Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2007, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2007, Blaðsíða 6
mánudagur 8. október 20076 Fréttir DV Björn IngI og VIlhjálmur VíkI Flestir borgarfulltrúar Reykjavíkurborgar eru slegnir yfir framgöngu Björns Inga Hrafnssonar, formanns borgarráðs, og Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar borgarstjóra í sameiningar- ferli Reykjavík Energy Invest og Geysis Green Energy. Þeir eru ósáttir vegna skorts á samráði og upplýsingum við sameining- una. Svandís Svavarsdóttir, borgarfulltrúi vinstri grænna, telur eðlilegast að tvíeykið víki úr borgarstjórn sökum van- trausts. Borgarstjórn logar stafnanna á milli. Vilhjálmur Þ. Vilhjálms- son borgarstjóri nýtur ekki trausts sinna eigin borgarfulltrúa sem eru slegnir yfir vinnubrögðum hans og Björns Inga Hrafnssonar, formanns borgarráðs, þegar kemur að mál- efnum Orkuveitu Reykjavíkur og dótturfyrirtækis hennar, Reykjavík Energy Invest, REI. Báðir sitja þeir sem stjórnarmenn flokka sinna hjá Orkuveitunni og bera ábyrgð á þeim glundroða sem upp er kom- inn í borgarstjórninni. Minnihluti borgarstjórnar er einnig æfur yfir framkomu tví- menninganna. Fyrir utan Björn Inga og Vil- hjálm fengu aðrir borg- arfulltrú- ar lítið sem ekk- ert að vita um aðdraganda sameiningar REI og Geysis Green Energy fyrr en boðað var til kynningarfundar með skömmum fyrirvara. Á þeim fundi notaði minnihlutinn tækifærið og óskaði eftir ýmsum upplýsingum um sameininguna og starfsemi REI. Borgarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins hafa þurft að leita til full- trúa minnihlutans eftir upplýs- ingum og eru verulega ósáttir við ákvörðun um sameininguna. Þeir hafa fundað stíft til að finna leiðir úr vandanum. Minnihlutinn vill að skoðaðar verði í þaula allar ákvarð- anir sem teknar hafa verið frá stofn- un REI og setja spurningarmerki við hvort Birni Inga og Vilhjálmi sé stætt að sitja áfram. Stórir karlar REI var stofnað í mars 2007 og er hugsað sem fjárfestingar- og út- rásararmur Orkuveitu Reykjavíkur. Skömmu síðar var þriggja manna stjórn skipuð og nefndarlaun ákvörðuð. Um það eru skiptar skoð- anir hvort opinbert fyrirtæki eigi að koma að áhætturekstri sem fram undan er hjá REI og ljóst að á næst- unni verða uppi háværar raddir um ógildingu sameiningarinnar eða sölu Orkuveitu Reykjavíkur á hlut sínum í fyrirtækinu. Vinstri grænir hafa meðal annars ákveðið að fara í málaferli vegna ólögmætrar fund- arboðunar og vilja þannig ógilda ákvörðun um sameininguna. Svandís Svavarsdóttir, borgar- fulltrúi vinstri grænna, hefur bent á tengsl sameiningarinnar við hlut- hafafund FL Group sem haldinn var fyrir helgi. Hún segir að líklega hafi afgreiðslu málsins verið flýtt í gegn til að auka virði hlutabréfa FL. „Villi og Björn Ingi voru í leik með almannafé til þess að þykjast vera stórir karlar meðal hinna ríku,“ seg- ir Svandís. Viðmælendur DV hafa einn- ig tengt fjárhagsstöðu Hannesar Smárasonar, forstjóra FL Group, við flýtimeðferð málsins. Sam- kvæmt þeirri kenningu á Björgólfur Guðmundsson, stjórnarformaður Landsbankans, að hafa þrýst á Vil- hjálm borgarstjóra að flýta málinu til þess að laga fjárhagsstöðu Hann- esar gagnvart bankanum. Skammta sér og sínum Öll framkvæmdastjórn og sviðs- stjórar Orkuveitu Reykjavíkur voru TrauSTI HafSTeInSSon blaðamaður skrifar: trausti@dv.is Fulltrúar minnihlutans í borgarstjórn óánægðir með störfum hlaðinn Björn Inga: á þreföldum launum Borgarfulltrúa Björn Ingi Hrafnsson, formaður borgarráðs, er með þreföld laun almennra borgarfulltrúa. Hann hefur nærri 1.350 þúsund krónur á mánuði á með- an grunnlaun borgarfulltrúa eru 425 þúsund krón- ur. Viðbótina hlýtur hann fyrir formennsku í borg- arráði, formennsku í íþrótta- og tómstundaráði, formennsku hjá Faxaflóahöfnum og stjórnarsetu hjá Orkuveitu Reykjavíkur og REI, Reykjavík Energy In- vest. Svandís Svavarsdóttir, borgarfulltrúi vinstri grænna telur ómögulegt fyrir einn mann að sinna öll- um þessum hlutverkum svo vel sé. Hún telur óeðli- legt hversu mörgum verkefnum hann hafi smurt á sig. „Mikilvægasta kjarnahlutverk borgarfulltrúa er að taka þátt í starfsemi fagráða borgarinnar. Björn Ingi nær ekki að sinna öllu því sem hann hefur á sín- um herðum, líkt og hann var kjörinn til að gera, af því að hann er svo upptekinn af því að vera meðal auðmannanna. Hann svíkst um í vinnunni á okkar kostnað,“ segir Svandís. Sigrún Elsa Smáradóttir, borgarfulltrúi Samfylk- ingarinnar, tekur í sama streng og skilur illa hversu langt Björn Ingi hefur komist miðað við stuðn- ing kjósenda. Hún bendir á að honum fylgi flokk- ur manna sem flakki á milli verkefna fyrir tilstuðlan hans. „Það er mjög fáránlegt að Björn Ingi, sem hef- ur einhver 5 eða 6 prósent atkvæða í borginni, virð- ist vera með borgarstjórann í vasanum. Hann getur valsað inn í Orkuveituna og stofnað þar dótturfélög, sest síðan sjálfur í stjórn og skammtað sér laun til viðbótar við allt annað. Ef maður horfir á þetta blá- kalt er þetta eins siðlaust og hægt er,“ segir Sigrún Elsa. Aðspurð telur Svandís ljóst að forysta Fram- sóknarflokksins sé ekki ánægð með sinn mann hjá Reykjavíkurborg . Hún telur pólitískan frama Björns Inga í hættu. „Björn Ingi á sér yfir höfuð ekki marga viðhlæjendur innan Framsóknarflokksins og þó að hann haldi það að hann sé næsti formaður flokksins veit ég ekki um nokkurn mann sem vill verja hans framkomu í þessu máli. Þar er Björn Ingi á óvenju- lega lágu plani,“ segir Svandís. Ekki náðist Í Björn Inga við vinnslu fréttarinn- ar þar sem hann er staddur í Kína í boði Faxaflóa- hafna. „Ég veit ekki til þess að nokkur vilji þannig stjórn- völd sem leyni upplýsing- um, haldi ekki fundi, virði ekki fresti og taki ákvarð- anir í skjóli nætur.“ Björn Ingi Hrafnsson Formaður borgarráðs er sagður hafa skapað sér óvinsældir innan Framsóknarflokksins fyrir framgöngu sína í sameiningunni. umdeild sameining nokkur óánægja ríkir vegna sameiningar dótturfyrirtækis orkuveitunnar við einkafyrirtæki. Það er harðlega gagnrýnt að almenn- ingsfyrirtæki standi í áhættufjárfestingum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.