Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2007, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2007, Blaðsíða 11
Bikarinn fór í Hermann Hreiðarsson getur ekki reimað á sig takkaskó þessa dag-ana án þess að skora. Eyjamaður-inn skeiðaði upp vinstri vænginn og skoraði annað mark sitt í jafnmörg- um leikjum þegar Portsmouth sigr- aði Fulham 2-0. Arsenal heldur efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar eft- ir leiki helgarinnar. Steve McClar- en, landsliðsþjálfari Englendinga, var meðal þeirra áhorfenda í New- castle sem sáu Michael Owen skora níu dögum eftir að hann gekkst und- ir aðgerð vegna meiðsla í nára. Fern- ando Torres kom í veg fyrir að Liver- pool tapaði sínum öðrum heimaleik í vikunni þegar hann jafnaði gegn Tottenham í uppbótartíma. Að sama skapi virðist Tottenham ekki geta haldið forystu. Manchester United hætti loks að skora eitt mark í leik og skoraði fjögur gegn Wigan, sem var heppið að fá ekki á sig fleiri. Chelsea vann sinn fyrsta deildarleik undir stjórn Avrams Grant þegar liðið lagði Bolton 1–0. Liðið hafði ekki unnið í deildinni síðan í lok ágúst og ekki skorað í tæpar átta klukkustundir. Manchester City heldur áfram á sig- urbraut en liðið vann Middlesbrough 3-1 í Manchesterborg. Blackburn reif sig upp eftir von- brigðin í UEFA-bikarnum í vikunni og sigraði Birmingham 2–1. David Bentley og Benni McCarthy skoruðu mörk Rovers. Craig Gardner skoraði sitt annað mark í vikunni fyrir Aston Villa þegar hann skoraði sigurmark- ið gegn West Ham. Markið skoraði Gardner úr glæsilegri aukaspyrnu. enski Arsenal hefur ekki tapað í 10 leikjum í röð og er efst í deildinni. Robin van Persie skoraði gull af marki. enn skorar hermann Íslendingarnir stóðu sig vel um helgina og voru í sigurliðum. boltinn tryggingar hf. tryggingar hf.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.