesha Watson 16, bryndís guðmundsdóttir
14, Pálína gunnlaugsdóttir 14, Ingibjörg
Vilbergsdóttir 10, marin karlsdóttir 9,
Hrönn Þorgrímsdóttir 2.
Stig Hauka: kristrún Sigurjónsdóttir 19,
ragna brynjarsdóttir 10, Sara Pálmadót-
tir 6, auðbjörg Sverrisdóttir 4, thelma
Fjalarsdóttir 4, unnur Jónsdóttir 4, Ösp
Jóhannsdóttir 3, bára Hálfdánardóttir 2.
n1-deild karla
Afturelding – ÍBV 42–29
mörk aftureldingar (víti): Hilmar Stefáns-
son 10 (4), davíð Jónsson 8, Hrafn Ing-
varsson 6, alexander Popoc 4, Jón andri
Helgason 4, Jóhann Jóhannsson 3, reynir
árnason 2, magnús einarsson 2, einar Örn
guðmundsson 2, Haukur Sigurvinsson 1.
Varin skot: davíð Svansson 16, eyjólfur
guðmundsson 3.
mörk ÍbV (víti): Jarus grisanevs 13 (3), Zil-
vias grieze 6, Sindri Haraldsson 3, nikolaj
kuliker 3, Leifur Jóhannsson 2, grétar Þór
eyþórsson 1 (1), eyþór björgvinsson 1.
Varin skot: kolbeinn arnarsson 4, Friðrik
Þór Sigmarsson 1.
Staðan
Lið L u J t m St
1. Haukar 4 3 1 0 116:92 7
2. Fram 4 3 1 0 122:112 7
3. Stjarnan 4 3 0 1 118:109 6
4. Hk 4 2 1 1 111:98 5
5. aftureld. 4 2 0 2 111:107 4
6. akureyri 4 1 0 3 101:114 2
7. Valur 4 0 1 3 87:96 1
8. ÍbV 4 0 0 4 110:148 0
n1-deild kVenna
FH – Grótta 21–28
Haukar – HK 30–23
Stjarnan – Akureyri 36–14
Staðan
Lið L u J t m St
1. Fram 5 4 1 0 139:96 9
2. Valur 4 4 0 0 109:68 8
3. grótta 4 3 0 1 97:77 6
4. Stjarnan 3 2 1 0 96:48 5
5. Haukar 3 2 0 1 92:69 4
6. Fylkir 4 1 0 3 81:101 2
7. Hk 5 1 0 4 104:134 2
8. FH 5 1 0 4 104:143 2
9. akureyri 5 0 0 5 79:165 0
Úrslit helgarinnar
í dag
07:00 arSenal - Sunderland
16:45 engliSh Premier league
ensku mörkin
ný og hraðari útgáfa af þessum vinsæla
þætti þar sem öll mörkin og helstu atvik
umferðarinnar eru sýnd frá öllum
mögulegum sjónarhornum.
17:45 goalS of the SeaSon
Öll glæsilegustu mörk hverrar leiktíðar
Úrvalsdeildarinnar frá upphafi til
dagsins í dag.
18:40 CoCa-Cola ChamPionShiP
21:00 engliSh Premier league
ensku mörkin
ný og hraðari útgáfa af þessum vinsæla
þætti þar sem öll mörkin og helstu atvik
umferðarinnar eru sýnd frá öllum
mögulegum sjónarhornum.
22:00 CoCa Cola mörkin
Farið yfir öll mörkin og helstu atvikin í
leikjum síðustu umferðar í Coca Cola
deildinni.
22:30 aSton Villa - WeSt ham
enska úrvalsdeildin
Íslandsmeistarar KR tóku á móti
bikarmeisturum ÍR á heimavelli sín-
um í gær í Meistarakeppni KKÍ karla
í körfubolta. Eftir jafnan og spenn-
andi leik framan af voru það KR-
ingar sem stóðu uppi sem sigurveg-
arar. Lokatölur urðu 75-62.
Það var augljós haustbragur á
leik liðanna í gær og ljóst að bæði
lið eiga mikið inni. KR-ingar byrj-
uðu þó leikinn betur og leiddu með
fjórum stigum eftir fyrsta leikhluta,
16-12. Leikurinn jafnaðist í öðrum
leikhluta og staðan var 35-33 þegar
flautað var til leikhlés.
Jafnræði var með liðunum í þriðja
leikhluta en í þeim fjórða náðu KR-
ingar undirtökunum. Um miðjan
fjórða leikhluta fór vörn KR fór að
vinna betur saman en áður og ÍR-
ingar áttu fá svör.
KR komst í 71-59 þegar þrjár og
hálf mínúta var eftir af leiknum og
allt stefndi í öruggan sigur KR. Sú
var einmitt raunin því lokatölur
urðu 75-62 og KR því meistari meist-
aranna hjá körlunum.
Benedikt Guðmundsson, þjálf-
ari KR, sagði að það væri alltaf gam-
an að vinna bikar. „Það er löng leið
sem þarf að fara til að fá að spila um
þennan og meistarara meistaranna
segir að minnsta kosti að liðið geti
eitthvað,“ sagði Benedikt, sem er
ánægður með þann leikmannahóp
sem hann er með í höndunum hjá
KR.
„Hópurinn er flottur. Við höfum
verið að leggja mestu áhersluna á
vörnina og ég er sáttastur við hana.
Liðið á eftir að sanna sig sem heild
og vonandi náum að gera það sama
og í fyrra. Ég lít ekki á að við séum
að verja eitt eða neitt. Þetta er mik-
ið breytt lið og þessi hópur sem er
saman kominn núna, þjálfararnir og
leikmenn, þurfa að ná í þennan titil
aftur,“ sagði Benedikt.
Jón Arnar Ingvarsson, þjálfari
ÍR, sagði að KR hafi einfaldlega ver-
ið betra liðið í leiknum. „Við vorum
dálítið óheppnir með villur í seinni
hálfleik. Mér fannst það dálítið ráða
úrslitum í þessum leik, við vorum
komnir í villuvandræði snemma.
Það riðlaði okkar leik,“ sagði Jón
Arnar, sem fannst að dómarar leiks-
ing hefðu mátt dæma meira á bæði
lið.
keflavík burstaði hauka
Íslands- og bikarmeistarar Hauka
mættu Keflavík í Meistarakeppni
KKÍ kvenna í DHL-höllinni í gær.
Þessi sömu lið mættust í úrslitum
Powerade-bikar kvenna á dögunum
og þar fór Keflavík með sigur af hólmi,
95-80. Keflavík vann einnig leikinn í
gær en að þessu sinni var sigur Kefla-
víkur meira sannfærandi. Lokatölur
urðu 84-52.
Keflavík réð ferðinni frá upphafi til
enda. Keflavíkurliðið pressaði Hauka-
stelpur um allan völl og náði mörgum
hraðaupphlaupum sem nýttust vel.
Mestur munur á liðunum í fyrri
hálfleik var 26 stig, 47-21. Staðan í hálf-
leik var 49-25, Keflavík í vil og aðeins
spurning hve stór sigur stúlknanna úr
Bítlabænum yrði.
Það var ekki áferðarfallegur körfu-
bolti í síðari hálfleik og svo fór að
Keflavík vann vægast sagt öruggan
sigur, 84-52. Fimm leikmenn Keflavík-
ur skoruðu tíu stig eða fleiri í leiknum
og þar var Margrét Sturludóttir stiga-
hæst með nítján stig.
Haukar hafa orðið fyrir mikilli
blóðtöku frá síðustu leiktíð. Helena
Sverrisdóttir, besta körfuknattleiks-
kona landsins, fór til Bandaríkjanna
og Pálína Gunnlaugsdóttir, einn besti
varnarmaður landsins, fór til Keflavík-
ur svo dæmi sé tekið og það er nokk-
uð ljóst, miðað við leikinn í gær, að
Haukar eiga langt í land með að fylla
þau skörð sem þær Helena og Pálína
skildu eftir sig. Það skal þó tekið fram
að Hanna Hálfdánardóttir og Kiera
Hardy léku ekki með Haukum í gær.
Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari
Keflavíkur, var að vonum ánægður
með sannfærandi sigur. „Það vant-
aði besta manninn í þeirra lið og þá
er ekki við öðru að búast. Ég tel okk-
ur vera með betra lið en við sýndum
hér í dag. Við spiluðum mjög illa í
seinni hálfleik. Við náðum mikilli for-
ystu í fyrri hálfleik og svo datt botninn
úr þessu, það er bara mjög eðlilegt í
svona leik,“ sagði Jón Halldór, sem er
ánægður með þann leikmannahóp
sem hann hefur í höndunum.
„Það er mikill kraftur í þessu hjá
okkur og það er mikil samkeppni í lið-
inu. Svo er bara að nota veturinn í það
að halda þessum krafti allan leikinn.
Þetta eru mjög skemmtilegar og frísk-
ar stelpur. Ef þetta helst í hendur þá
verður bara gaman,“ sagði Jón Halldór
að lokum.
Allur ágóðinn af leikjunum í gær
rann óskiptur til SÁÁ og var leikið
undir yfirskriftinni SÁÁ - Stuðningur
við börn alkóhólista.
Kr og KeflavíK meist-
arar meistaranna
Leikið var til úrslita í Meistarakeppni KKÍ í DHL-höllinni í gær. Í karlaflokki mættust
kr og ír og í kvennaflokki mættust Keflavík og Haukar.
fyrsti bikarinn í hús Fannar ólafsson
lyftir bikarnum á loft eftir öruggan sigur
á Ír í meistarakeppni kkÍ.
dagur SVeinn dagbjartSSon
blaðamaður skrifar: dagur@dv.is